19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 13

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 13
konur og viðskipti Halla Tómasdóttlr seglr vinnumennlnguna vera úrelta hér á landl Ekki nóg að breyta konum, krefjast jafnréttinda og fagna fjölbreytni! Halla Tómasdóttir, lektor við Há- skólann í Reykjavík og fyrrverandi framkvæmdastýra Auðs í krafti kven- j^a, segir umræðuna um misjafna stöðu kynjanna í viðskiptalífinu sé að mörgu jeyti ekki nógu djúp og vill breyta nenni. >»Við höfum einfaldað umræðuna of jhikið og einblínt um of á það af hverju júutirnir ei’u svona. Ég held að við þurfum að færa okkur lengra og brey- ta þessu. Ég held að tímapunkturinn kannski kominn núna. Það liggur iyrir nokkuð mikil þekking á því að það er misjöfnun og tölur sýna að kynin hafa ekki jafnan rétt í viðskiptalífinu. Það eru til nokkrar leiðir til að horfa á stöðu kynjanna. Ein leiðin til að horfa á hlutina er að breyta konunum sjálf- um. Það hefur mikið verið hamast við að breyta konum og ég hef sjálf tekið þátt í verkefnum eins og Auð í krafti kvenna sem vinna að því að efla kon- urnar. En ég held að það sé ekki nóg því kannski vilja konurnar ekki láta breyta sér. Það hefur gerst víða um hinn vestræna heim, og jafnvel hér á landi, að þó nokkuð margar konur velja að fara út úr atvinnulífinu jafnvel þeg- ar þær eru komnar í háar stöður. Það er mikið talað um þetta í Bandaríkjun- um og í Bretlandi, minna er talað um þetta hérna en ég þekki nokkur dæmi þar sem háttsettar konur í atvinnulíf- inu velja að hætta þegar þær eru komnar mjög langt. Karlar í kringum mig hafa oft bent á þessar konur og segja: „Sérðu! Konurnar þola ekki það sem þarf!“ Það er mjög erfitt að svara þessu. Mín skoðun er sú að þessar kon- ur þoli það sem þarf en velji að vera ekki þátttakendur. Þar sem ég set hins vegai’ stóra spurningarmerkið er hvort það sem krafist er af fólki til að ná ár- angri í viðskiptalífinu sé endilega nauð- synlegt. Staðreyndin er sú að það eru til konur sem velja það að vera ekki eins og karlmenn og taka þátt í við- skiptalífinu á þeim forsendum sem gert er í dag. Önnur leið er að benda á að það eigi að vera grundvöllur fyrir jöfn tækifæri fyrir alla. Þetta fór bar- átta svertingja í gegnum og margir minnihlutahópar hafa barist fyrir rétt- indum sínum á þessum forsendum. Ég held að það hafi fremur skilað bakslagi en skrefum áfram eins og umræðan um kynjakvóta í stjómum fyrirtækja og í stjómunarstöðum skilar ákveðnu bakslagi líka. Ég held að þegar sett em lög og reglur til að leiðrétta þessi mál, þá finni fólk alltaf leiðir í kringum lögin og reglurnar og undirliggjandi mismununin er ennþá til staðar. Ég þekki það sjálf frá því að ég starfaði í Bandaríkjunum sem starfsmannastjóri þar sem em stífar reglur um „affir- mative actions" í fyrirtækjum. Þar fengu konur sem komust í háar stöður oft þann stimpil á sig að hafa ekki náð þangað á verðleikum sínum heldur bara af því þær væru konur. Mín skoð- un er því sú að þetta leiði af sér heil- mikið bakslag. Þriðja nálgunin og sú sem ég var hlynntust lengst af og sú sem Auður í krafti kvenna reyndi að byggja á, var að við þurfum á konunum að halda líka. Það er ekki nóg að hafa karlana sem hugsa á ákveðinn hátt, heldur líka konur sem hugsa öðm vísi. Nálgunin er að fagna fjölbreytninni því við þurfum á henni að halda. Ég er persónulega á þeirri skoðun að við þurfum fjölbreytni, hún er góð og flest- ar rannsóknir sýna að fjölbreytni í ákvarðanatöku er af hinu góða.“ Breytum vinnumenningunni Halla heldur áfram af miklum eld- móð og segir að við þurfum að ganga lengra en það krefjist dýpri og erfiðari umræðu sem margir eigi erfitt með að skilja. „Við eigum að setja spurningar- merki við þá viðskipta- og vinnustaða- menningu sem við höfum búið til. Spyrja okkur sjálf að því hvort hún sé sú besta sem til er. Hvort hún skili okkur þeim besta árangri sem við vilj- um ná í atvinnulífinu. Og ég er ekki sannfærð um að þau norm og gildi séu best, eins og að vera í vinnunni sem lengst og vinna sem mest. Að sýna sem mesta hörku og vera einn af þeim ein- staklingum sem berjast mest gegn hin- um sé mesti kosturinn í viðskiptum." Halla tekur undir vangaveltur blaða- konu 19. júní um að umræða um vinn- umenningu hér á íslandi sé ekki nógu langt á veg komin þegar hluti af skil- greiningu þjóðarímyndar er að stæra sig sífellt af því hvað við séum dugleg, að atvinnuþátttaka kvenna sé með mesta móti og vinnustundir í viku séu hér flestar. Fjölskyldustefna fyrirtækja skiptir máli Halla segir að það sé mikill vöxtur í íslensku viðskiptalífi og leggur áherslu á að þau fyrirtæki sem eru að vaxa sem mest þurfi á konum að halda ef þau vilja hæfasta fólkið. „Konur hafa verið í meirihluta þeir- ra sem mennta sig um langt skeið og oft á tíðum eru þær betur menntaðar en karlar. Fyrirtæki vilja hæfasta starfsfólkið svo að þau hljóta að vilja skapa þá vinnustaðamenningu sem hugnast konum. Það er mjög slæmt fyrir fyrirtæki sem fjárfesta í konum þegar þær komast í hæstu stöður en vejja síðan að fara frá fyrirtækjunum. Þá hljóta forsvarsmenn fyrirtækjanna 13

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.