19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 31

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 31
kynbundið ofbeldí Kynbundið ofbeldi og konur af erlendum uppruna Konur af erlendum uppruna sem búa með íslenskum ^Önnum eru yfirleitt háðari ftökum sínum en íslenskar konur. Þær búa oft við óvið- unandi aðstæður þegar upp koma vandamál í hjónabönd- uni þeirra. Það er meiri hðetta á að þær einangrist á heimilum, sökum þess að baer þekkja ekki rétt sinn, tala ekki íslensku og finna ^yrir vanmætti gagnvart sam- ^élaginu. Þetta skapar valdamisvægi sem ofbeldis- uienn eiga auðvelt með að ^ðera sér í nyt. Samkvæmt upplýsingrim Kvenna- ^thvarfsins eru erlendar konur á bil- •nu 22-38% allra þeirra kvenna sem ^veljast þar, og flestar þeirra eru að %ja íslenskan eiginmann sinn. Þetta há prósentutala ef tekið er tillit til Pess að erlendar konur eru 3,75 % hvenna sem búsettar eru á landinu. Hluti af skýringunni á þessari háu Jölu er eflaust sú að erlendar konur hafa oftast ekki aðgang að sama tengslaneti og íslenskar konur sem efu að flýja heimilisofbeldi. Þær eiga síður fjölskyldu og vini hérlendis sem geta skotið yfir þær skjólshúsi ef þær þurfa á því að halda. Hins vegar er ehki hægt að segja með vissu hversu niargar erlendar konur hér á landi hafa alls ekki samband við umheim- ^nn og leita sér því ekki aðstoðar. Réttarstaða erlendra kvenna sem skilja við eiginmenn sem beita þær °fbeldi er ekki nægilega skýr, þar sem samkvæmt núgildandi útlend- ingalögum er dvalarleyfi þeirra í sum- Um tilvikum bundið við maka. Konur eru þess vegna hræddar um að verða sendar úr landi ef þær slíta samvist- Um við eiginmennina og þurfa því að þola meira ofbeldi. Rétt er að taka fram að pkki er vit- nð um neitt dæmi þess að Útlendinga- stofnun hafi viísað erlendri konu úr landi vegna þess að hún hafi flúið of- beldisfullt samband á meðan dvalar- leyfi hennar hér á landi var bundið sambúð. Hins vegar vita margar er- lendar konur sem búa við ofbeldi ekki um það og þora þess vegna ekki að leita sér hjálpar. I frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga sem Vinstri-grænir hafa lagt tvisvar sinnum fram er lagt til að „veita má maka, sambúðarmaka og samvistar- maka, sem dvalið hefur í landinu á grundvelli 13. gr., búsetuleyfi við skilnað að borði og sæng, lögskilnað, slit sambúðar eða samvistar. Þarf hjúskapur, staðfest samvist eða skráð sambúð að hafa varað í a.m.k. tvö ár. Vikja má frá skilyrði um tveggja ára hjúskap, staðfesta samvist eða skráða sambúð hér á landi ef rekja má skilnað, slit sam- búðar eða samvistar til ofbeldis hins makans.“ Frumvarpinu hefur tvisvar sinnum verið visað til umfjöllunar í allsherjar- nefnd Alþingis en hefur ekki verið af- greitt þaðan. Það væri mikil réttarbót fyrir kon- ur af erlendum uppruna í ofbeldis- samböndum ef þetta frumvarp yrði að lögum. Auk þess er þarft verk að vinna við að efla upplýsingagjöf til kvennanna um réttindi þeirra og úr- ræðin sem eru í boði. Nauðsynlegt er að finna leið til að upplýsa þær um allar birtingarmyndir ofbeldis og að þær ættu alls ekki að sætta sig við það. eftir Tatjönu Latinovic „Austurríska leiðin" Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur nokkrum sinnum lagt fram frumvarp á Alþingi um svo- nefnda „austurríska leið“ í heimilisof- beldismálum.Frumvarpið felur í sér aukna heimlld lögreglu til að fjarlægja menn af heimilum sínum ef þeir hafa beitt fjölskyldumeðlimi ofbeldi og setja á þá nálgunarbann í skemmri tíma, burtséð frá því hvort þolandinn vill það eða ekkl. í dag getur þolandi eða lögregla sótt um nálgunarbann á ein- staklinga en það hefur verið gagnrýnt fyrir að vera þungt í vöfum. Dómstólar geri miklar kröfur um sönnun á að bannsins sé þörf. í rökstuðningi með frumvarpi Kolbrún- ar kemur fram að þetta hafi reynst mjög vel í Austurríki en lögin tóku gildi þar árið 1997. Menn yfirgefi yfir- leitt lieimili sín mótþróalaust og þakki lögreglunni jafnvel fyrir. Bent hefur verið á að meginforsenda fyrir góðri reynslu löggjafarinnar í Austurríki sé hversu vel er hlúð að bæði gerendum og þolendum. Boðið er upp á meðferð, þjónustu sálfræðings og lögfræðings og ofbeldismennirnir fá þak yfir höfuð- ið meðan á ferlinu stendur. 31

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.