19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 38

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 38
Peking + 10 PEKINGÁÆTLUNIN FRÁ 1995 VAR SAMÞYKKT Á NÝ Á KVENNARÁÐSTEFNU SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA í NEWYORK í MARS 2005. FRIÐBJÖRG INGIMARSDÓTTIR FÓR Á RÁÐSTEFNUNA FYRIR HÖND KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS Peking+10 - Kvennaráðstefnan í NewYork 2005 Peking+10 - Kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin dagana 28. febrúar til 11. mars 2005 í New York í Bandaríkjunum. Þetta var 49. fundur um stöðu kvenna í heiminum: CSW - 49th session of the Commission on the Status of Women. Eftir miklar umræður og nokkrar deiiur á ráðstefnunni var Pekingáætl- unin frá 1995 samþykkt á ný ásamt nokkrum viðbótartillögum. Niðurstöðu Peking+10 var vísað tii leiðtogafundar SÞ í september 2005 þar sem fjallað verður á ný um þúsaldarmarkmiðin frá árinu 2000.1 opnunarávarpi sínu hvatti Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, þingfulltrúa til dáða og sagði brýnt að niðurstaða þessa kvennaþings yrði samþykkt og ríkisstjórnir gætu í kjöl- farið tekið veigamikiar ákvarðanir í þessum málaflokki. í efnahags- og félagsmálanefnd SÞ skipa sæti 54 ríki. Kvennanefndin heyrir undir hana og Islendingar tóku sæti í henni í fyrsta sinn árið 2004. Kvennanefndin er talin öflug og fylgir fast eftir samþykktum frá ráðstefnunni í Peking 1995. Helga Hauksdóttir sendiráðunautur hjá Fastanefnd ís- lands hjá SÞ hefur umsjón með kvennanefndinni fyrir Islands hönd. Sendinefnd frá íslandi fór til New York og tók virkan þátt í ráðstefnunni. Árni Magnússon jafnréttisráðherra ávarpaði fundinn og fjallaði m.a. um rétt feðra Islandi til fæðingarorlofs sem ekki er framseljanlegur. Sú frá- sögn vakti athygli og varð tilefni fyrir- spurna. I sendinefndinni voru, auk al- þingiskvenna og ráðuneytisfólks, full- trúar frá UNIFEM á íslandi, Jafnrétt- isstofu, Stígamótum, Femínistafélagi íslands og fór ég fyrir hönd Kvenrétt- indafélags íslands. Ráðstefnan fór fram í aðalstöðvum SÞ í NY. Þar voru lokaðir samninga- fundir og opnir fundir fyrir fulltrúa ráðstefnunnar. Einnig héldu Non-Gov- emmental Organizations (NGO) úti viðamikilli dagskrá í 12 hæða byggingu Church Center for the United Nations. Sú dagskrá einkenndist af lifandi um- ræðu og baráttuanda. Um það bil sex þúsund fulltrúar sóttu ráðstefnuna hvaðanæva úr heiminum, þar af 80 ráð- herrar, 1.800 sendifulltrúar frá 165 að- ildarríkjum, sjö eiginkonur forseta eða forsætisráðherra og a.m.k. 2.600 full- trúar frá óháðum samtökum. Þingfull- trúar fjölluðu um stöðu kvenna og árangur af jafnréttisbaráttu í hverju landi og skiptust á upplýsingum og að- ferðum. Áhrifaríkar málstofur Ég sóttist sérstaklega eftir að sitja málstofur eða fundi sem fjölluðu um konur og réttindi tengd menningu og trú og baráttu minnihlutahópa og ungs fólks við að hafa áhrif. Eina málstofu skipuðu fjórar mús- Umskar forystukonur. Mona Mikhail, höfundur bókarinnar Seen and Heard, 38 Þúsaldarmarkmið SÞ eru í brennidepli á þessu ári en þau voru samþykkt haustið 2000 og tengjast stöðu kvenna Þau eru eftirfarandi: 1. Eyða fátækt og hungri. 2. Öll börn njóti grunnskólamenntunar árið 2015. 3. Vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja sjálfsákvörðunarrétt kvenna. 4. Lækka dánartíðni barna. 