19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 12

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 12
konur og viðskipti Hvar eru konurnar í íslensku viðskiptalífi? Daglega bera fjölmiðlar á borð urmul frétta af ís- lensku viðskiptalífi. Um- fjöllun um hagnaðartölur og veltu, kaup og sölu fyr- irtækja, framgang og útrás íslenskra fjárfesta og oftar en ekki valdabaráttu innan viðskiptalífsins hér á landi er fyrirferðarmikil. Síður dagblaða, fréttatímar útvarps og sjónvarps og aðrir spjallþættir skarta viðtölum við stjórnendur fyrir- tækja, framkvæmdastjóra og ráðherra í stöðugri umfjöllun sinni um íslenskt viðskiptalíf. Enda ekki furða, því mikill uppgangur er í íslensku atvinnulífi og miklar breytingar hafa orðið undanfar- in ár á fjármagnsmarkaðnum. Bankar hafa einkavæðst, hagnaður margra fyrirtækja hefur aldrei verið meiri og nýr hópur fjármagnseigenda hefur sprottið fram á stuttum tíma. Fram- gangur og fjárfestingar íslenskra fyrir- tækja á erlendri grundu er með ólík- indum. Það er samt eitthvað bogið við þetta allt saman, það er eitthvað sem vantar ... kannski er það sú staðreynd að mitt í allri umfjölluninni, talnaflækjunni og hugtakasúpunni örlar varla á konum og varla er rætt við konur um viðskipti. Hvorki í viðtölum, á forsíðum eða þeg- ar spurt er um álit á breytingum í við- skiptalífinu í spjallþáttum. Enda ekki von því konur virðast ekki halda um stjómartauma íslensks viðskiptalífs nema ef vera skyldi sjálfur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Tölurnar tala sínu máli. I 300 stærstu fyrirtækjum lands- ins eru aðein 23 konur framkvæmda- stjórar eða um 8% (skv. uppfærðum tölum Frjálsrar verslunar). Konur reka um fimmtung fyrirtækja í landinu og af nýskráðum hlutafélögum og einkahlutafélögum voru karlar í for- svari 80% þeirra árið 2003 og 79% þeir- ra fyrstu sex mánuði ársins 2004 (Hag- tíðindi 2004). Hlutfall kvenna í stjóm- um fyrirtækja sem skráð em á hluta- bréfamarkaði er 5%. Þá er 97,7% stjómarmanna þeirra 15 fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Islands karl- menn (Hagstofa íslands 2004). I mars sl. kom út skýrsla á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og Byggðastofnunar um eignarhald og stöðu kvenna í íslensku atvinnulífl, en skýrslan er framlag íslands til Evr- ópuverkefnisins „Konur og eignarhald í viðskiptum og landbúnaði", sem unnið 12 er innan rammaáætlunar Evrópusam- bandsins um jafnrétti kynjanna. Sams konar úttekt var gerð í fjórum öðrum löndum, Noregi, Svíþjóð, Grikklandi og Lettlandi. í skýrslunni kemur m.a. fram að 25% fyrirtækja í Svíþjóð, 24% fyrirtækja í Noregi og 14% fyrirtækja í Grikklandi eru rekin af konum, en töl- ur skortir í Lettlandi. Atvinnuþátttaka kvenna á Islandi er mjög mikil, en hér era þó aðeins 20% fyrirtækja rekin af konum og flest þeirra eru á sviði versl- unar og þjónustu. Þrátt fyrir þessar staðreyndir kem- ur fram sú skoðun í grein fréttabréfs Samtaka atvinnulífsins sem Ari Ed- wald, framkvæmdastjóri samtakanna, skrifaði 2. júní sl., að markaðurinn sé kynblindur - að kyn skipti ekki máli í ójafnri stöðu kynjanna í viðskiptalífinu. Ari segir í sömu grein eftir að hafa vís- að í ónafngreinda danska rannsókn sem sýni að konur séu meiri „örygg- istýpur" en karlar og spyr hvort fólki finnist það smánarblettur á íslensku atvinnulífi þótt karlar „gefi hærri laun- um meiri gaum“ eins og hann orðar það. Eg veit ekki með ykkur, kæra les- endur, en ég held að konur gefi einmitt hærri launum alveg nægan gaum, þ.e. þrái alveg jafn heitt og karlar að fá hærri laun. