19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 45

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 45
femínisti hugsar upphátt Ég hef lengi skilgreint sjálfa mig sem femínista. Ég hef ekki verið feimin við að nota orðið. Það hefur hreinlega fyllt mig stolti að segja, ég er femínisti. Mér finnst það jafngilda því að vera kona. Margir eiga erfitt með að skilja þetta orð. Sumum stendur jafnvel ógn af því. Ég skrifa það venjulega á reikn- lng vanþekkingar pg hef ekki meiri áhyggjur af því. Ég hef hins vegar Weiri áhyggjur af því að ég stend mig oftar að því að eiga í raunverulegum skoðanaágreiningi við aðra femínista fremur en þá sem er illa við orðið. Éannski ekki skrýtið því hugtakið fem- úiismi rúmar ákaflega breiðan kvarða hugmynda um kynin tvö. Það er til að niynda áberandi í femínískri umræðu í ^ag að hafna öllum kenningum um náttúruval og tvíhyggju á grundvelli fcess að slíkar hugmyndir bindi kynin á klafa. Þróunarkenningin er skemmtilegt daami um slíka kenningu. Hún hefur °ft verið notuð til að réttlæta þá skoð- Un að karlmaðurinn sé sterka kynið. Samkvæmt þeirri útfærslu er það álíka oðlileg þróun náttúrunnar að mann- kynið tróni á toppi fæðupýramídans og að karlmaðurinn fari með öll völd í samfélaginu. Aukinn líkamlegur styrk- Ur hans tryggir tegundinni viðgang og árangur. Auðvitað er þessi útlistun hin niesta rökvilla en hún gerir síður en svo út af við þróunarkenninguna líkt °g sumir femínistar vilja meina. í raun styrkir hún femínískt sjónarhom á kenninguna og sýnir enn betur fram á Sildi hennar. Með beitingu líkamlegs aflsmunar undistrikar karlmaðurinn sem mest hversu stutt hann er kominn a veg í þróuninni og hversu lítið greinir kann frá öðrum skepnum. Fjöldamarg- ar skepnur búa yfir meiri líkamlegum aflsmunum en maðurinn og því má ðraga þá ályktun að kenningar sem þessar séu fremur byggðar á einhvers konar minnimáttarkennd en stað- reyndum. Staðreyndin er sú að það er allt ann- ar eiginleiki sem hefur tryggt tegund- inni viðgang og yfirburðarstöðu og sá er í hrópandi andstöðu við líkamlegan yfirgang. Það sem hefur tryggt teg- Undinni toppsætið er sú einfalda stað- reynd að mannskepnan, af öllum skepnum, sýnir afkvæmum sýnum um- Vggju langt um lengur en nokkur °nnur tegund á jarðkringlunni. I reynd lýkur sambandi mannsins við afkvæmi sitt ekki fyrr en með dauðanum. Sú áralanga umhyggja sem afkvæminu er sýnd styrkir það og auðveldar því að fakast á við lífið og viðhalda stöðu sinni 1 Pýramýdanum. ^ess vegna er það ákaflega skrítið °g í raun óskiljanlegt að í samfélagi nú- fijnans skuli umönnunarhlutverkinu sýnd sú vanvirðing sem raun ber vitni. Það er aftur á móti ákaflega skiljanlegt að á sama tíma skuli mannlegum gild- uni hnigna. Samfélagið þarf með áverju árinu að takast á við frekari erf- 'ðleika og vandamál tengd tilfinningar- °ji foreldra og barna, virðingarleysi við afdraða og sjúka og almennu afskipta- leysi. Hnignun mannlegra gilda er aug- ljós afleiðing samfélags sem vanvirðir mikilvægustu hlutverk sín. Samfélags sem skilgreinir með peningum hvað er mikilvægt og hvað ekki. Hvað telst til ábyrgðar og hvað ekki. Samfélags sem skilur ekki náttúruna heldur reynir af vanmáttugri minnimáttarkennd eða hreinu mikilmennskubrjálæði að stýra henni. Þegar maður sem handleikur dauða hluti allan daginn, telur peninga eða raðar á lager, er talinn bera meiri ábyrgð og sinna verðmætara starfi en þær stéttir sem annast, sjúka aldraða og börn er augljóst að hnignun mann- legra gilda verður niðurstaðan. Einhverntíma í upphafi femíníski-ar baráttu voru umönnunargildin í önd- vegi. Fyrstu íslensku kvenréttindakon- urnar lögðu áherslu á að koma börnun- um af götum Reykjavíkur og umönnun sjúkra og aldraðra. Þá unnu konur inni á heimilunum og sinntu þessum störf- um launalaust. í dag vinna konur utan heimilanna og sinna þessum störfum fyrir skamm- arleg laun. Hvað hefur í raun breyst? Jú, börnin okkar eru nú alin upp af sérfræðingum. Þau hafa hlotið hinn kommúníska dóm að vera alin upp á stofnunum í átta klukkustundir dag- lega, sum jafnvel lengur. Kostnaði við þetta mikilvæga starf er haldið niðri með öllum ráðum og stofnanir eins og Leikskólar Reykjavíkur stæra sig af því að hafa ekki þurft aukafjármögnun í áraraðir. Dregið hefur verið úr kostn- aði við mötuneyti, bamgildum aukið við hvern starfsmann og efniskostnaði stillt í hóf. A sama tíma eykst kostnað- ur við heilbrigðiskerfið í meðferð vegna geðraskana ár frá ári og vegna lélegs mataræðis og færri og færri Is- lendingar fást til að sinna umönnunar- störfum inni á elliheimilum landsins. Mér er ekki fyllilega ljóst hvers vegna femínísk barátta snýst ekki lengur um þessi grunngildi umhyggj- unnar. Ég átta mig ekki fyllilega á því hvers vegna konur í stjórnunarstöðum njóta meiri athygli en allar konurnar í umönnunarhlutverkunum. Ég átta mig ekki alveg á áherslum þriðju bylgju femínista og forgangsröðun. Kannski byggist hún á þeirri trú að þróunar- kenningin sé í andstöðu við femínísku gildin og betra sé að berjast á öðrum vígstöðvum þar sem barist er um pen- inga og völd. I mínum huga er það eins og að leggja upp laupana og gefast upp. Þá er hin femíníska barátta þegar töpuð og hið karlrembulega sjónarhorn á þróunarkenninguna reynist réttari lýsing á raunveruleikanum, þrátt fyrir allar rökvillur. eftir Ernu Kaaber 45 Hvað varð um umhyggiu

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.