19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 43

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 43
góðar stelpur, vondar stelpur hennar og töldu hana tvímælalaust eafa mestu leiðtogahæfileikana af stel- Punum. Hún átti hins vegar enga ^öguleika á slíkum frama í hinum stelpnahópunum. Sigga var dugleg að svara fyrir sig, Pseði gagnvart kennurum og nemend- 11 m, og lá ekki á skoðunum sínum, sem hiargar þóttu nokkuð ögrandi. Hún Serði út á þá ímynd að vera ekki sam- 'nskusöm en gekk vel í námi. Hún og stelpurnar í hópnum hennar áttu það sameiginlegt með skutlunum að eiga í astarsamböndum við eldri stráka og syna sumum kennurum og foreldrum talsverða andspyrnu. Sigga var leið- t°ginn í uppreisnarhópnum sem barð- íst gegn góðu skólastelpuímyndinni. Meðvitund kennara Það skiptir miklu máli hvaða hug- Joyndir kennarar hafa um æskilega "egðun og hvernig þeir bregðast við stelpum og strákum í kennslustofunni. °ent hefur verið á að margir kennarar Oftibuna stelpum fyrst og fremst fyrir ýktustu gerð af kvenleika. Rannsóknir oafa sýnt að kennarar telja auðveldara aÖ stjórna stelpum og lýstu þeim m.a. sem vanvirkum, viðráðanlegum, undir- gefnum, kurteisum og hjálpsömum og Pær hlýddu iðulega án spurninga. I annarri rannókn á samskiptum í kennslustofunni var virkum stelpum Jhun oftar en strákum sagt að vera Wjóðlátari, tala af mýkt eða nota vin- Qarnlegri rödd, jafnvel þótt strákarnir Væru háværari. Eins hefur komið fram að stelpur sem hafa sig mikið í frammi, e*ns og Sigga, eru dæmdar mun harðar ®n drengir sem hegða sér með sama nætti af því að þær eru að fara út fyrir °skráð mörk um viðtekna ímynd góðu skólastelpunnar. Á hinn bóginn er oft- ar búist við slíkri hegðun af strákum og hún því frekar umborin. Fram- nleypnar stelpur í bekknum fengu á Slg stimpla að vera frekjur eða athygl- lssjúkar en engum dreng var lýst á Pann hátt. Sumar stelpur reyna að auka völd sJn með því að vera í nánu sambandi v'ð kennarann, þ.e. hafa eftirlit með oðrum nemendum, og reyna þannig að nafa hag af hugmyndinni um góðu akólastelpuna. Það hamlar þeim sjálf- nni í að ögra eða fara út fyrir reglur- arnmann og veldur um leið valdaleysi og undirgefni við kennarann. Á hinn noginn reynist kennaranum erfiðara að avíta þær eða gagnrýna út af öllu því Ser,i hann á undir þeim. Kennarar eiga Pað til að setja „góðu stelpurnar“ í það hlutverk að halda erfiðum nemendum, Qarnan strákum, að verki, og leggja á Pær að bjarga ýmsum samskipta- vanda. Gott dæmi um slíkt er saga JUóður sem ég þekki. í bekk dóttur honnar er einhverfur drengur sem oft- ast er látinn vinna í hópi með stelpun- Urn, helst einhverjum af „góðu stelpun- Urtl“> þar sem strákarnir taka síður til- U1 hans. í stað þess að þjálfa upp Samskiptahæfni og umhyggjusemi hjá sti'ákum eru þessar stelpur sem þurfa ekki þjálfunar við settar í hlutverkið Sem þær kunna svo vel. Rannsóknir hafa sýnt að margir því þar sem umhverfið umbunar fyrir slíkt háttalag. Líklegt er að það skapi vinsældir í mörgum stelpuhópum g þær fá hrós frá fullorðnum sem standa þeim nærri. Þær öðlast frekar sess hjá kennurum og er treyst betur en öðr- um. Þær læra að taka ábyrgð en um leið að fórna sér ef aðstæður eru slíkar. Hins vegar vinna þær síður úr nei- kvæðum tilfinningum, svo sem reiði, kvíða og hefniþörf, og velja því oft óbeinar leiðir til þess. Þær þjálfast markvisst í fórnfýsi, samviskusemi og umhyggjusemi. Nú er ég ekki að segja að þessir eiginleikar séu neikvæðir, heldur er öllum, bæði stelpum og strákum ,hollt að þjálfa slíkt með sér en í hæfilegum mæli. Of mikil áhersla á samviskusemi getur leitt af sér full- komnunarái'áttu sem birtist m.a. í því að eyða miklum tíma í öll skólaverkefni hvort sem þau eru áhugaverð, ánægju- leg og lærdómsrík eða ekki. Allt kapp er lagt á einkunnir án þess að velta fyr- ir sér innihaldi námsins. Leiðbeining- um og reglum er fylgt án gagnrýni og látið vera að taka þátt í almennum um- ræðum af ótta við að segja eitthvað heimskulegt og svo mætti áfram telja. Notum hvert tækifæri sem gefst til að hrósa „góðu stelpunum" fyrir áræði, afgerandi skoðanir og hæfilegt kæru- leysi. eftir Berglindi Rós Magnúsdóttur kennarar telja ímyndina um góðu stel- puna almennan mælikvarða á góða hegðun annarra stelpna. Þeir hæla þeim sérstaklega fyrir þessa þætti, sýna þeim meira traust og leggja á þær mein ábyi'gð. Svo er folk hissa á kynbundnu starfsvali og að stelpur „velji sér“ umönnunarstörf í meira mæli en strákar. Að lokum En af hverju sækja stelpur í að upp- fylla þessa ímynd? I stuttu máli má segja að margar stelpur sjái sér hag í Heimildir Rannsóknir sem vísað er til má finna í eftirfarandi heimild: Berglind Rós Magnúsdóttir. (2003). Orðræður um kyngervi, völd og virðingu í unglingabekk. Óbirt ritgerð, Háskóli íslands, Ueykjavík. 43

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.