19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 19

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 19
vert að minnast á kvennaári heldur vikið að forsögu kjörs hennar í forsetaembættið, hvað varð til þess að hún var kjörin og hvernig kosninga- baráttan var. Rósa Erlingsdóttir stjórnmála- fræðingur hélt nýverið afar forvitn- ilegt erindi á ráðstefnunni Samræð- ur menningarheima sem tileinkuð var Vigdísi og ferli hennar og með góðfúslegu leyfi Rósu birtist brot úr erindi hennar hér „Kjör Vigdísar var vissulega og fyr- ir margar sakir merkilegt, en kjörið vakti heimsathygli vegna þess eins að íslenska þjóðin kaus fyrsta þjóð- kjörna kvenforsetann í heimi. Ekki leikur nokkur vafi á að jákvæðar kynjapólitískar aðstæður; kröftug kvennabarátta sem olli líflegum um- fæðum, samfélagslegum usla og um- bótum hvað varðar lagaleg réttindi kvenna, undirbjuggu jarðveginn fyrir framboð og kjör Vigdísar, burtséð frá þeirri staðreynd að hún sjálf kom ekki úr röðum kvennahreyfíngarinn- ar og var ekki frambjóðandi sameig- inlegs afls kvenna. Framboð Vigdísar var hins vegar ekki í rökréttu fram- haldi af verulegri stjómmálaþátttöku kvenna en hún átti eftir að taka mikl- um breytingum á árunum eftir kjör hennar... ... En víkjum okkur aftur að kosn- ingabaráttunni. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa kynnt mér umræðuna í prentmiðlum og sjónvarpi frá því að Vigdís kynnir framboð sitt hinn 1. febrúar 1980 og að kjördegi, að hún hafi að miklu leyti snúist um persónu Vigdísar og kynj- apólitík. Líklega var þetta persónu- legasta kosningabrátta sem sögur fara af hér á landi. Hér á eftir mun ég færa rök fyrir þessari niðurstöðu og nefna dæmi máli míni til stuðnings. I umræðunni mátti víða greina kyn- bundna orðræðu en tungumálið er núkilvægt tæki sem mótar, skapar og endurskapar kynímyndir ... ... Þegar ljóst varð að Kristján Eld- járn óskaði ekki eftir endurkjöri að loknum 12 árum í embætti fóru fem- ínistar að velta fyrir sér hvort hvetja ætti konu opinberlega til að fara í framboð. Vigdís er með í umræðunni allt frá byrjun en fyrsta fréttin um hugsanlegt framboð birtist 15. janúar í Dagblaðinu þar sem vísað var í les- endabréf frá Laufeyju Jakobsdóttur, húsmóður í Reykjavík, þar sem hún segir að eftir umræður í hópi kvenna hafi niðurstaðan orðið sú að skora á Vigdísi Finnbogadóttur leikhússtjóra að fara í framboð til embættis forseta Islands. Þær hvöttu jafnframt allar konur að fylkja sér um Vigdísi og fá hana til forseta. Þegar hér er komið sögu höfðu Albert Guðmundsson, Guðlaugur Þorvaldsson og Pétur J. Thorsteinsson allir tilkynnt um fram- hoð sín. I kjölfarið fylgdi mikil umræða meðal kvenna og ljóst að aðeins angi hennar birtist á síðum prentmiðlanna. f grein í Dagblaðinu frá 28. janúar er haft eftir Vigdísi að því fari víðsfjarri að hún ætli í framboð og biðst hún undan því að nafn hennar sé nefnt í þessu sambandi. Þremur dögum síð- ar, 1. febrúar, birtist stór grein á for- síðu Dagblaðsins undir yfirskriftinni: >,Vigdís gefur kost á sér í forseta- framboð". í greininni er Vigdís spurð hvort hún óttist ekki að sú staðreynd að hún sé kona muni há henni í for- setaembæt,ti. Vigdís segir það engu ftrili skipta. Blaðamaður minnir þá á að hún er ógift. Vigdís svarar: „Já, en ýg hef hingað til komist af í opinberu hfi, veislum og öðrum samkomum, án herra mér við hlið.