19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 42
góðar stelpur, vondar stelpur Góðar 1 ■ 1 H i:7 - IH og vondar stelpur Góða skólastelpuímyndin byggist á ævagömlum grunni í menningu okkar. Hún birtist t.d. í heimspeki Aristótelesar sem taldi það eðli konunnar að vera vanvirk en að maður- inn væri virkur. Hver getur ekki kallað fram mynd í huga sér af góðu, samviskusömu, hljóðlátu, ábyrgu, hlýðnu og hjálpsömu skólastelpunni? Nú hefur staðan breyst, ímynd- irnar eru orðnar fleiri og fjöl- skrúðugari.Enn eimir þó eftir af þessum hugmyndum. Stelpur þykja ennþá talsvert hljóðlátari og samviskusam- ari en drengir þótt Línu Langsokk sé að finna mun víðar en áður. Kill-Bill skvís- an er dæmi um nýjar kvení- myndir síðustu ára. Hér verð- ur rætt um hvernig tengsl og hegðun stúlkna sem og við- brögð umhverfisins mótast út frá þessum fornu hugmynd- um um „eðlilega“ hegðun kvenna. Vinatengsl stelpna byggjast gjarnan á því að vera áreiðanlegar, sýna holl- ustu, öryggi og traust og að deila öllu með sér. Að vera falleg og góð og verða aldrei fúl eða reið eru taldir eftirsókn- arverðir eiginleikar í fari vinkonu. Sú hugmynd að stúikur eigi ekki að sýna reiði eða hörku getur kallað á aðrar leiðir, svo sem baktal, rógburð og úti- lokun,og er það oft tengt við eðli þeir- ra. Fræðimenn hafa hins vegar bent á að þetta stafi fremur af bælingu tilfinn- inga eins og reiði og vonbrigða sem kallar fram árásargirni (aggressiven- ess) sem þær bæla niður þar sem slíkt fellur ekki inn í hugmyndina um góðu skólastelpuna. I hefndarskyni velja stúlkur því frekar duldar aðferðir, svo sem baktal og hunsun, í stað opinskárri viðbragða. I rannsókn minni á orðræðum um kyngervi, völd og virðingu í unglinga- bekk kom fram að baktal þótti meira áberandi meðal stelpnanna en hjá strákunum. Strákar þurfa á hinn bóg- inn síður að fela tilfinningar eins og reiði og vonbrigði sem kallar oft fram afgerandi viðbrögð og ágenga hegðun. Það er búist við slíku af þeim. Sumir halda því fram að þetta hái mörgum konum þegar komið er út í atvinnulífið. Þær hafi aldrei lært að afbera árekstra Áshildi til að vinna með sér í því. Hun bauð sig fram í verkefni ef enginn ann- ar vildi vinna þau og bar gjarnan ábyrgð í hópvinnu. Hún var sérlega samviskusöm, var yfirleitt með hæstu einkunnirnar í bekknum en þessar stelpur kepptu innbyrðis um einkunn- ir. Það kallaði á mikla samviskusemi °S ítarlegar spurningar um námsefnið til kennara. Ashildur spurði hins vegai ekki mikið sjálf en framhleypnari vm- konur hennar sinntu því hlutverki vel- Thelma var eins konar leiðtogi skutl- anna sem að eigin sögn töldu sig ekW eins góðar, þar sem þær byggðu ímyn. sína meira á útliti og tengslum við eldri stráka. Þær virtu ekki eins markvisst reglur hinna fullorðnu og voru ekki eins sáttar við kennarana og foreldra sína. Þær uppfylltu alla þætti góðu skólastelpuímyndarinnar og bættu um betur, lögðu mikið upp úr að líta vel m- Thelma hafði snemma byrjað að mala sig og vera með strákum. Sigga, leiðtoginn í uppreisnarhópn- um, þótti hafa mikið frumkvæði vera bæði fjörug og uppátækjasöin- Það virtist hins vegar ekki nýtas henni til vinsælda út fyrir sinn nánasta vinkvennahóp, m.a. vegna þess að hun var ekki talin „nógu góð stelpa“. Tveir kennaranna hrifust mjög af frumkvæði og gagnrýni og greina ekki á milli per- sónulegra aðdróttana og hversdagslegs ósamkomulags um ýmis mál. Áshildur, Telma og Sigga I unglingadeildinni þar sem rann- sókn mín fór fram skiptust stelpurnar í nokkra vinahópa, góðu stelpumar, skutlumar og uppreisnarstelpur. Lýs- ingin sem hér fer á eftir er að sjálf- sögðu mikil einföldun og um leið ýkt mynd, enda samskipti og valdatengsl flóknari en svo að þeim verði lýst í stuttri grein. Flestir lesendur ættu þó að kannast við ýmislegt úr eigin fari eða bekkjarsystra sinna. Ashildur var ein af góðu stelpunum og féll langbest að ímyndinni um góðu skólastelpuna. Flestum kennumm þótti hún vera fyrirmynd annarra stúlkna í hópnum og sú sem megin- þorri stelpnanna bar mesta virðingu fyrir. Segja má að hún hafi verið full- trúi orðræðunnar um góðu skólastel- puna; góð, samviskusöm, ábyrg, hlýðin og hjálpsöm, tranaði sér aldrei fram en var treyst umfram aðra í ýmis störf innan bekkjarins. Að eigin mati fékk hún helst hól fyrir að vera ábyrg og vinna vel í náminu. Ef upp komu sam- skiptaerfiðleikar hjá stelpunum eða ný stelpa kom í hópinn fékk kennarinn 42

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.