19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 25

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 25
vert að minnast á kvennaári A þessu ári er tilefni til að minnast þessa merkisviðburða í sögu íslenskra kvenna 1875 Thorvaldsensfélagið stofnað í Reykjavík, fyrst kvenfélaga í bænum. 1885 Bríet Bjarnhéðinsdóttir birtir greinina „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“ í Fjallkonunni. Þetta var í fyrsta sinn sem kona birti grein í blaði á íslandi. 1895 Tvö kvennablöð hefja göngu sína, Framsókn á Seyðisfirði og Kvennablaðið í Reykjavík. 1895 Hvíta bandið stofnað í Reykjavík. 1895 Fyrsta Ársrit Hins íslenska kvenfélags kemur út. 1900 Þórey Árnadóttir kennari varð skólastjóri Barnaskólans í Hafnarfirði, fyrst kvenna til að gegna embætti skólastjóra. 1910 Fyrsta íþróttakeppni kvenna á íslandi, kappsund í Skerjafirði. 1915 Kosningaréttur kvenna til Alþingis. 1920 Fullur kosningaréttur kvenna. 1930 Stofnun Kvenfélagasambands íslands. 1930 Landspítalinn tekur til starfa, að frumkvæði íslenskra kvenna. 1930 Fæddar Vigdís Finnbogadóttir, Svava Jakobsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Ásta Sigurðardóttir o.fl. 1935 Auður Auðuns lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands, fyrst kvenna. 1935 Fædd Guðrún Helgadóttir rithöfundur, fyrrv. alþingiskona og fyrsti kvenforseti Alþingis. 1945 Bodil Sahn lauk BA-prófi frá heimspekideild HÍ fyrst kvenna. 1945 Geirþrúður Hildur Bernhöft lauk guðfræðiprófi frá HÍ fyrst kvenna. 1960 Selma Jónsdóttir varði doktorsritgerð við HÍ fyrst kvenna. 1960 Svanhildur Á. Sigurjónsdóttir lauk sveinsprófi sem veitingaþjónn frá Matsveina- og veitingaskóla íslands fyrst kvenna. 1960 Kristín E. Jónsdóttir hlaut sérfræðingsleyfi í lyflækningum fyrst kvenna á íslandi. 1970 Margrét Ólöf Björnsdóttir lauk BA-prófi í verkfræði- og raunvísindadeild fyrst kvenna. 1970 Auður Auðuns skipuð dóms- og kirkjumáiaráðherra og varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að gegna embætti ráðherra. 1970 Helga Kress sett lektor fyrst kvenna við Háskóla íslands 1970 Rauðsokkahreyfingin stofnuð. 1975 Stofnun Kvennasögusafns íslands. 1975 Ásta Hallgrímsdóttir lauk atvinnuflugmanns- og blindflugsprófi. 1975 Alþjóðakvennaár Sameinuðu þjóðanna, 24. október. Útifundur íslenskra kvenna á Lækjartorgi. 1980 Hjördís B. Hákonardóttir skipuð sýslumaður fyrst kvenna á íslandi. 1980 Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti íslands, fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í lýðræðislegum kosningum. 1985 Lok kvennaáratugar SÞ. 1985 Rannveig Rist lauk sveinsprófi í vélvirkjun og varð vélfræðingur fyrst kvenna á íslandi. 1990 Stofnun Stígamóta. 1990 Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum stofnuð. 1995 Flutningur Kvennasögusafns íslands í Þjóðarbókhlöðu. 1995 Kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Peking.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.