19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 11

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 11
fnenn betur innan KRFÍ. í gegnum Mðina hafa ýmsar aðferðir verið reyndar til þess og voru þær allar góðra gjalda verðar, en þar erum við alltaf að berjast um tíma fólks sem vantar þegar meiri tíma til að sinna fjölskyldu, starfi og öðrum hugðarefnum, í hvaða röð sem maður setur það upp. Starf félagsins með alinennum félagsmönnum undanfarin ár hefur aðallega verið á málþingum, ráðstefnum og fundum sem félagið hefur haldið og hefur aðsókn á slíkt óregist nokkuð saman eftir því sem aukið framboð er í viðkomandi mála- flokki. Það hefur verið rætt innan stjórnar undanfarin ár að setja af stað umræðuhópa í ákveðnum mála- flokkum, og er það hugmynd sem er enn til umræðu, en þar skortir okkur helst aðila sem eru tilbúnir til að leg- Sja á sig slíka vinnu, hvort sem er við að leiða slíkt starf eða taka þátt í hópunum. í dag eru samskiptin við almenna félagsmenn mikil í gegnum síma og á netinu þar sem félagsmenn eru duglegir við að hafa samband við skrifstofu félagsins auk þátttöku á fundum, ráðstefnum eða almennum •uótmælum sem félagið hefur staðið að eitt eða með öðrum samtökum. En hetur má ef duga skal og það að virk- Ja betur hinn almenna félagsmann er viðvarandi verkefni innan stjórnar KRFÍ.” Hver telur þú vera helsti styrkur Kvenréttindafélags íslands í jafn- réttisbaráttu hér á landi og hvað Uiaetti félagið gera betur ? “Ég tel að helsti styrkur KRFÍ felist í þeiiTÍ stöðu sem það hefur aunnið sér á nærri hundrað ára vinnu að jafnréttismálum, þannig að félagið er í þeirri stöðu að það sem sent er frá því vekur athygli. Ég tel að við getum alltaf gert betur og þá ekki síst með að reyna að ná betur til J'yrra kvenna, sem hafa ekki tekið Pátt í jafnréttisumræðunni sl. ár. Ég sakna þess t.d. að sjá ekki fleiri kon- Ur í forsvari fyrir samtök launþega eg atvinnurekenda og ekki síst sem formenn stéttarfélaga kvenna hér á 'andi. Kvenréttindafélagið hefur frá uPphafi lagt áherslu á stöðu kvenna á 'únnumarkaði, þ. á m. jöfn laun kynj- anna, og átt þar gott samstarf við stéttarfélögin. Mér fínnst áberandi hvað þeim er stýrt í dag af körlum, eu ekki konum, og það jafnvel félög- Uln sem eru að miklum meirihluta til hvennafélög. Við þurfum að auka samstarf félagsins við alla aðila Vmnumarkaðarins til að reyna að h°ma á breytingum, en í þessu sam- oandi er rétt að nefna að ASÍ hefur Oýlega skipað sérstakan jafnréttis- fnlltrúa til að fjalla um þau innan sambandsins og er það vel.” Þegar Þorbjörg er beðin um að Segja frá helstu verkefnum félagsins Slðastliðið ár segir hún þau helst hafa _egið í undirbúningi fyrir Kvennaárið, ráðstefnur og fundir um jafnréttis- uiál og útgáfa 19. júní. . “Kvenréttindafélagið gefur á hver- Ju ári út tímaritið 19. júní og á síðasta formaður KRFÍ ári var Gunnar Hersveinn blaðamað- ur ritstjóri þess, fyrstur karla. Blað- ið kom út á 19. júní og þann dag var KRFÍ með kvennasögugöngu um kvosina og móttöku fyrir göngufólk á Hallveigarstöðum í samstai’fi við Kvenfélagasamband Islands og Bandalag kvenna í Reykjavík. Kvenréttindafélagið tekur þátt í samstarfi noirænna kvenréttindafé- laga innan NOKS, nordiske kvinder i samarbejde, og er samstarfið styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. A síðasta ári fór Island með for- mennsku í samstarfshópnum og var ég formaður hans fyrir Kvenrétt- indafélagið. NOKS hópurinn fundaði hér í júnímánuði á sama tíma og haldin var hér stór kvennaráðstefna undir stjórn Kvennasögusafns Is- lands og Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, en KRFÍ tók einnig þátt í að undirbúa hana. Þá á KRFI aðild að alþjóðasamtökum