“ Daginn eftir segir Vigdís frá því í grein í Tímanum að henni hafi borist áskorendalistar alls staðar af að land- inu. „Ég held þó að það hafi riðið baggamuninn þegar mér barst skeyti frá heilli skipshöfn úti á miðum, þar sem ég var hvött til þessa, en það er líklega fallegasta skeyti sem ég hef nokkru sinni fengið.“ Þar var á ferð áhöfn Guðbjarts frá Isafirði en áhöfn- in fylgdi Vigdísi með hvatningarbréf- um og góðum óskum alla kosninga- baráttuna. Fleiri togarar sigldu í kjölfarið og ljóst var að Vigdís sótti mikinn stuðning til sjómanna. Hún skýrði það á þann veg að þeir hefðu meiri skilning á framboði hennar vegna þess að þeir dveldu langtímum á sjó og kynnu að meta ábyrgð og störf kvenna sinna heima fyrir ... ... Vigdís naut hylli starfsmanna á karlavinnustöðum jafnt og á kvenna- vinnustöðum. Samkvæmt þessu var ekki að merkja að kosningarnar ættu eftir að hverfast um kynjapólitík. Konur stóðu heldur ekki sérstaklega að framboði Vigdísar. í þeirra röðum hafði ekki náðst samkomulag um að konur fylktu sér um einn kvenfram- bjóðanda enda litu margar konur svo á að það skipti ekki máli hvort forseti Islands væri karl eða kona. Margar þekktar konur úr jafnréttisbarátt- unni studdu hana ekki. Þær fundu að því að Vigdís hafði aldrei tekið þátt í kvenréttindabaráttunni, hún hafði ekki nægilega stjórnarfarslega reynslu og afstaða hennar í öryggis- málum þjóðarinnar var tortryggð. Með því tóku þær undir skoðanir þekktra karla um að Vigdís væri herstöðvarandstæðingur. Hún hefði tekið þátt í Keflavíkurgöngu árið 1961 og við önnur tækifæri mótmælt veru hersins á Islandi. Kalda stríðið var í algleymingi og þótti ótækt af sterkum öflum í íslensku samfélagi að forseti íslands gæti hugsanlega haft neikvæð áhrif á vamarsamning- inn við Bandaríkjamenn ... ... Framboð hennar var heldur ekki kynjapólitískt á þann veg að konur hefðu sameinast um framboð hennar og karlmenn um framboð karlanna sem buðu fram. Konur voru hins vegar sýnilegri í kosningabar- áttu hennar, sérstaklega á lands- byggðinni en af 24 kosningaskrifstof- um var 15 stjórnað af konum. Margar konur sem áður höfðu verið virkir þátttakendur í Rauðsokkahreyfing- unni voru stuðningsmenn Vigdísar og ráku opinberan áróður til stuðnings framboðinu. Fjöldi greina birtist ein- nig eftir konur og karla þar sem bent var á tækifæri þjóðarinnar til að sýna hug sinn til jafnréttis kynjanna í verki með því að kjósa Vigdísi. Rauð- sokkunum hafði greinilega tekist það ætlunarverk sitt að hrinda af stað meiriháttar vitundarvakningu á sviði jafnréttismála en afar fáir efuðust opinberlega um hæfni Vigdísar til að gegna starfi forseta íslands á grund- velli þess að hún væri kvenkyns. Af umræðunni mátti hins vegar greina þunga undiröldu gegn framboði konu í embættið. I lesendadálkum dag- blaðanna birtist tugur greina þar sem makaleysi Vigdísar var til um- ræðu. Athyglisvert er að höfundar þeirra voru allir karlmenn þótt margar kon- ur hafi eflaust deilt þessum skoðun- um með þeim. Stuðningsmenn henn- ar af báðum kynjum svöruðu þessum greinum en meirihluti gi'eina sem al- mennt birtust í hennar þágu var rit- aður af konum. I samtalsbók Drude Dahlerup við stjórnmálakonur á Norðurlöndum sem út kom árið 1985 (Drude Da- hlerup; Blomster og Spai'k. Samtaler med kvindelige politikere i Norden. 