19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 33

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 33
launamunurinn arfélögum, markvissa upplýsingamiðl- Utl í fjölmiðlum um kynbundinn launa- •ýun og orsakir hans, starfsmat og akvæði í jafnréttislögum um launajafn- retti og jafnréttisáætlanir þar sem tek- 'ð er á launamun karla og kvenna. »Ef við tökum til að mynda lög um launajafnrétti, þá eru Svíar með akvaaði um að atvinnurekendum með fO eða fleiri starfsmenn beri að taka saman upplýsingar á hverju ári um kynbundinn launamun og gera áætlun Um hvernig draga eigi úr honum, þan- Ulg að markmiðið um sömu laun fyrir sambærilega vinnu náist. Upplýsingar U|n kostnað og tímasetningar aðgerða e.Jga að koma fram í þessum áætlunum. A flestum Norðurlöndunum hefur ver- farið út í starfsmat en markmið þess er að tryggja sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Starfsmatið er talið áfangursríkt tæki til að leiðrétta kyn- uundinn launamun en þykir hins vegar erfitt í framkvæmd, dýrt og eingöngu á ‘®ri stórra ríkisrekinna fyrirtækja eða stofnana, þar sem engin launaleynd ríkir.“ Hverju telur þú að samræming •Uælinga á kynbundnum launamun &eti áorkað í umræðunni um launa- *nun? »Ég tel að samræming muni leiða til Pess að menn (fólk) afneiti síður að kynbundinn launamunur sé til staðar á lslenskum vinnumarkaði. íslendingar eru fljótir að grípa til persónubundinna skýringa til að réttlæta kynbundinn •uunamun og slíkar skýringar gera mörgum konum erfitt fyrir í barátt- unni fyrir launaleiðréttingu. Samhæfð- ar mælistikur á kynbundinn launamun á Norðurlöndunum munu einnig varpa Ijósi á stöðu einstakra landa hvað launajafnrétti varðar. Niðurstöður samanburðar á t.d. stærðargráðu kyn- bundins launamunar á Norðurlöndun- um eru mikilvægar sem tæki til að þrýsta á stjórnvöld, aðila vinnumark- aðarins og atvinnurekendur um mark- vissar aðgerðir. I dag eru ekki til sam- bærilegir mælikvarðar á kynbundinn launamun á Norðurlöndunum. Mis- jafnt er hvort löndin nota heildarlaun eða regluleg laun og hvort leiðrétt sé fyrir reglulegar vinnustundir (án yfir- vinnu) eða unnar vinnustundir (með yf- irvinnu). Þessi munur á launum og vinnutíma skekkir samanburð á launamun karla og kvenna á Norðurlöndunum. Þær tölur sem við höfum frá hagstofunum um óleiðréttan kynbundinn launamun á Norðurlöndunum eru líka góð vís- bending um þróunina og þær sýna að lítil sem engin breyting hefur orðið á því tímabili sem verkefnið nær til eða frá 1998. M.ö.o. umtalsverður launa- munur karla og kvenna er orðinn að nokkurs konar „náttúrulögmáli" á Norðurlöndunum, þrátt fyrir mikla at- vinnuþátttöku, aukna menntun kvenna og stöðugt víðtækari löggjöf sem koma á í veg fyrir að fólki sé mismunað á grundvelli kynferðis." Lilja nefnir að samtök atvinnurek- enda þrýsti mjög á um að launamunur karla og kvenna sé leiðréttur fyrir mis- munandi starfsaldur, menntun og störf í því augnamiði að bera saman laun fólks með samsvarandi menntun í sam- bærilegum störfum. Ein meginástæða kynbundins launamunar er að konur og karlar eru ekki í sömu störfum. Töl- fræðiaðferðin sem notuð er til að leið- rétta kynbundinn launamun skýrir hins vegar ekki hvers vegna konur og karlar eru í mismunandi störfum held- ur gerir ráð fyrir að valið sé einstak- lingsbundið eða frjálst. Konur eru hins vegar í öðrum störfum en karlar og kvennastörf eru af einhverjum ástæð- um ekki talin jafn verðmæt og hefð- bundin karlastörf. Telur þú að umræðan um mismun- andi tölur um kynbundinn launamun geri baráttuna fyrir jöfnum launum kynjanna erfiðari? „Já, umræðan á undanförnum árum hefur snúist of mikið um að finna þætti sem útskýrt geta launamun karla og kvenna. Allt til að minnka og jafnvel eyða launamuninum, þannig að vanda- málið einfaldlega hverfi. Samtök atvinnurekenda og margir hagfræðingar á Norðurlöndunum hafa að okkar mati gengið of langt í að reyna að skýra kynbundinn launamun burt með annars vegar mjög ófull- komnum upplýsingum um laun og vinnustundir og hins vegar aðferðum sem aðeins staðfesta tölfræðilegt sam- band milli t.d. starfa og launa en gefa okkur engar skýringar á þessum tengslum. Við erum komin á leiðar- enda í þessari tilraun að skýra burt launamun karla og kvenna með sífellt fleirum órökstuddum þáttum. Kyn- bundinn launamunur er afleiðing flók- ins samspils staðalímynda um karlfyr- irvinnuna, kynskiptingu vinnumarkað- arins og kerfisbundins vanmats á störfum kvenna. Launajafnrétti snýst fyrst og fremst um réttlæti en ekki um réttlætingu á launamismunun.“ Þegar Lilja er spurð um launaleynd svarar hún því til að henni finnist mjög mikilvægt að útrýma launaleynd til að minnka kynbundinn launamun sem hefur verið alltof lengi við lýði. „Ég held að hægt væri að ná miklum árangri ef gegnsæi ríkti hvað varðar laun á hinum almenna vinnumarkaði. I dag eru margir atvinnurekendur sér ómeðvitandi um að þeir hafi brotið lög með því að greiða mismunandi laun fyrir sambærilega og í sumum tilfellum fyrir sömu vinnu, því þeir taka ekki saman upplýsingar um kynbundinn launamun í fyrirtækinu sínu. Margar konur hafa jafnframt mjög ófullkomnar upplýsingar um laun karla, þar sem þær vinna á kvenna- vinnustöðum en þar eru laun oft tölu- vert lægri en á hefðbundnum karla- vinnustöðum. Afnám launaleyndar myndi ósjálfrátt leiða til þess að bæði konur og karlar gætu farið í launavið- tal með einhver haldbær rök í fartesk- inu fyrir því að fá hærri laun. Launa- leyndin hefur stuðlað að því að kyn- bundinn launamunur hefur ekkert minnkað síðastliðin ár.“ eftir Rósu Björk Brynjólfsdóttur 33

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.