kvenrétt- indafélaga, Intemational Alliance of Women (IAWý og sit ég í stjóm þeir- ra samtaka. I september á sl. ári voru hundrað ár frá stofnun IAW og af því tilefni var haldið veglegt af- mælisþing í Berlín þar sem ég tók þátt í pallborðsumræðum um jafn- réttismál með konum m.a. frá Mo- sambik, Finnlandi og Burkina Faso. Það var áhugavert að heyra hvað það eru sambærileg viðfangsefni í jafn- réttismálum sem konur era að fást við alls staðar að úr heiminum, þó svo að löndin sem konurnar koma frá hafi mjög misjafna stöðu hvað varðar efnahagsleg og félagsleg réttindi. í framhaldi af afmælisþinginu var síð- an haldið ársþing samtakanna í Frei- burg og var ég kjörin þar í 22 manna stjórn, samtakanna til næstu þriggja ára. í desember tók ég síðan þátt í samstarfsfundi kvennasamtaka í Evrópu til undirbúings fyrir fund Kvennanefndar SÞ sem haldinn var í mars sl. í tilefni af að 10 ár era liðin frá gerð Peking áætlunarinnar. A þessum fundi kom fram að mikill bar- áttuhugur er í konum um allan heim og mikill vilji til að sjá raunverulegan árangur í jafnréttismálum, en það sama kemur einnig sterkt fram í samskiptum félagsins við erlendar stallsystur okkar sem eiga sér stað nánast daglega í tölvupósti og síma. Þannig má segja að töluverður tími hafi farið í erlent samstarf á síðasta starfsári Kvenréttindafélagsins, svo og samstarf við kvennasamtök hér á landi vegna Kvennaársins og annars sem félögin hafa unnið að í samein- ingu.” Hvað með framtíðarverkefni félagsins? “Stærstu verkefnin sem eru fram- undan eru baráttuhátíðin á Þingvöll- um þann 19. júní og kvennafrídagur- inn þann 24. október sem Kvenrétt- indafélagið stendur að í samtarfi við önnur kvennasamtök. Kvennafrídag- urinn á 30 ára afmæli á þessu ári og til stendur að endurtaka hann, þan- nig að allar konur taki sér frí a.m.k. hluta þessa dags og mæti á kröfuf- undi í jafnréttismálum, eins og gert var á árinu 1975. Þá er útgáfa tíma- rits Kvenréttindafélags íslands sér- stök þetta árið, þ.s. blaðið er gefið út í samstarfí við Morgunblaðið og sent öllum áskrifendum blaðsins á höfuð- borgarsvæðinu. I haust mun Kven- réttindafélagið síðan standa að ráð- stefnu um jafnréttismál í samvinnu við Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar- bæjar svo og fleiri ráðstefnum og fundum eftir því sem líður á veturinn. En helsta verkefni Kvenréttindags- ins allt þetta ár er Kvennaárið, fundii’ og kröfur kvenna sem tengjast því. Sjálf legg ég áherslu á að Kvenrétt- indafélagið leggi áherslu á stöðu kvenna í atvinnulífinu, launamun kynjanna og hlut kvenna í stjórnun fyrirtækja. En þar sem bæjarstjórn- arkosningar eru á næsta ári og síðan þingkosningar árið eftir geri ég ráð fyrir að aukinn hlutur kvenna í stjórnmálum verði aðalverkefni fé- lagsins næstu tvö árin. Hvernig er starfsumhverfi félaga- samtaka sem starfa að jafnréttis- málum? Telur þú að mætti bæta þar úr? “ Það er mín skoðun að nauðsyn- legt sé að bæta starfsumhverfi fé- lagasamtaka hér á landi sem starfa að jafnréttismálum. Ég tel þetta vera býsna einfalt því við erum lang- flest sammála um að jafnrétti kynj- anna hafi ekki enn náðst og staðan í þeim málaflokki þ.a.l. óviðunandi. Vegna þess verður að setja fjármuni og tíma í úrbætur og ef við lítum til sögunnar þá er augljóst að kvenna- samtök hér á landi og þá ekki síst Kvenréttindafélag Islands, hafa verið mikilvæg og nauðsynleg í jafnréttis- baráttunni. Þannig að ef við viljum halda áfram þessari vinnu og ná frek- ari árangri í jafnréttismálum, þá verðum við að gera kvennasamtökum kleift að sinna þeirri vinnu. Öll þessi félög byggja á gífurlegri vinnu sjálf- boðaliða og hana þarf enginn að greiða fyi’ir en það er alltaf nauðsyn- legt að hafa einnig fastan