1985: 336-343) kemur þátttaka og stuðningur kvenna við framboð Vig- dísar til tals. Vigdís segir margar konur ekki hafa stutt sig vegna þess að þær hafi haft aðra lífssýn og skoð- anir en hún en sumar konur hafi ein- faldlega ekki kært sig um konu í embætti forseta íslands. Hún segist hafa velt þessu mikið fyrir sér og komist að þeirri niðurstöðu að skýr- inganna sé að leita í samfélagsgerð- inni sem geri það að verkum að margar konur hafi vanmáttarkennd. „Konur sem hafa ekki trú á sjálfum sér hafa heldur ekki trú á öðrum kon- um.“ ... ... A síðum prentmiðlanna kom fram ótti manna um að yrði einhleyp kona kjörin forseti landsins yrðu Bessastaðir ekki það fyrirmyndar: heimili sem því væri ætlað að vera. I aðsendum greinum eru hefðbundin kynhlutverk vegsömuð en þær ein- kennast af hvoru tveggja kvenfyrir- litningu og þjóðemiskenndri íhalds- semi. Ég ætla að grípa niður í tvær greinar ... ... I yfirskrift hinnar seinni segir: „Hjón eru eitt, einnig í embætti for- seta íslands", og segir þar orðrétt: „Því kynni ég vel að þessi gamla þjóðarhefð yrði varðveitt á heimili æðsta manns þjóðarinnar,, forseta- heimilinu á Bessastöðum. Ég kynni því betur að þar mætti gestum höfð- inglegur karl, húsbóndi heimilisins á bæjarhellu, hann byði til stofu. Þar gengi fram virðuleg íslenzk kona sem byði gesti velkomna og veitti þeim góðgerðir, gegndi sem ætíð sínu göfuga húsmóðurhlutverki. Ég lít þannig á að þama sé um tvær verur að ræða sem era reyndar eitt í sínu starfi og lífi.“ Þarna mætti ætla að greinarhöfundur gæti stutt framboð konu væri hún í hjónabandi en hann heldur áfram: „Ef hér skipaði kona forsetaembættið og væri gift þá gengi hún fyrst fram á móti gestum. Hvar yrði þá bóndinn? Kannski sem vinnumaður einhversstaðar í verkun- um. Því formi kynni ég ekki. (...) Við látum okkur ekki detta í hug að gera æðsta býli Islendinga að einsetubæli, það væri niðurlæging á meðan óbreyttir stjórnarhættir ríkja á ís- landi. í starfið veljum við góð, virðu- leg hjón, sem eiga flekklausa fortíð, óflokkað mannorð, gáfur, menntun og glæsileik." Þetta verða nú að teljast dæmi um heldur lágkúralegan áróður gegn framboði Vigdísar. Karlframbjóðend- urnir þrír notfærðu sér að vísu þessa umræðu og lýstu því yfir að ekki gætu þeir setið ógiftir á Bessastöð- um. Umræðuþáttur með öllum fram- bjóðendum var í Sjónvarpinu rúmri viku fyrir kjördag ... ... Spurningin áleitna var: Hver yrði húsfreyja á Bessastöðum ef Vig- dís næði kjöri? I þættinum er spurt hver sé afstaða frambjóðenda til þeirrar almennu skoðunar að æski- legt sé að hjón sitji á Bessastöðum. Karlframbjóðendur eru sammála um að tvö þurfí að vera um skipulagn- ingu og fyrirhöfn. Eiginkonan hafi alltaf haft miklu hlutverki að gegna. Launin væru há og ætluð fyrir bæði. Að mér læddist hins vegar sá grunur án þess að ég hafi fyrir því sannanir að á launaseðli forseta hafi ekki verið gert ráð fyrir þóknun fyrir húsfreyj- ustörfin. Vigdís svarar því til að hún skilji ekki hvernig kona geti verið í framboði þar sem hún geti ómögu- lega komið sér upp eiginkonu sem húsfreyju. Hún segist geta verið tveggja manna maki. Hún sé sjálf húsfreyja og hafi þá hæfileika að skipuleggja veislur og sitja samtímis í Stjómarráðinu. Einn karlframbjóðendanna minnist þess að Asgeir Asgeirsson treysti sér ekki til að sinna embættinu eftir að hann varð ekkjumaður. Þó að hann ætti vísa aðstoð frá tengdadætram og dætrum. Og áfram heldur hann: „Ég tel nauðsynlegt að hjón sitji á Bessa- stöðum. Tvímælalaust eiga hjón að sitja á þjóðarheimilinu.