5. Vinna að bættu heilsufari kvenna. 6. Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúkdómum sem ógna mannkyninu. 7. Vinna að sjálfbærri þróun. 8. Styrkja hnattræna samvinnu um þróun. Þúsaldarmarkmiðin byggjast að nokkru leyti á Pekingáætluninni frá 1995 en hún felst m.a. í því að: • Vinna gegn fátækt kvenna. • Jafna aðgang kynjanna að menntun. • Jafna aðgang kynnjanna að heilbrigðisþjónustu. • Uppræta ofbeldi gegn konum. • Spoma gegn áhrifum stríðsátaka á konur og stúlkur. • Auka þátttöku kvenna í efnahagslífinu og bæta aðgang að upplýsingum. • Vinna á misskiptingu valda milll kynjanna og þáttöku í ákvarðanatökum. • Krefjast fullnægjandi aðgerða til að rétta hlut kvenna á öllum stigum. • Vinna gegn virðingarleysi fyrir mannréttindum kvenna. • Vinna gegn óhagstæðum staðalmyndum kvenna í fjölmiðlum. • Vinna að jöfnum hlut kynjanna að náttúruauðlindum og verndun umhverfis. • Uppræta virðingarleysi og brot á mannréttindum stúlkna. A Century of Arab Woman in Literat- ure and Culture (Interlink 2004) hafði forsögu og varaði sérstaklega við for- dómum og háskalegri vanvirðingu sem byggðust á staðalmyndum - pólitískum alhæfingum um múslima. Fordómar um múslimskar konur væru sérstak- lega meiðandi nú um stundir. Hún benti á að það væri gömul saga ráðandi afla að togast á um hvernig konur aettu að vera, og nú væri klæðnaður múslim- skra kvenna undir pólitískri smásja- Að nota konur á þennan hátt er þeim } hag sem vilja skapa spennu á miln menningarheima. Hún sagði að réttindahreyfing mús- limskra kvenna hefði hafist á svipuðum tíma og vestrænu Súffragetturnar og að menntun og skilnaðarlöggjöf hefðu verið meginbaráttumálin. Það sem skildi að er að sameiginlegt leiðarljós múslimskra kvenna er sjálfsvirðing og tígulleiki fremur en vestrænt einstak- lingsfrelsi. Prófessor í mannfræði hvatti mús- limskar konur til að kynna sér rétt sinn í Kóraninum til hlítar, sjá bókstaf- inn sjálfan og túlkun hans. Hlusta ekki á vafasamar túlkanir feðraveldisins, heldur þyrftu konur sjálfar að leita að réttri merkingu. Fræðikonurnar sem sátu á palli a málstofunni vildu gerðu skýran grein- armun menningu, trú og pólitík og að hafa bæri í huga að konur ættu sam- kvæmt Kóraninum sjálfar að velja ser maka. Menning og heiður sumra svæða byggist aftur á móti á valdi for- ráðamanna; m.a. til að velja afkomend- um maka. A málstofunni risu deilur um hvað vægi þyngst; fjölskyldulög, túlk- un og trú, landslög. Þessi óskýra að- greining veldur múslimskum konum miklu hugai-víli, ekki síst í Evrópu. Önnur málstofa fjallaði um konur innan vísinda og verkfræði. Kynnt voru sérstök verkefni þar sem leitast er við að auka þátttöku kvenna innan vísinda og rannsókna. Lögð er áhersla á uppbyggingu alþjóðlegs tengslanets og „mentoring". Konurnar sem stýrðu málstofunni eru með doktorsgráður m.a. í verk- fræði, heilaskurðlækningum og rann- sóknum og standa að alþjóðlegu verk- efni fyrir SÞ sem heitir INSTRAW um að auka hlut kvenna í raunvísindum °S afla fjármagns. Þær mynda stuðning3' net, eru fyrirmyndir og bjóða frarn þjálfun í samstarfi við menntamála' ráðuneyti ýmissa landa, m.a. þess ssen- ska. Áhrifaríkt var að hlusta á þær seg)a frá hindrunum sem þær höfðu mætt a mennta- og starfsferli sínum vegna kyns og væntanlegs móðurhlutverks-

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.