19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 14

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 14
konur og viðskipti að þurfa að setjast niður og spyrja sig hvað veldur. Og það getur ekki verið að það sé eingöngu hægt að benda á konuna sjál- fa þegar þetta er orðið svona þekkt fyrirbrigði. Fyrsta skrefið er að skilja af hverju þessar konur hættu störfum. Viðtöl við þær sýna að þær eru einfald- lega að hafna því vinnumenningarmód- eli sem liggur að baki hjá viðkomandi fyrirtæki. Það er bara svo merkilegt að það eru til fyrirtæki sem kafa virkilega djúpt í hvemig hægt er að hjálpa öllu starfsfólki, konum og körlum að eiga líf og vinnu. Hvernig er hægt að ná ár- angri bæði í einkalífi og í vinnu. Þekkt dæmi um þetta er bandarískt tölvufyr- irtæki sem ákvað að starfsfólk þess ynni ekki meira en 7 tíma á dag. Þetta fyrirtæki ber höfuð og herðar yfir öll önnur fyrirtæki í tölvunargeiranum sem er mjög karllægur geiri. Þetta er að mínu mati viðskiptamódel sem hugnast bæði körlum og konum í dag.“ Það er nefnilega svo að ég þekki sí- fellt fleiri karlmenn sem eru orðnir al- veg jafn þreyttir og konur á því að eiga ekkert almennilegt fjölskyldulíf. Mér finnst ósanngjarnt að konur þurfi að velja það að vera heima eða velja það að vera í vinnu. Mér finnst ósanngjarnt að karlar sem velja að vinna velji um leið að geta ekki verið heima hjá fjöl- skyldunni eða eiga ekki líf. Þetta snýst ekki bara um hvor á að sækja á leik- skólann, þetta snýst um að vera ekki svo örmagna eftir vinnudaginn að mað- ur geti ekki fengið eina nýja hugmynd svo vikum skiptir af því maður er svo þreyttur af öllu vinnuálaginu." Nú hafa orðið gríðarleg umskipti í ís- lensku viðskiptalífi á afar skömmum tíma, er hraðinn ekki búinn að vera það mikill að stjómendur fyrirtækja hafi ekki getað náð að setjast niður og móta almennilega stefnu? „Ég held að það sé mikið til í þessu og þetta með hraðann er alveg rétt. Viðskiptalífið hefur gjörbreyst bara á síðustu tveimur ámm og það hafa orðið miklar breytingar í íslensku viðskipta- umhverfi. Mér finnst það af hinu góða. Það sem einkennir þessa framrás hins vegar er að það em ákaflega fáar kon- ur þátttakendur í henni. Þær sem taka þátt kvarta mikið yfir því hversu erfitt módel þetta er, ekki bara fyrir fjöl- skyldulífið heldur hversu slítandi álag- ið er. Ég þekki líka marga karla sem segja að þetta sé gríðarlega slítandi og ekki sé hægt að gera þetta í mörg ár og forstjórar hafa tekið undir það. Það er mjög sorglegt að vinnuumhverfið krefjist þess af fólki annaðhvort að vera með fjölskyldunni eða vinna en ekki sameina þetta tvennt í rauninni. Mér finnst að það eigi að vera valkost- ur líka. Mér finnst mjög skrítið að við- skiptamódelið skuli vera orðið þannig að það sé ekki hægt að starfa innan þess í mörg ár. Ég held að það hljóti að vera verulega gallað.“ Hlutverk leiðtoga atvinnulífsins að breyta vinnumenningunni Þegar Halla er spurð að því hver eigi að hafa fmmkvæðið að breytingum á þessari vinnumenningu svo bæði kynin hagnist, svarar hún því til að vissulega eigi samtök eins og Samtök atvinnu- lífsins að láta sig varða hvernig vinn- umenningin er. „Ég held að hraðinn sé kominn til að Kristrún Helmlsdóttir telur að konur í vlðskiptalífl hafl ekkl sama aðgang að traustl og karlar vera og það er hlutverk leiðtoganna í atvinnulífinu að skapa þá menningu sem ríkir í þeirra fyrirtækjum. Ég trúi að þau fyrirtæki sem átta sig á því fyrr að bjóða upp á fjölskylduvænna vinn- umódel eigi hreinlega eftir að skara fram úr þegar litið er til lengri tíma. Það verða væntanlega fyrirtæki með fleiri konum innanborðs og þá ekki bara eina konu í framkvæmdastjórn, heldur fleiri konur því ég held að það þurfi fjölbreytni inn í viðskiptaum- hverfið. Ég þekki nokkra karla sem hafa viljað brydda upp á umræðum um vinnutíma en þeir em mjög oft jarðaðir og ekki vel séð ef þeir setja spurninga- merki við það að halda fundi á kvöldin eða snemma á morgnana sem hentar ekki fjölskyldufólki. Vissulega held ég að fyrirtæki þurfi þann sveigjanleika frá starfsfólki að það geti unnið mikið einstaka sinnum en þá held ég að fyrir- tækið þurfi að gefa starfsfólki sínu það til baka. Yngri kynslóðin leitar eftir sveigjanleika þegar það er að leita eftir vinnustað. Það koma alltaf þau tíma- mót hjá fólki að það leitar eftir ein- hverju öðm í lífinu en vinnu.