“ Hann vísar síðan í eigin reynslu og segir að heimilið verði öðra vísi ef konan hans fer í frí. Annar karlframbjóðandi grípur inn í og segir: „Mér myndi leiðast á Bessastöðum væri ég einn.“ Vigdís, skýtur þá inn spumingu til meðframbjóðenda sinna: „Ef konur ykkar væru í framboði mynduð þið taka að ykkur húsfreyjustörfin?“ Að- eins einn þeirra svarar að hann hafi nú gaman af eldamennsku en spyrj- endur koma hinum tveimur til hjálp- ar. Að lokum er Vigdís innt eftir skýringum við fyrri fullyrðingu sinni um að hún sé í framboði vegna dætra þjóðarinnar og hún spurð hvort hún telji að það sé stuðningur við jafn- réttisbaráttu ef hún nái kjöri og hvort það eigi þá að kjósa hana af því að hún sé kona. Vigdís segir að það eigi að kjósa hana af því að hún sé maður. „Það á að vera sjálfsagður hlutur að kjósa konu til jafns við karla en að við vitum að það hefur ekki ríkt jafnrétti í þessum málum. Ef ég get lagt eitthvað til málanna til þess að konur sæki fram tel ég það til góðs fyrir dætur þjóðarinnar." Karl- frambjóðandi notaði síðan lokaorð sín til að gera lítið úr orðum Vigdísar. Stjórnarskráin tryggi jafnrétti og þar af leiðandi komi af sjálfu sér að konur og karlar eigi sama rétt. Viku síðar birtist lesendagrein í Þjóðviljanum eftir Auði Styrkárs- dóttur stjómmálafræðing þar sem hún veltir þeirri spurningu upp hvort kjósa eigi einstakling eða hjón í emb- ætti. í fyrsta skipti séu makar fram- bjóðenda taldar vera í hópi þeirra sem valið standi um. Hjónabragð þetta sýni að frambjóðendur óttist mest fylgi Vigdísar og þess vegna beinist spjótin að henni en i raun beini þeir spjótunum að sjálfum sér þar sem að þeir hafi allir lýst því yfir að kvenframbjóðandinn treysti sér til að gegna starfinu án annarra hús- freyja. Þetta endurspegli ákveðna staðreynd í íslensku þjóðfélagi... ... En því fleiri sem róggreinarnar urðu því fleiri bættust í hóp stuðn- ingsmanna Vigdísar og því leikur engin vafi á að blaðaskrifin gegn henni skiptu sköpum um stuðning margra við hana. Umræðan gekk ein- faldlega fram af fólki... ... Vigdís sagði alltaf að hún drægi það stórlega í efa að hún hefði farið í þetta framboð með mann sér við hlið. Slíkt væri ekki leggjandi á mann af hennar kynslóð. En hún lagði það á sjálfa sig. Hún var óhrædd við að skilgreina sig sem afurð kvennafrí- dagsins og sagðist vona að hún gæti verið öðram konum fyrirmynd. A þann hátt var hún í kjöri fyrir dætur þjóðarinnar. Spurningin um kyn Vig- dísar fylgdi henni alla kosningabar- áttuna og var einnig áberandi fyrstu árin eftir kjör hennar. Augu heimsins beindust að litlu sögueyjunni og þjóð- in skynjaði að hún hafði verið þátt- takandi í heimsviðburði. Þjóðin varð stolt af kvenforsetanum og Vigdís sjálf skýrari í tilsvörum sínum hvað varðaði kynjapólitík.“ (Brot úr erindi Rósu Erlingsdótt- ur sem flutt var / apríl á Samræður menningarheima - ráðstefnu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur.) 19

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.