19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 6

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 6
yngsti feministinn Brynja Halldórsdóttir ætti auðvelt með að sýna þeim sem kvarta yfir litlum áhuga ungs fólks á samfé- lagsmálum að ekki er allt ungt fólk áhuga-og skoð- analaust. Brynja verður 15 ára á þessu ári en þrátt fyrir ungan aldur er hún virk í alls kyns félagsstörfum. Hún situr í Ungmennaráði Miðborgar og Vestur- bæjar og er í Reykjavíkurráði ung- menna sem samanstendur af fulltrúum átta ungmennaráða, starfar með Ung Vinstri Grænum og hefur þegar tekið mikinn þátt í jafnréttisbaráttunni. Hún er yngsti félagi í Feministafélaginu en þar hefur hún verið atkvæðamikil í ungliðahópi og í staðalímyndarhópi fé- lagsins. Brynja er fyrst innt eftir því af hver- ju hún hóf að starfa með Feministafé- laginu. “ Ég bjó erlendis þegar Femin- istafélagið var stofnað og kom ekki inn fyrr en félagið var búið að vera til í 10- 11 mánuði en hef verið með síðan. Ég vissi af tilvist ungliðahópsins og að til væri félag fullt af feministum þar sem ég gæti látið til mín taka. Ungliðahóp- urinn var nú ekki svo virkur fyrsta árið en við tókum okkur til og erum búin að halda mánaðarlega fundi þar sem ýmis málefni eru rædd. Þeir hafa verið frek- ar vel sóttir enda höfum við fengið fína fyrirlesara á fundina. Svo starfrækjum við heimasíðu og fáum blómlegar um- ræður inni á henni og margar heim- sóknir.“ Hversu margir eru í ungliðahóp Feministafélagsins? „Við erum nokkrir tugir félaga af báðum kynjum en um 10-15 manns eru virkir og það hafa mætt fimm til þrjátíu manns á fundi hjá okkur.“ Hafðir þú látið til þín taka áður í jafnréttisumræðunni? „Einungis í um- ræðum og svo hafði ég lítillega skrifað um þessi mál í Veru og Moggann rétt áður en ég byrjaði í Feministafélag- Hún segir að það sé rétt að ungt fólk sé ekki nógu virkt í umræðunni en seg- ir að hún vilji uppræta það með ein- hverjum lausnum. Telur þú að fyrirmyndir skipti máli? „Já, ég hef tekið eftir því að börn sem eiga skoðanafasta og jafnvel pólitíska foreldra hika síður við að segja skoðan- ir sínar. Mér fínnst uppeldið enn og aftur skipta mestu máli.“ Það kemur ekki á óvart að Brynju langar helst að hella sér út í stjórnmál í framtíðinni. „Ég hef svo vítt áhuga- svið en stjórnmálafræði, sagnfræði og kynjafræði heillar mig mikið.“ En hvernig sér hún framtíðina fyrit' sér ? „Ég vil að laun kynjanna verði sem jöfnust og að störf kynjanna verði met- in að verðleikum," svarar Brynja án umhugsunar. Það er enda Ijóst að við eigum eftir að heyra meira frá Brynju Halldórsdóttur í framtíðinni. Kynslóðabll femlnlsta skiptir lltlu máll inu.“ En hvað varð til þess að þú fórst að hugsa um jafnréttismál? „Mamma mín er mikill feministi og hún er náttúrlega mín fyrirmynd í líf- inu. Ég hef séð það sjálf að það er ákveðið óréttlæti milli kynjanna og ég vil uppræta það.“ Þegar Brynja er spurð hvort einhver sérstakur málaflokkur jafnréttismála liggi henni þungt á hjarta er hún fljót til svars en segir að málin séu mörg. „Launamunur kynjanna, alls konar kynímyndir, klámvæðingin sem tröllr- íður öllu og hvetur kannski til bæði kynbundins ofbeldis og brenglaðra staðalímynda kvenna sem birtast út um allt eru allt hlutir sem ég hef horft mest til.“ En hverjar telur Brynja að helstu lausnirnar séu til að uppræta kynja- misrétti? „Það er umfram allt aukin fræðsla," segir Brynja ákveðið. „Til dæmis held ég að ef eitthvað uppræti klámvæðingu sé það aukin og opnari umræða um kynlíf. Mín tillgáta er sú að klám hafi orðið til vegna þess að umræðan er svo lokuð. Þá fer fólk að gera eitthvað lítið og ljótt bak við lukt- ar dyr. Fræðsla og það að geta sett sig í spor annarra held ég að hjálpi mest. Svo skiptir uppeldi fólks líka miklu máli. Mér finnst að það ætti að fræða foreldra um hvernig þau geti alið upp börnin sín á jafnréttisgrundvelli." Aðspurð hvemig vinahópur Brynju taki í það að hún sé virkur feministi svarar hún því til að stór hluti vinahóps síns sé með fordóma út í hvað starf hennar gengur út á í félaginu. „Þá er sagt að við séum nöldrandi, kynkaldar, loðnar kerlingar með yfirvaraskegg,11 segir Brynja og hlær og segir þessa fordóma koma fram hjá báðum kynj- um. „Annars á ég líka vini í Feminista- félaginu sem skilja mig fullkomlega.“

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.