19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 22

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 22
| vert að minnast á kvennaári_ 35 ár frá stofnun Rauðsokka Ljósmynd: Gunnar V. Andrésson Konur á rauðum sokkum, hittumst á Hlemmi klukkan 12.30! I apríl 1970 þrammaði danskur kvennahópur er kallaði sig Rpdstrpmp- erne eftir Strikinu í Kaupmannahöfn og var skrýddur risabrjóstum, gríðar- legum höttum, gerviaugnahárum og rauðum sokkum. Þessi aðgerð vakti gífurlega athygli fjölmiðla, einnig hinna íslensku. Fréttir höfðu einnig borist af aðgerðum kvenna prýddum rauðum sokkum í New York, en sá hópur kallaði sig New York Redstoc- kings og tók til starfa 1968. Hinn óhefðbundni hollenski hópur Dolle Mina, sem kom fram á sjónarsviðið í byrjun árs 1970, vakti einnig mikla at- hygli. Ekki leið á löngu þar til hugmyndir rauðsokkakvenna bárust til Islands og í lok apríl 1970 kom saman hópur ungra kvenna í kjallara Norræna húss- ins til að ræða stöðu kvenna á Islandi og jafnframt aðgerðir til að vekja al- menning. Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur og fyrrverandi kennari, var ein af stofnendum Rauðsokkanna og ein af þeim sem stungu upp á að konur legðu niður störf. Hún sagði í samtali við 19. júní að í öllu umstanginu í kringum Rauðsokkustarfið hafi allir verið á valdi þess aukakrafts sem umlék þenn- an tíma. Hún segir svo frá hvernig hugmyndin að fundi Rauðsokka í Nor- ræna húsinu kviknaði, í viðtalsbók Kristínar Marju Baldursdóttur við hana sem nefnist Mynd af konu. „í apríl bárust óljósar fréttir af upp- þoti í Kaupmannahöfn. Konur á rauð- um sokkum sem kölluðu sig Rauðsokk- ur voru með uppsteyt. í dönsku tíma- riti sem ég keypti og sem Kiaus Rif- bjerg ritstýrði, komu myndir af Rauð- sokkum á strætum úti. [...] Ég kom með blaðið upp í skóla og var að sýna stelpunum, Onnu Njálsdóttur og Helgu Gunnarsdóttur, og þá sagði Helga við mig: Ó, hvað ég vildi að við gætum gert eitthvað svona hérna. [...] A leiðinni heim er ég að hugsa þetta og þá skaut hugmynd upp í kolli mér. Ég var komin að Alþingishúsinu og var að beygja inn í Vonarstrætið þegar ég stoppaði. Og ég hélt mér í staur sem var þama og sagði: Góði guð, taktu þessa hugmynd frá mér.“ (Mynd af konu, bls. 91.) Hugmynd Vilborgar sem hún bað guð að taka frá sér var að fá gríðarlega styttu af Venusi sem notuð var í upp- setningu leikfélags MR á Lýsiströtu og safna saman konum til að bera stytt- una í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí sama ár. Vilborg var ekki bænheyrð og þegar hún viðraði hugmyndina við aðr- ar konur var eins og fjöldi kvenna hefði beðið eftir merki. Alls staðar spruttu upp konur sem vildu taka þátt og hald- inn var fundur í kjallara Norræna 22 Konur kreljast /afnréttis á vtð karla ÍKvennafrfl 1975. Það voru m.a. Rauðsokkur sem áttu frumkvæðlð að deginum. hússins eins og fyrr segir. Vilborg seg- ir svo frá fundinum sjálfum í sömu bók: „Við héldum svo fund hérna í Norræna húsinu, sátum á gólfinu um þrjátíu konur og skipulögðum aðgerðir okkar á verkalýðsdaginn. Við höfðum talað um það í símanum að vera í rauðum sokkum og þannig búin til fótanna mætti Hildur Hákonardóttir til að sýna okkur hvernig þetta myndi líta út. Við skoðuðum hana í krók og kring og dáð- umst að sokkunum rauðu. Þetta voru fagurrauðar sokkabuxur, ansi magnað- ar.