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunn- ar telja konur í atvinnulífinu að at- vinnuráðgjöf og bankakerfi séu sniðin að þörfum hefðbundinna karlagreina. Mikilvægt sé að aðstoð og fagleg ráð- gjöf standi konum til boða og að skapa þurfi vettvang sem tengir saman fjár- festa og konur með góðar viðskipta- hugmyndir. I kynningu aðalhöfundar skýrslunn- ar, Sigríðar Elínar Þórðardóttur, kom fram að hugsanlegar ástæður þess að færri konur en karlar reki fyrirtæki séu kynbundið námsval, skortur á fyr- irmyndum og að stoðkerfi atvinnulífs- ins sé sniðið að atvinnugreinum karla. Kynbundið námsval getur þó varla skýringin því síðustu 10 ár hafa konur í viðskiptanámi við Háskóla Islands ver- ið fjölmennari en karlar. En hver er þá skýringin á fjarveru kvenna úr íslensku atvinnulífi? 19. júní leitaði svara hjá konum sem tengjast viðskiptalífinu með einum eða öðram hætti. Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Samtaka iðnaðarins, hélt nýverið er- indi á ráðstefnunni Tengslanet II: Völd til kvenna. Þar fjallaði hún um bága þátttöku kvenna í atvinnulífinu. Kristrún segir að þegar fjármagns- flutningar vora gefnir frjálsir til og frá íslandi í tengslum við EES-samningin í kringum 1994, þá hafi orðið söguleg tímamót í íslensku viðskiptalífi. Hún telur að það skref sé vanmetið. „En það sem þetta leiddi af sér var að það varð miklu meira framboð á fjármagni heldur en áður. Fjármagn, sem áður var erfitt að ná í, varð við þetta einhvern veginn miklu aðgengi; legra og meira framboð var á því. I raun og vera var einkavæðing bank- anna að mörgu leyti eðlilegt framhald af frelsi í fjármagnsflutningum. Þetta leiddi til þess að í staðinn fyrir að póli- tísk tengsl við pólitíska fulltrúa í bankaráðum réðu því hverjir hefðu lánstraust í bönkum, þá var komið til á einhvern hátt nýtt kerfi. Það er um- hugsunarefni, þegar fram kom fjöldinn allur af nýjum fjármagnseigendum sem nutu lánstrausts og viðskiptavel- vilja í bönkunum til að byggja upp fyr- irtæki hvort sem var á alþjóðavísu eða hér heima, hvers vegna svona fáar kon- ur vora í þeim hópi. Eg velti því fyrir mér hvort spurt hafi verið þeirrar spurningar. Eg fullyrði að ég hef hvor- ki rekist á það, hvorki í rannsóknum eða í fjölmiðlaumfjöllun og einhvern veginn finnst mér það ótrúleg tíma- skekkja að það geti orðið svona mikil breytingar í kringum aldamótin 2000 án þátttöku kvenna." Konur virðast ekki hafa aðgang að trausti Þegar Kristrún er spurð að því hvers vegna ungir karlar séu frekar valdir í æðstu stjórnunarstöður á meðan konur komi lítið að stjórn fyrirtækja, segir hún að líklega skipti margir þættir máli. „En það sem mér finnst vera veiga- mest er að þegar maður spyr mikils- metna menn sem sitja í bankaráðum eða í stjórn lífeyrissjóða eða era for- ystumenn í atvinnulífinu um hvers vegna svo fáar konur era í stjórnunar- stöðum, þá svara þeir yfirleitt með þeim hætti að þessir ungu menn njóti trausts. Þá veltir maður því fyrir sér hvað þetta traust sé. Eru það skýrar aðferðir eða viðmið sem hægt er að benda á sem liggja að baki mælanlegs trausts? Það