19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 39

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 39
Pekíng +10 í’eir fengu að heyra að þær gætu ekki verið bæði mæður og vísindamenn, þrátt fyrir að þær hefðu sýnt fram á af- burðaárangur. Þær töldu sig hafa sýnt fram á að það væri hægt, þær ítrekuðu hversu mikilvægt það væri að konur sem næðu frama innan vísinda styddu þasr sem ætluðu að feta veginn. Yngri konur á málstofunni staðfestu að þess- ar hindranir væru enn til staðar, og að konur yrðu að standa saman. Afrísk kona, sú fýrsta sem útskrifað- 'st sem verkfræðingur í heimalandi sínu, sagðist hafa þurft að velja milli eiginmanns, barna og náms. Að út- skrift lokinni vildi enginn ráða hana í rinnu þótt hún hefði prýðiseinkunn. Hún hefur nú í nokkur ár unnið fyrir SÞ til að brjóta konum leið innan raun- Sreina og til starfsframa og var farin að sjá árangur. Nokkrar málstofur fjölluðu um ungt ^ólk, aðgerðir og samtakamátt þeirra °g samtök sem vilja breyta menningu Samfélaga sem byggist á kynjamisrétti °g kynþáttamismunun. Þetta eru t.d. samtökin Youth Views, World Youth Alliance og P.O.V./American Doc- anientary sem aðstoðar og styður ungt ^ólk til að hafa áhrif á samfélagið m.a. ttieð gerð félagslegra heimildarmynda. “ýnt var brot úr heimildarmynd sem fjallaði um ofbeldi og morð á ungum 'nnflytjendakonum frá Mexíkó. Fullyrt Yar að slíkar myndir hefðu mun meiri ahrif en skrifaðir textar. Eg tel að styðja ætti gerð slíkra heimildarmynda á íslandi, þær gætu verið mjög upplýsandi og haft mikið forvarnargildi. A annað hundruð málstofur voru á raðstefnunni. Nefna má hér til viðbótar efrú sem var ofarlega á baugi, en það var mansal, þrælasala á konum og stúlkum oftast í tengslum við kynlífs- 'ðnaðinn. Mansal birtist í mörgum ohugnanlegum myndum, vitnisburðir h°mu fram um að herir, ferðaþjónust- Ur °g jafnvel ríkisstjórnir tækju beinan eða óbeinan þátt í að selja konur og stúlkubörn úr landi. Hætt var auk þess um kynjaða hag- stjórn. Prófessor í hagfræði rakti hvernig jafnréttissjónarmiðin geta ver- jð samþætt hagstjórn samfélaga. Hún agði þó áherslu á að jafnrétti kynj- anna væri spurning um mannréttindi en ekki viðskipti. Jafnrétti kynjanna í hagstjórn merkir ekki að kynin eigi að horga jafnmikið í skatt, því mikilvægur Pattur í kynjaðri hagstjórn er að meta Pað að konur vinna oft ólaunuð störf. pau störf eru á heimilum, í ýmiskonar hrnönnunarstörfum í samfélaginu, t.d. Sagnvart öldruðum. Karlar á hinn bóg- lnn eru iðulega í launuðum störfum. Höfuðstöðvar Sameinuðu þ/óðanna ÍNew York. Meginatriði í kynjaðri hagstjórn er að taka tillit til kynjasjónarmiða í öllum þýðingarmiklum ákvörðunum. Að velta konum völd Það var mjög áhugavert að sækja 49. fund kvennaráðstefnu SÞ. Það hefur einstök áhrif á vitund manns sem konu að vera þar sem kvenlegur kraftur hvaðanæva úr heiminum sameinast í máttugri orðræðu. Það hvein undan réttmætum ábendingum og kröfum um jafnari skilyrði kynjanna og þar með betri heimsbyggð. Þarna hittust marg- ar forystukonur sem þekkja hvar á brýtur og hvar leiðir til réttlætis liggja. NGO-fulltrúarnir voru ódeigir að draga fram úr pússi sínu beitta gagn- rýni og skora á leiðtoga þjóðríkjanna sem hittast á haustþingi SÞ að fylgja eftir ályktunum. Eitt mikilvægasta málefnið er að auka hlut kvenna að þýðingarmiklum ákvörðunum, og að kynjasjónarmiðum sé gætt í hvívetna. Kerfisbundnar kynjarannsóknir skipta sköpum því þær mynda gagnagrunn sem hægt er að byggja ákvarðanir á. Rachel Mayanja frá Úganda, sem er sérstakur ráðgjafi Kofi Annan í jafn- réttismálum, sagði að hugmyndin um að veita konum vald sé besta aðferðin til að flýta fyrir æskilegri þróun í heim- inum, draga úr fátækt og að ná mark- miðum um jafnrétti kynjanna. Þessi hugmynd hefur að hennar mati þegai’ öðlast alþjóðlega viðurkenningu og samþykki. Knýja þarf á að konum séu óhikað veitt völd (empowerment). Að mínu mati tókst ætlunarverk ráð- stefnunnar, þ.e. að staðfesta á ný Pek- ingáætlunina frá 1995 og fylla upp í einhver göt með nýjum ályktunum. Við flestallar hefðu þó viljað sjá meiri kraft og fleiri skref fram á við, og ein- nig nýjar meiriháttar samþykktir. Átök urðu um nokkrar ályktanir. At- hygli vakti að ríkisstjórn Bandaríkj- anna lagði fram tillögu um að staðfest- ing Pekingáætlunarinnar um sjálfs- ákvörðunarrétt kvenna fæli ekki í sér viðurkenningu á neinum nýjum rétt- indum, þ.m.t. réttinum til fóstureyð- ingar. Þessi tillaga Bandaríkjamanna hlaut engan stuðning og þurftu þeir að falla frá henni á síðustu stundu. Allar ályktanir á ráðstefnunni voru samþykktar án atkvæðagreiðslu nema ályktunin um palestínskar konur. Hún er um stöðu þeirra á hernumdum svæðum Israelsmanna og að stöðva of- beldi gegn konum og börnum. 38 þjóðir samþykktu þessa ályktun, sem byggist á öðrum samþykktum SÞ, en Banda- ríkjamenn greiddu atkvæði gegn henni og tvær þjóðir sátu hjá: Kanada og ís- land. Fjórar þjóðir voru fjarverandi. Ástæða hjásetu íslands vekur undrun og er opinberlega óútskýrð. eftir Friðbjörgu Ingimarsdóttur 39 Nú er hægt að nálgast niðurstöður Peking +10 á ensku á neðangreindri slóð: http://www.un.org/womenwatch/daw/csw/csw49/documents.html+ aðrir tenglar eru: http://www.un.org/womenwatch/daw/Review/ http://www.un.org/womenwatch/daw/csw/csw49/documents.html

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.