“ (Mynd af konu, bls. 92.) Vilborg fór svo sjálf með auglýsingu í Ríkisútvarpið hinn 1. maí sem hljóð- aði svona: „Konur á rauðum sokkum, hittumst á Hlemmi klukkan 12.30“, og þannig hvatti rauðsokkuhópurinn kon- ur til að mæta í göngu verkalýðsfélag- anna í Reykjavík. I göngunni sjálfri báru konur risastóra styttuna með stórum borða strengdum yfir bumbuna sem á stóð: Manneskja - ekki mark- aðsvara. í kjölfar göngunnar myndað- ist mikil stemning og framkvæmd- akraftur í hópi kvenna á rauðum sokk- um. Eftir gönguna var haldinn fundur á túninu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík þar sem ákveðið var að stofna hreyfingu, Rauðsokkur urðu til á grasblettinum. Rauðsokkur stefndu að því að vekja með öllum ráðum athygli á bæði aug- ljósu og földu misrétti kynjanna, svo og kúgun sem ætti sér rætur í þjóðfé- lagsgerð og fjölskylduhefðum. Öll tækifæri voru nýtt til hins ýtrasta og 1972 fluttu rauðsokkur 10 þætti í út- varpið sem fjölluðu m.a. um barneign- ir, getnaðarvamir og fóstureyðingar, barnaheimili og barnauppeldi og heimahúsmæður og mat á heimilis- störfum. Sumir þáttanna vöktu heitar umræður og hneykslan sumra, enda um mikil hitamál að ræða. Þættimir voru fluttir undir nafninu „Ég er forvitin - rauð“, en Forvitin rauð varð nafn á blaði sem hreyfingin hóf að gefa út árið 1972, það fyrsta fyr- ir greiðsluna fyrir útvarpsþættina. Þættirnir vom allir unnir í hópvinnu, eins og venja var hjá rauðsokkum. Skipulag rauðsokka stríddi framan af gegn hefðbundnu félagaformi, enda töldu meðlimir það vera form sem hefti umræður og skoðanaskipti. Hreyfingin kaus enga/n (karlmenn gátu líka verið meðlimir) formann, hélt engar fundar- gerðarbækur og þeir hópar sem upp spruttu gerðu það af sjálfsdáðum. Það mál sem mest brann á rauðsokk- um var fóstureyðingarmálið. Eitt af hjartans málum rauðsokka var opin umræða og fræðsla um kynferðismál- Áhersla var lögð á að konan ætti ein að ákveða hvort fóstri yrði eytt. Ein rauð- sokka átti sæti í nefnd þeirri er samdi frumvarp til nýrra laga um fóstureyð- ingar og getnaðarvarnir sem lagt var fram á þingi haustið 1973. Þar var rétt- ur konunnar viðurkenndur. Málið varð strax mikið hitamál og fóru leikar svo að frumvarpið var ekki samþykkt. Árið 1975 voru endurskoðuð lög um fóstur- eyðingar frá árinu 1935 samþykkt á Al- þingi og eru það sömu lög og við búum enn við og þar er réttur konunnar ekki viðurkenndur, ólíkt því sem hugur rauðsokka stefndi til, og ólíkt því sem tíðkast í langflestum nágrannalöndum okkar. Rauðsokkur beittu stundum óhefð- bundnum aðferðum til að vekja athygh á misréttinu. Ein þeirra var mótmaeh við fegurðarsamkeppnum þar sem þess var krafist að hætt yrði að nota kven- líkamann í auðgunarskyni og í auglýs- ingum. Fyrstu, en ekki síðustu, mót- mælin urðu í desember 1971. Fegurð' arsamkeppnir lögðust af hér á landi a tímabili, einkum vegna mótmælanna. Árið 1974 urðu vatnaskil í starfi rauðsokka. Á ráðstefnu, sem haldin var það ár, var samþykkt róttæk stefnuyf' irlýsing og gengu þá nokkrar úr Rauð' sokkahreyfingunni í mótmælaskyni- En þar var einnig varpað fram þeirri hugmynd að konur gerðu verkfall einn dag á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Hugmyndin að kvenna- frídeginum var fædd. Rauðsokkahreyfingin starfaði til árs- ins 1982 þegar ný samtök kvenna 1 Reykjavík og á Akureyri komu fram og buðu fram sérlista til sveitarstjórnar- kosninga. Margar rauðsokkur kusu að starfa með hinum nýju samtökum og Rauðsokkahreyfingin hætti störfum 1 kjölfarið. eftir Rósu Björk Brynjólfsdóttur Heimildir: Erla Hulda Halldórsdóttir og Guðrún Dís Jón- atansdóttir, Artöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna, Reykjavík: Kvennasögusafn íslands, 1998. Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vtt ' Saga Kvenréttindafélags íslands 1907-1992, Reykjavík: Kvenréttindafélag fslands, 1993. Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni íslending' ur, Reykjavík; Háskólaútgáfan, 2004. Kristín Marja Baldursdóttir, Mynd af konu - Vilborg Dagbjartsdóttir, Reykjavík 2000, Salka- Heimasíða Kvennasögusafns íslands: www.kona.bok.hi.is. Eyrirlestur Rósu Erlingsdóttur á Samræður menningarheima,Reykjavík apríl 2005

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.