er miklu erfiðara að finna út hvað þetta svokallaða traust snýst um í raun og vera. Traustið er það sama og credit á ensku sem hefur tví- þætta merkingu, það þýðir að þú hefur lánstraust en líka að þú nýtur almenns trausts. Þetta er það sem traustið byggist á og einhven-a hluta vegna hafa karlmenn miklu greiðari aðgang að þessu trausti heldur en konur. Ég held að þetta snúist ekkert um það að minna sé leitað til kvenna en karla til að stjórna fyrirtækjum. Ég held að þetta sé spuming um aðgang að heimi þar sem þú þarft að vita aðgangsorðið. Þegar heimurinn byggist á hugtakinu traust þá held ég að þær konur sem knýja dyra finni fyrir því að það er ekki auðvelt að finna út hvert aðgangs- orðið er, né vita hvernig maður vinnur sér inn traust vegna þess að ég held að traust gangi í einhvers konar erfðir á þann hátt að málsmetandi menn velji unga menn sem arftaka sína. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir ungar konur að nálgast þessa menn með sama hætti og ungir karlmenn geta gert.“ Kristrún segist halda að konur séu ekki eins duglegar og karlar að mynda sér hagnýt tengslanet og að konuv kunni ekki að mörgu leyti eins vel að nýta sér persónuleg tengsl til að hagn- ast á þeim. „Ég held að persónuleg tengsl kven- : na séu frekar notuð til að styðja hver við aðra í einkalífi og þegar fjölskyldu- aðstæður eru erfiðar og svo framvegis- Ég veit að ungar konur sem vilja brjó- ta sér leið inn í viðskiptalífið þora frek- ar að hringja í konu og spyrja ráða. En ég held að tengslamyndunin skipti í raun og vera ekki svo miklu máli á meðan það era ekki fleiri konur i stjórnum fyrirtækja eða í fram- kvæmdastjórn fyrirtækja. Ég held að þetta ráði ekki úrslitum, vegna þess að konur verða að komast inn fyrir, þær verða að kunna aðgönguorðið að við- skiptalífinu til að notfæra sér tengsla- netið. Staðreyndirnar sjálfar um þátt- töku kvenna í viðskiptalífinu eru svo sláandi og tölurnar eru svo ofboðslega lágar, sérstaklega ef skoðuð eru fyrir- tæki í sjávarútvegi og iðnaði þá snar- lækkar talan. Það er líka svo oft í þessari umræðu að konur sjálfar eru þeirrar skoðunar að konur séu ekki komnar alla leið. Það séu mun fleiri karlar í þeim greinum sem virðast skipta máli eins og lög" fræði, verkfræði eða viðskiptafræði en það sé í þann mund að breytast þvl konur séu orðnar fleiri í háskólanámi- Þessi kenning gengur engan veginu upp því staðreyndin eru sú að þegar ungu forstjórarnir námu sína við- skiptafræði, þá voru konur í sambæri- legu námi við Háskóla Islands fleiri heldur en karlar í sama námi. Þannig að það er útilokað að hugmyndin gang1 upp að fleiri konur í viðskiptatengdu námi skili sér í fjölgun þeirra í stjórn- um.“ Kristrún er spurð hvort fáar kven- fyrirmyndir í mikilli fjölmiðlaumfjöllun um íslenskt viðskiptalífi skipti máli. „Þegar maður stendur frammi fyrú' raunverulegu vali eins og þegar konur reyna að ráða fram úr vandamálum þegar spenna verður til á milli vinnu og einkalífs, þá verða konur sem ná uð kljúfa þessa spennu ótrúlega miklai' fyrirmyndir. Þetta er einhver múr sem þarf að rjúfa en þegar hann rofnar þa verður þetta foss sem rýfur sterkustu stíflur. Fyrimyndir myndu skiptíl miklu máli í því að vera múrbrjótaT fyrir aðrar konur sem vilja starfa í við- skiptalífinu."

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.