starfsmann hjá frjálsum félagasamtökum sem heldur utan um starfið, sinnir upplýs- ingagjöf á dagvinnutíma og öðru. Það verður þess vegna að tryggja þessum félögum fasta styi’ki til rekst- urs til að starfsemi þeirra leggist ekki af. Hver er staða jafnréttismála í dag? “Ég held að staðan í jafnréttismál- um í dag sé ekki eins góð og hún ætti að vera, ef lögð væri sú áhersla á jafnréttismál og vera ber. Við sjáum á könnunum að sáralítið þokast í að jafna laun kynjanna og þá virðist nánast ómögulegt að breyta hlutföll- um kynjanna í stjórnum og sem stjórnendur fyrirtækja. Við eigum að vera komin miklu lengra í þessum málaflokki, miðað við alla þá umræðu og áhuga sem veittur hefur verið jafnrétti kynjanna undanfarinn ára- tug, bæði af stjómvöldum og almenn- ingi. Það er eins og það séu allir sammála um að jafnrétti kynjanna sé gott og nauðsynlegt, en þegar gerð er krafa um að því sé komið á með einhverjum aðgerðum þá verður lítið af framkvæmdum. En jafnréttismál eru ekkert öðruvísi en aðrir mála- flokkar, það er ekki nóg að hafa góð- an vilja og vera sammála um hvemig best væri að hafa hlutina, það þarf að koma þeim í framkvæmd líka. Einn af þeim málaflokkum sem kemur að jafnrétti kynjanna er of- beldi gegn konum og hvernig brugð- ist er við því í þjóðfélaginu. Þar tel ég að við höfum náð sáralitlum úrbót- um á liðnum áratugum. Það eina sem við höfum náð fram er að tryggja þol- endum ofbeldis einhverja aðstoð, þó hún mætti í sjálfu sér vera betri. Én við þokumst lítt í þá átt að koma í veg fyrir þetta ofbeldi og lýsa vanþóknun okkar á því, eins og ætti að vera hverju sinni. í starfi mínu sem lög- maður þá fæ ég til mín konur sem lýsa ítrekað viðbrögðum fólks við frá- sögnum þeirra af ofbeldi sem eru hreint forkastanleg. Þeim er ekki trúað, það er dregið í efa að ofbeldið hafi í raun verið mjög alvarlegt eða viljandi framið og þá fá þær oft að heyra að þær hafi líklega átt sök á því sjálfar. Þessi viðbrögð fá konur bæði frá fjölskyldum sínum, fagfólki s.s. heilbrigðisstarfsmönnum og sál- fræðingum og lögreglu, og þessi hugsanaháttur finnst mér hafa sára- lítið breyst. Það er von mín að í tengslum við endurskoðun á ákvæð- um hegningarlaga sem varða kyn- bundið ofbeldi þá verði leitað leiða til að bæta rannsókn þessara mála, sak- sókn og þá ekki síst að þeir sem beita ofbeldi af þessu tagi verði ávallt leiddir fyrir dóm. Aðalatriðið tel ég þó vera að bæta hvernig tekið er á málum af þessu tagi þegar þau koma upp, að almenn- ingur, lögregla og aðrir sem að mál- unum koma verði jafn tilbúnir til að trúa að kona hafi orðið fyrir ofbeldi eins og fólk er almennt tilbúið til að trúa ef kona segist hafa verið rænd eða að greiðslukort hennar hafi verið misnotað. Þvi ef sagt er frá tveimur síðastnefndum brotunum þá fá konur yfirleitt ekki spurningar eins og, ertu viss, var það örugglega ekki þér sjál- fri að kenna og t.d. hefur þú ekki bara líka misnotað kort í eigu þessa manns? Ég tel mikilvægt að við horfum bæði til baka á þessu afmælisári og svo fram veginn. Virðum fyrst fyrir okkur hvað áunnist hefur í jafnréttis- málum og ákveðum síðan hvað og ekki síst hvernig við hrindum því í framkvæmd. Þetta voru efnistökin á ráðstefnu KRFÍ sem haldin var í byijun þessa árs, og markaði upphaf- ið á þessu barátttu- og afmælisári kvenna og þetta er það sem við hjá Kvenréttindafélaginu viljum hvetja alla til að gera. Láta hendur standa fram úr ermum og eyða þessum ósanngjarna kynjamun í eitt skipti fyrir öll. Við erum sammála um að kynin eigi að vera jöfn, við höfum öll tækifæri til að koma á þeim jöfnuði og að tími athafna sé að ganga í garð.” eftír Rósu Björk Brynjólfsdóttur 11

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.