19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 32
launamunurinn
Vlnnuhópurlnn sem vlnnur að verkefnlnu Mællstlkur á launa/afnréttl
Hin eilífa barátta við
launamun kynjanna
Þegar talað er um kynbundinn launamun vill oft brenna við að umræðan fari út um víðan völl
enda ekki til nein ein rétt aðferð til að mæla launamun kynjanna. Ýmsir mælikvarðar eru not-
aðir sem gefa ólíkar upplýsingar um launabilið.
Meginmarkmið verkefnisins Mæli-
stikur á launajafnrétti er að gera til-
lögur um samræmda mælikvarða á
launamun kynjanna og um úrbætur á
norrænum tölfræðiupplýsingum þan-
nig að þær verði samanburðarhæfar
milli landa og gefi betri mynd af launa-
bilinu.
Verkefnið er styrkt af Norrænu ráð-
herranefndinni en félagsmálaráðuneyt-
ið hafði frumkvæði að því. Verkefnis-
stjóri er Liija Mósesdóttir en aðrir
sem vinna að því eru Andrea G. Dofra-
dóttir, Einar Mar Þórðarson, Kristjana
Stella Blöndal, Margrét María Sigurð-
ardóttir og Þorgerður Einarsdóttir.
Hópurinn starfar með norrænum sér-
fræðingum, jafnréttisstofnunum og
stofnunum sem safna saman upplýs-
ingum um laun á Norðurlöndum
Lilja verkefnisstjóri var beðin um
að útskýra um hvað verkefnið snýst.
„Markmið verkefnisins er í raun þrí-
þætt. I fyrsta lagi á að kanna hvort
launaupplýsingar og upplýsingar um
vinnustundir séu sambærilegar milli
Norðurlandanna. Hópurinn mun setja
fram tillögur til úrbóta m.a. varðandi
samræmingu skilgreininga og mæli-
kvarða á kynbundinn launamun. I öðru
lagi á að skoða þá hugmynda- og að-
ferðafræði sem notuð er til að leiðrétta
launamun karla og kvenna á Norður-
löndunum í þeim tilgangi að einangra
þann mun sem aðeins er hægt að skýra
með beinni mismunun. Bomar verða
saman aðferðir og skýribreytur sem
notaðar hafa verið á Norðurlöndunum.
Ætlunin er að koma með tillögu að lík-
ani sem inniheldur þætti sem við telj-
um eðlilegt að nota til að skýra hluta af
óleiðréttum launamuni karla og
kvenna. I þriðja lagi á að taka saman
upplýsingar um aðgerðir á Norður'
löndunum til að draga úr kynbundnujfl
launamun. Markmið þessa þáttar vei’K'
efnisins er að greina hvers konar »
gerðir eru vænlegar til árangurs.“
Þegar Lilja er spurð að því hvort a
gerðir til að draga úr kynbundnu
launamun séu mismunandi eftir Nor
urlöndunum segir hún að almennt ^
ekki um margar aðgerðir að raeða
löndin séu komin mislangt í að útj®
þær. Þessar aðgerðir feli m.a. í se
reglulegar launakannanir innan s
itofn'
ana, fyrirtækja og meðal félaga
í stétt'