19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 34

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 34
jafnrétti í landbúnaði Góðir hlutir gerast hægt Staða kynjanna innan landbúnaðarins Sigríður Bragadóttir er bóndi og býr ásamt manni sínum, Halldóri Georgssyni, á Síreks- stöðum í Vopnafirði. Þar reka hjónin kúabú og halda iíka nokkrar kindur. Sigríður er önnum kafin kona og með bústörfum eru hún virk í hvers konar félagsstarfi. Hún situr meðai annars í stjórn Bændasamtakanna, ein kvenna, í jafnréttisnefnd samtakanna ásamt tveimur öðrum konum og í stjórn grasrótarsamtaka kvenna í landbúnaði. Þrátt fyrir annir við sauðburð og undirbúning prestkosninga í héraðinu gaf Sigríður sér þó tíma til að spjalla við 19. júní um um stöðu kynjanna innan landbúnaðarins. Ekki er komið að tómum kofunum hjá Sigríði því að hún er ein af þeim sem hvað mest hafa unnið að jafnrétt- ismálum innan landbúnaðarins. Upp- haf þeirra starfa hennar má rekja til Búnaðarþings árið 2001. Það var fyrsta Búnaðarþing sem Sigríður sat og á því þingi var hún kosin í stjórn Bænda- samtaka Islands. Þingið ályktaði líka að Bændasamtökin ættu að stofna jafnréttisnefnd og var Sigríður kosin í hana. Aðalhlutverk nefndarinnar er að auka hlut kvenna í nefndum og ráðum innan landbúnaðarins. í framhaldi af stofnun jafnréttisnefndarinnar segir Sigríður að mikið hafí verið spáð og spekúlerað hvað gera ætti í framhald- inu. „Niðurstaðan var sú að boða til ráðstefnu að Hótel Glym í Hvalfirði sem haldin var á alþjóðadegi kvenna í dreifbýli, 15 .október 2002. Þangað komu 40 konur sem störfuðu í ráðum og nefndum innan landbúnaðarins. Þar kom fram vilji til að efla félagslegt hlutverk kvenna innan stéttarinnar og ákveðið að stofna grasrótarhreyfíngu kvenna í landbúnaði sem nefnd var Lif- andi landbúnaður. Hreyfíngin hefur það meðal annars að markmiði að gera konur í landbún- aði að sýnilegu afli og byggja upp sam- skiptanet sem gerir þeim kleift að vinna saman að hagsmunamálum land- búnaðarins." Og þar með tók boltinn að rúlla í jafnréttismálum innan land- búnaðarins og gerir enn. Sigríður segir að í kjölfarið hafí konur innan Lifandi landbúnaðar farið í fundaherferð. „Við spjölluðum við konur víðs vegar um landið og í framhaldinu var verkefninu „Gullið heima“ ýtt úr vör. Nafnið hefur margræða merkingu og vísar til þess að konur í landbúnaði finni og noti gullið sem fólgið er innra með þeim sjálfum, í þekkingu þeirra og hæfileikum. Einnig skírskotar það til þess að konur í landbúnaði vilja vinna með „Gullið heima“, þ.e. þann landbún- að sem þær þegar stunda og þróa hann á nútímalegan hátt til hagsbóta fyrir íslenska neytendur. „Gullið heima“ er 34 svo síðast en ekki síst ábending til neytenda um að gleyma ekki auðæfun- um sem fólgin eru í íslenskum land- búnaðarafurðum. I framhaldi af þessu verkefni lögðum við okkar lóð á vogar- skálarnar til að verkefninu ,,Heimasala landbúnaðarafurða", sem Asdís Helga Bjarnadóttir lektor á Hvanneyri stýrir, væri líka komið á fót.” Eru konur í landbúnaði hulduher ? Þegar Sigríður er spurð hvaða konur séu í Lifandi landbúnaði svarar hún því til að ekkert félagatal sé í grasrótar- hreyfingunni. Konur á öllum aldi'1 starfi með Lifandi landbúnaði og allar konur innan landbúnaðargeirans séu velkomnar til starfa. „Við höfum reynr að fá konur til að vera sýnilegar og þ° að sumar konur séu virkar í félagS" starfi eru margar þeirra sannkallaðu1 hulduher og maður spyr sig af hvei'Ju þær ættu að vera huldukonur í land' búnaðarpólitíkinni,“ segir Sigríður og heldur áfram að spyrja eins og hun hefur líklega gert undanfarin ár: „E1 það vegna þess að þær skortir þekk- ingu og um leið sjálfsálit og trú á eig>ð ágæti? Eða er það vegna neikvæðrar afstöðu til breytinga á viðteknum venj' um og þess vegna sé körlum fremu1 greitt atkvæði en konum?“ Þegar hun er innt eftir mögulegum svörum a áhugaleysi kvenna í landbúnaði á fej lagsstörfum bendir hún á könnun 3 stöðu kvenna í landbúnaði á Norður; landi vestra sem gerð var af Bjarnheið1 Jóhannsdóttur jafnréttisráðgjafa árm 1998. Könnunin sýndi að um 80% kvenna voru ekki skráð í félög á vegmn Bændasamtakanna og aðeins 3% þeirra sinntu trúnaðarstörfum fyrir málaflokkinn. Tæpur íjórðungu1’ kvenna talaði um sterka karlahefð í fe' lagsstörfum innan landbúnaðarins °S fjórðungur hafði ekki áhuga, tíma ne aðstöðu til að sinna þessum hluta. P° að nokkur ár séu liðin frá þessari könn' un er tilfínning Sigríðar sú að hlutirnn hafí ekki mikið breyst. „En ef konui gefa kost á sér í félagsstarfið innan landbúnaðarins þá fá þær brautar- gengi og það sem hreyfing á borð við Lifandi landbúnað vill koma til leiður er að auka vitund meðal kvenna um fe' lagskerfið. Svo erum við líka í alþjóða' samtökum dreifbýliskvenna og höfum tekið þátt í alþjóðlegum degi kvenna 1 dreifbýli síðustu tvö ár.“ Þegar SigT1®' ur er innt eftir því hvernig konum inn' an Lifandi landbúnaðar hafi verið tek1 af starfsbræðrum sínum, svarar hu því til að þær hafi fengið ágætis við' brögð. „Sumir karlar hafa að vísu teK' ið hreyfingunni með fyrirvara en a' mennt er okkur vel tekið. Mér finns líka aukinn skilningur á jafnréttisma -

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.