“ Halla segir að með því að fjölga kon- unum sé hægt að „vekja“ stjórnendur fyrirtækja, sem oftast em karlar, til umhugsunar um sveigjanlegri vinnu- tíma og tillits til fjölskyldulífs starfs- fólks. „Þær þurfa reyndar oft að líkjast körlunum til að komast í stjórnunar- stöður en vonandi verða þær með næga trú á sjálfum sér þegar þangað er komið til að takast á við þessi mál- efni. Ég held að það þurfi að sýna kör- lunum í fyrirtækjunum hvaða afleið- ingar þessi ómanneskjulega vinn- umenning hefur á starfsfólk, konur og karla. Eitt sem ég hef tekið eftir að tíðkast ekki í íslenskum fyrirtækjum er að spyrja starfsfólk af hverju það ákveður að hætta hjá fyrirtækinu. Mér finnst ég sjá fólk í meira mæli nú en áður sem er ósátt í vinnunni og leitar að einhverju betra. Það er meðal ann- ars vegna óhemju mikils álags og lítils skilnings meðal atvinnurekenda. Ég er ekki að tala um að atvinnulífið eigi að sjá alveg um líf þitt heldur að það eigi að fá starfsfólk til að blómstra sem ein- staklingur, hvort sem það er sem for- eldri eða annað. Við munum fjölga kon- um með sértækum verkefnum og við þurfum að gera það því ég er ekki mjög bjartsýn á að karlarnir vakni einn daginn og vilji breyta kynjahlut- föllunum í fyrirtækjunum. Við þurfum fleiri konur til að þessi mál komist á dagskrá, hins vegar er körlum sem vilja breyta hlutunum sjálfum að fjölga í atvinnulífinu.“ En hvernig snúa ójöfn hlutföll kynj- anna innan íjármagnsgeirans að kon- unum sjálfum sem lifa þar og hrær- ast? Edda Rós Karlsdóttir er yfirmaður greiningarsviðs Landsbankans. Þegar hún er spurð að því hver sé ástæðan fyrir því að konur eru ekki meira áber- andi í íslensku viðskiptalífi, nefnir hún einnig vinnuhörkuna sem líðist í henn- ar umhverfi. Hún segir að það sé líka kostur að vera kona. „I því umhverfi sem ég lifi og hrær- ist í er mikil sjálfskipuð vinnuharka. Þetta er skemmtilegt umhverfi og verkefnin síbreytileg og krefjandi. Stjórnendur eru mjög verkefnamiðaðir og einbeittir. Stundum verður starfið næstum eins og eiturlyf, maður getur ekki hætt fyrr en lausnin er fundin, en lausnin býr alltaf til nýtt verkefni sem líka þarf að vinna. Það er mjög erfitt fyrir fólk með heimili og börn að keppa um stjórnun- arstöður í svona umhverfi. Ég er ekki viss um að það sé framkvæmanlegt nema maður eigi maka sem sér um stærstan hluta þessara mála. Stjórn- endur í viðskiptalífinu hafa fæstir það hlutverk á heimilinu að fylgjast með þörfum barnanna fyrir nýja skó eða pollagalla, eða að klippa neglur eða hár. Það eru örugglega heldur ekki margir stjórnendur í viðskiptalífinu sem sjá um að kaupa afmælisgjafir fyr- ir bekkjarfélaga barna sinna og þeú' muna sennilega ekki hjálparlaust eftir afmælum foreldra sinna og vina. Þetta eru þó allt nauðsynleg verkefni og at- riði sem gefa lífinu gildi. Ef vel á að vera er ekki hægt að sinna þeim af hálfum hug eða með farsímann á eyr; anu. Og konur vilja gera hlutina vel. I fljótu bragði myndi ég því segja að það sé annars vegar ójöfn verkaskipting inni á heimilunum og hins vegar krafan um stöðuga „viðveru" og athygl' stjórnenda sem séu helstu ástæður þess að konur eru ekki áberandi í ís* lensku viðskiptalífi." Hvernig er þín persónulega reynsla af því að starfa í viðskiptageiranum út frá samskiptum kynjanna, finnst þér markaðurinn vera kynblindur eða er munur á framgangi kynjanna innan ís* lensks viðskiptalífs? „Mín reynsla er góð og ég tel reynd- ar að í upphafi hafi það verið mér til framdráttar að vera kona. Ég tel að viðskiptalífið vilji gjarnan fá konur til starfa, en þá á sömu forsendum og karla. Ég hef ekki sjálf upplifað að vera mismunað á grundvelli kynferðis> en er ekki svo einföld að halda að þar með sé slíkt ekki til. Það hefur komið fyi-ir að einhver hafi sýnt tilburði til að bregða fyrir mig fæti, en hingað til hafa karlarnir sjálfir gripið í taumana- Það er reyndar mjög lærdómsríkt að fylgjast með hvernig slíkt fer fram. Tengslanet eru gríðarlega mikilvæg í viðskiptalífinu og ólík áhugamál karla og kvenna gera það að verkum að kon- ur eiga oft erfitt með að mynda slík tengsl með körlunum. Mitt starf 1 bankanum er hins vegar þess eðlis að það hafa verið reistir „kínamúrar“ allt1 kring um mig. Þetta þýðir að ég ma sem minnst vita af leyndarmálum og kjaftasögum, annars verða greining" arnar mínar ekki óháðar og trúverðug' leiki minn glatast. Það háir mér þVI hlutfallslega lítið að mig skuli hryl]a við laxi í dauðateygjunum og að ég skuli ekki spila með Old boys.“ eftir Rósu Björk Brynjólfsdóttur 14

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.