19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 10
formaður KRFÍ Vildi að það væri ekkert Kvenréttindafélag til Þorbjörg Inga Jónsdóttir settist í stjórn Kvenrétt- indafélags íslands fyrir sex árum og hefur gegnt formennsku frá því í mars 2001. 19. júní tók hús á Þorbjörgu og fékk að vita ýmislegt um starf og mark- mið félagsins í leiðinni. Þorbjörg segir það hafa verið nán- ast tpviljun að hún hóf störf með KRFI, fyrir utan almennan áhuga á jafnréttismálum. Vinkona sín hafí setið í stjórn félagsins og spurði hana hvort hún vildi ekki vera í stjórn. “Ég sló til, auðvitað gegn loforði hennar um að þetta væri sáralítil vinna en annað hefur komið á dag- inn. En um leið hefur starfið innan KRFI verið mjög áhugavert og lær- dómsríkt. Ég hafði þá unnið með Kvennaráðgjöfinni, sem er ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir kon- ur, í nokkur ár og þannig fengið auk- inn áhuga á jafnrétti kynjanna og réttarstöðu kvenna í ýmsum mála- flokkum sem ég sinnti bæði þar og í starfi mínu sem lögmaður. Það eru aðallega forsjár- og umgengnismál, jafnlaunamál og meðferð opinberra mála vegna ofbeldisbrota gegn kon- um.” Hvernig lítur framtíðin út fyrir þetta 98 ára gamla félag ? “Ég held að framtíðin sé björt fyrir KRFI almennt séð. Félagið á þó við viðvarandi fjárhagsvanda að stríða eins og mörg önnur félagasamtök hér á landi og er brýnt að leysa þann vanda svo félagið geti einbeitt sér að málaefnavinnunni, að jafnrétti kynj- anna. Helst vildi ég auðvitað að við þyrftum ekki að hafa neitt Kvenrétt- indafélag þ.e.a.s. við hefðum fullkom- ið jafnrétti kynjanna, en þar sem við eigum langt í land ennþá þá tel ég að KRFI hafi næg verkefni í ár og ára- tugi í viðbót. Kvenréttindafélagið hefur unnið sér inn með áratugabar- áttu, þá stöðu að vera viðurkenndur álitsgjafi í jafnréttismálum, hvort sem er hjá stjómvöldum eða almenn- ingi. Þannig er gert ráð fyrir því að KRFI geri kröfur um jafnrétti kynj- anna og átelji það sem miður fer. Þannig hefur félagið t.d. sent frá sér fjölda ályktana á liðnum árum, bæði um verk stjórnvalda og einkaaðila sem þóttu ekki fela í sér jafnrétti kynjanna og hef ég ekki orðið vör við 10 en það sé hlustað á þá gagnrýni sem kemur frá félaginu af viðeigandi aðil- um og leitast við að bæta úr. Það á jafnt við hvort sem viðkomandi var sammála þeirri afstöðu sem tekin var í félaginu eða ekki. Þannig hefur fé- lagið markað sér hlutverk og stöðu í þjóðfélaginu sem traust og stenst all- ar breytingar sem geta orðið í þjóðlíf- inu á hverjum tíma.” Nú vilja öll félög, á hvaða sviði sem þau starfa, gera félagsmenn sína virka í starfinu, hvernig má virkja betur félaga í KRFÍ ? “Það verður að segjast eins og el’ að það mætti virkja almenna félagS'

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.