19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 26
formlegt jafnrétti Mikið hefur breyst í því hvernig til hefur tekist að festa formlegt jafnrétti í sess innan stofnana á síðustu tveimur áratug- um. Meðal annars hefur jafnréttisstarf innan stjórnsýslu verið bundið í lög, mun fleiri en áður hafa menntað sig á sviði kynjafræða og jafnréttisbarátta ýmissa minnihlutahópa hefur styrkst. Ekki er lengur talað um konur og karla sem einsleita hópa.Hér verður stiklað á stóru og reynt að meta hvaða áhrif þessi lögbundnu skilyrði, aukna þekking og margmenning- arsýn hafa haft á jafnréttisstarf innan stofnana og fyrirtækja. Hverju hafa lagaskilyrði um jafnréttisáætlanir, nefndir og fulltrúar skilað okkur? Formgerð kynjajafnréttis í stjórnkerfinu Fyrsta framkvæmdaáætlun ríkis- stjómarinnar í jafnréttismálum var sett árið 1986. Vorið 1988 var svo sam- þykkt í ríkisstjórn að ráðuneyti og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri í vinnu skyldu semja jafnréttisáætlanir og voru þær fyrstu samdar 1989. Tii að jafnréttisáætlun standi undir nafni þurfa að vera skýr markmið, aðgerðir til að ná þeim markmiðum og upplýs- ingar um tímaramma og ábyrgðarað- ila. Margar gátu vart talist eiginlegar jafnréttisáætlanir. Sumir forstöðumanna töldu að fyrst og fremst ytri aðstæður hindruðu að raunverulegt jafnrétti næðist. Fæstir höfðu séð sér fært að fylgja þeim eftir. Önnur framkvæmdaáætlun gilti frá 1991 til 1993. Þá voru samþykkt þau nýmæli að skylda öll sveitarfélög með yfír 500 íbúa til að skipa jafnréttis- nefndir. Á kjörtímabilinu 1994-1998 hafði innan við helmingur sveitarfélaga með yfír 500 íbúa skipað sérstaka jafn- réttisnefnd. Það var svo ekki fyrr en með jafnréttislögum árið 2000 sem samþykkt var að skipa skyldi jafnrétt- isfulltrúa sem hefði eftirlit með jafn- réttisstarfi. Lagaskyldur - framkvæmd og eftirlit í lok árs 2002 hafði einungis þriðj- ungur ráðuneyta sett sér jafnréttis- áætlun, þriðjungur var með þær í mót- un og þriðjungur hafði ekki sett sér jafnréttisáætlun. Öll ráðuneyti nema landbúnaðarráðuneytið hafa sett sér slíka áætlun og segir það sína sögu um stöðu jafnréttismála þar. Jafnréttisfull- trúar eiga að starfa innan ráðuneyt- anna en starfshlutverk þeirra er illa skilgreint. Könnun var gerð á vegum félags- málaráðuneytis og jafnréttisstofu 2004 um gerð jafnréttisáætlana. Þá töldust 887 atvinnurekendur vera með fleiri en 25 starfsmenn, af þeim höfðu 16,5% svarað. Aðallega bárust svör frá ríkis- stofnunum en það eru þær sem helst hafa jafnréttisfulltrúa. Ljóst má vera að könnunin getur engan veginn talist marktæk sökum lítillar svörunar en af svarendum töldu 61% sig hafa jafn- réttisáætlun eða kveða á um jafnréttis- mál í starfsmannastefnu sinni. Árin 2002 og 2004 voru gerðar sambærileg- ar kannanir á 100 veltumestu fyrir- tækjum landsins samkvæmt tímariti Frjálsrar verslunar. Árið 2002 höfðu 26% fyrirtækjanna sett sér jafnréttis- áætlun og fjölgaði um 5% árið 2004. Þegar ábyrgðarmenn voru inntir eftir 26 ástæðum fyrir því að ekki höfðu verið gerðar jafnréttisáætlanir taldi tæpur helmingur svarenda að ekki væri þörf á því. Þessi svör segja meira en mörg orð um mikilvægi þess að ábyrgðar- menn hafí þekkingu á málaflokknum og brugðist sé við ef stjórnendur hunsa þetta ákvæði í lögum. Engum viðurlögum er beitt ef stofn- anir og fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn eru ekki með jafnréttis- áætlanir. Það er engin sérstök umbun veitt til allra þeh-ra sem reyna að vinna að málaflokknum nema árleg verðlaun jafnréttisráðs. Það er dapurlegt að sjá háleit markmið í framkvæmdaáætlun ríkisstjómarinnar um jafnrétti kynj- anna endurnýjuð á hverju kjörtímabili af því þau komast aldrei til fram- kvæmda. Ekki er gert ráð fyrir nægi- legu fjármagni fyrir aðgerðum sem lagðar eru til og ekki er heldur gerð skipuleg tímaáætlun. Fé sem rennur til jafnréttismála er ekki sólundað í vit- leysu því það hlýtur að vera eitt af meginmarkmiðum ríkisstjórnar að tryggja jafnrétti og lýðræði. Mikilvægi sérfræðiþekkingar I nýlegri rannsókn þar sem skoðaðar voru jafnréttisáætlanir og árangur af þeim í fjórum mismunandi ríkisstofn- unum kom fram að minnst hafði gerst í stofnunum þar sem áhuga- eða skoð- analeysis gætti meðal fólksins sem skipað hafði verið í jafnréttisnefndir. Eins þar sem ekki var gert ráð fyrir neinum sérfræðingi eða ábyrgðaraðila málaflokksins, fjármagni eða tíma- ramma til að fylgja jafnréttisáætlun- inni eftir. Til að jafnréttisstarf beri árangur þarf eftirlit og stöðuga vinnu. Það er á grundvelli laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem jafnréttisfulltrúar eru ráðnir í atvinnu- lífinu og því hlýtur þekking á málefn- um kynjanna að vera þar grundvallar- atriði. í lögunum er einnig áréttað mik- ilvægi rannsókna í kynjafræði. Hvergi er eins hart gengið eftir jöfnu kynj- ahlutfalli eins og við skipun jafnréttis- nefnda og jafnréttisráð er eina nefndin sem skipuð er af ríkisstjórn þar sem lögskipað er að tilnefningaraðilar skuli tilnefna bæði karl og konu. Ýmsir hafa fleygt því fram að mikilvægt sé að karlar sem hafi engan áhuga á jafn- réttismálum læri um málaflokkinn og mikilvægi hans með því að sitja í jafn- réttisnefnd. Aidrei hef ég heyrt þessi sjónarmið þegar málið snýst um nefndaskipan í öðrum málaflokkum, t.d. hefur ekki verið leitað logandi ljósi að konum sem ekki hafa sýnt neinn áhuga eða þekkingu á fjármálum til að sitja í fjármálanefndum. Þær hafa þvert á móti víða verið sniðgengnar á þeim vettvangi þrátt fyrir að hafa verið meirihluti nemenda í viðskiptanámi um árabil. Nú situr til dæmis engin kona í fjármálanefnd HI og svipað er upp á teningnum annars staðar. Svona er veröldin skrýtin. Mikilvægi kynjahlut- falla og sérfræðiþekkingar fer einfald- lega eftir málaflokkum. Nú hefur víða orðið sú þróun að jafn- réttisnefndir hafa víkkað starfssvið sitt og ná margar þeirra til málefna minni- hlutahópa. Kyn er breyta sem nær inn í alla hópa og hefur áhrif á líf allra óháð uppruna, litarhætti, kynhneigð, trúar- skoðunum og öðrum aðstæðum svo sem heilbrigði eða fötlun. Það hefur hins vegar minna farið fyrir jafnréttis- starfi kynja innan stærstu minnihluta- hópanna en þar eins og í öðrum þjóðfé- lagshópum hefur kynferði afgerandi áhrif á líf fólks. Þó má segja að umræð- an hafi aukist hin síðustu ár, sérstak- lega hjá konum í hópi fatlaðra og inn- flytjenda. Það er ekki tilviljun að hér á landi starfar félag kvenna af erlendum uppruna og nýlega var stofnuð kvenna- hreyfing innan Öryrkjabandalags ís- lands. Ef lýðræði og jafnrétti á að virka sem skyldi þarf að taka mið af aðstæð- um allra minnihluta- og hagsmuna- hópa. Ef markmiðið er að fylgja eftir lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er ekki nóg að eini sérfræðingurinn á sviðinu, ráðgjafinn eða jafnréttisfulltrúinn, hafi eingöngu þekkingu á einum hópi, heldur þarf einnig þekkingu á málefnum kynja. Að sjálfsögðu er mjög æskilegt að jafn- réttisnefndir sinni málefnum minni- hlutahópa en það skiptir máli hvernig. Mikilvægt er að allar jafnréttisnefndir skoði kynferði í margmenningarljósi og myndaðar séu nefndir og fjármagn tryggt í kringum málefni stærstu minnihlutahópana. Það hefur verið gert í Háskóla íslands í tengslum við málefni fatlaðra og hjá Reykjavíkur- borg í málefnum innflytjenda, einmitt hjá þeim stofnunum sem einna mest hafa sinnt jafnrétti kynja á formlegan hátt. Þessi breyting á störfum jafnréttis- nefnda hefur bæði kosti og galla. Kost- irnir felast í því að líklegra er að mál- efni minnihlutahópa fái meira vægi en áður og að jafnrétti kynja sé skoðað í víðara samhengi. En í rannsókninni sem getið var um hér að framan kom fram mótstaða við að vinna að jafnrétt- isáætlunum þar sem tæpur helming111' stjórnenda bar fyrir sig að ekki vser* þörf á þeim. Gallarnir birtast í því a' nú er orðið auðveldara en áður fyrir stjórnendur sem engan áhuga hafa 3 kynjakerfi samfélagsins en telja þurfa að sinna lagaskyldunni að veikJ3 jafnréttisbaráttu kynja enn frekar, t-ö- með því að velja fólk inn í þessi stör sem hefur lítinn áhuga eða þekkingu 3 kynjafræðum. Um leið er búið að ia111.1! þær lagalegu stoðir sem reistar voru b að tryggja jafnrétti kynja. Lokaorð Jafnréttisáætlanir og sérfræðiþekk' ing eru nauðsynlegar forsendur breyt' inga í jafnréttisátt innan stofnana °S fyrirtækja. Þær duga þó ekki einar sér. Mótstaða gegn slíkum breytingu111 getur borið metnaðarfullar jafnréttiS' áætlanir og sérfræðiþekkingu ofuri1. en ef þessi tæki og mannauður eru 01 staðar er líklegra en ekki að þokist i rétta átt. Af framantöldu má sjá a víða hefur jafnrétti kynjanna ekK komist á það lögbundna stig að eiga hlutdeild í stjórnsýslu fyrirtækja eða stofnana - ekki einu sinni hjá öllun1 ráðuneytunum. Stjórnvöld gera hále1 ar áætlanir sem erfiðlega gengui' a fylgja eftir vegna skorts á fé og ft'arn kvæmdavilja. Aðeins lítill hluti stofu ana og fyrirtækja vinnur markvisst a jafnréttismálum en engin viðurlög el við framtaksleysi í þessum efnuin- Þe^ ar svona er komið er hætt við að hug myndin að baki jafnréttisáætlunU^ jafnréttisnefndum og jafnréttisfullt,al um fari fyrir lítið og við vöknum 11 Pj; við vondan draum: Hið karllæga ker sem ætlunin var að breyta hefur snul á okkur og drepið jafnréttisbarat kynjanna - á dreif. eftir Berglindi Rós Magnúsdóttur Heimildir Berglind Rós Magnúsdóttir. (2003). Minni- hlutahópar, kynferði og jafnrétti. Reykjavík: Unnið fyrir jafnréttisnefnd Reykjavíkurborga1*0 styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. , Fríða María Ólafsdóttir. (2003). Jafnréttisá# anir: Möguleikar - takmarkanir. Óbirt ritgeró» Háskóli íslands, Reykjavík. Ingunn Helga Bjarnadóttir. (2004, 24. októb ^ er). Gerð jafnréttisáætlana. Fyrirlestur haldi1111 málþingi um jafnréttisáætlanir, Grand-Hóteh Reykjavík. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna °£ karla. ( nr. 96/2000). María Ágústsdóttir. (2004,24. október). 3 jafnréttisáætlana á markaði. Fyrirlestur haldinn á málþingi um jafnréttisáætlanir, Grand-Hótel* Reykjavík.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.