19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 17

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 17
vert að minnast á kvennaárí Fðnar blöktu, ræður fluttar og söngvar sungnlr á Austurvelli Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir. Mikil samvinna var að baki sigrinum °g fögnuðu konur sem höfðu lagt sam- an nótt og dag við undirbúning á Hótel Islandi við Austurvöll þar sem hótels- tývan, Frú Margrét Zöega, bauð þeim Upp á tilboð á málsverði í hátíðarskyni. Ailar konur á landinu fengu sömu rííttindi til kosninga og kjörgengis til baajarstjórnarkosninga 1910 með sömu skilyrðum og karlar. Þess má geta að konur buðu líka fram sérstaka kvennalista við bæjar- stjórnarkosningar í Reykjavík árin 1910,1912,1914 og 1916. 1911 - framfarir og bakslag Arið 1911 hefur með sanni verið nefnt kvenréttindaárið mikla því að það ár öðluðust konur sama rétt og karlar hvað varðaði embættisnám og námsstyrki. Þær fengu líka sama rétt °g karlar til allra embætta að námi '°knu. Hvergi í neinum öðrum löndum höfðu verið sett þvílík lög. Sama ár lá fyrir Alþingi stjórnarskrárfrumvarp Snm fól í sér kosningarétt og kjörgengi hvenna og höfðu kvenréttindi aldrei verið rædd eins mikið og á þinginu 1911. Frumvarpið var samþykkt af ís- lenskum þingmönnum þetta ár en var synjað af danska konunginum. Þetta ár samdi Guðmundur Guð- ^iundsson skólaskáld kvæðið Kvenna- slagur að bón Bríetar Bjarnhéðinsdótt- Ur og birtist það í fyrsta tölublaði Kvonnablaðsins það ár. Fyrsta erindið er svona: í slands konur, hefjist handa, heimtið ykkar rétt! Efst til fjalla, fremst til stranda, fylkið ykkur saman þétt! Fram, í trú að fullum sigri, fegri, betri tíð. Sigurstál í viljans vigri vinna látið frelsis-stríð! Allt frá þinginu 1911-1915 hafði sam- hundsmál íslands og Danmerkur þau ahrif að töf varð á því að ný stjórnar- ®krá með kosningarétti og kjörgengi avenna til Alþingis hlyti undirskrift konungs. Kvenréttindakonur voru hræddar um að töfin ylli því að frum- varpið myndi breytast sem það og gerði. Nýtt stjórnarskrárfrumvarp var samþykkt 1913 og var þá komið inn 40 ára aldursákvæðið sem ekki hafði verið í frumvarpinu 1911. Á árunum 1911-1912 tók að gæta aukinnar andstöðu við aukin réttindi kvenna meðal ráðamanna þjóðarinnar þegar þær voru við það að hljóta þjóð- félagsleg völd. Engin önnur þjóð beitti viðlíka aldursákvæði í lögum sínum um kosningarétt kvenna á þessum tíma. Segja má að umræðan hafi snúist meira um „eðli“ kvenna og ýmsum Þakkarávarplð var bundlð Inn í fagurskreytt sklnnband. rökum þar að lútandi var beitt gegn því að konur gætu tekið þátt í opinberu lífi. Rökin með ákvæðunum voru ann- aðhvort þroskarök, sem fólu í sér að mikið skorti á þroska kvenna til að þær væru undir það búnar að axla þá ábyrgð sem fylgdi réttindunum, eða kyndbundin rök voru líka notuð sem fólust m.a. í því að konur ættu fremur að ala upp börnin en standa í ræð- ustússi á þingi. Svo voru líka tínd til seinkunarrök, þ.e. að ekki væri tíma- bært að veita konum alger réttindi þar sem konur væru ekki tilbúnar, þessi kvenréttindamál væru ómerkileg og tefðu fyrir merkilegri málum á Alþingi. Þrátt fyrir þetta voru aldrei stofnuð and-kvenréttindasamtök hérlendis eins og víða erlendis. Það var svo hinn 19. júní 1915 að ný stjórnarskrá fyrir Island var staðfest af konungi og þar með náðist sá lang- þráði og merki áfangi að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjör- gengi til Alþingis. Ekki voru þó rétt- indi kvenna sambærileg við réttindi karla og voru ákvæðin þrengri en hjá körlum. Karlmenn urðu kosningabærir við 25 ára aldur á meðan aldur kosn- ingabærra kvenna var 40 ár. Aldurs- takmark kvenna skyldi þó lækka um eitt ár næstu fimmtán árin þar til 25 ára kosningaaldri væri náð en þetta ákvæði var fellt úr gildi árið 1920. Eftir það hafa konur og karlar notið sama réttar við kosning- ar til Aiþingis. Fögnuður jafnréttissinna yfir kosningaréttindum kvenna og framhaldið Fögnuður kvenna var mikill og þegar Alþingi var sett 7. júlí 1915 voru haldnar sigurhátíðir kvenna víða um land. I Reykjavík héldu konur glæsilega hátíð. Tvö hundruð ljósklæddar ungar stúlkur, með þrí- lita fánann í hendi sem var löggiltur sama dag, gengu fyrir skrúðgöngu sem endaði á Austur- velli. Þar var reist fánaborg og fimm konur gengu inn í Alþingi og þökkuðu þingmönnum fyrir nýfengin réttindi. Um kvöldið var svo fjölmenn veisla í Iðnó. Flutt var ljóð Matthíasar Joc- humssonar, Fullrétti kvenna, sem hann orti í tilefni af fengnum kosninga- rétti og kjörgengi kvenna 1915: Hvað segið þér, karlar, er kveðið svo að að konum gefið þér? Vitið þér - hvað: Eg veit enga ambátt um veraldargeim sem var ekki borin með réttindum þeim. Þess má geta að fyrsta konan til að setjast á Alþingi var Ingibjörg H. Bjarnason sem var kosin á þing 1922 en hún skipaði fyrsta sæti Kvenna- listans íslensk kvenfélög ákváðu að minnast þessara tímamóta með einhverjum hætti og úr varð að þau hófu söfnun meðal landsmanna til að byggja spít- ala. Hornsteinn var lagður að Land- spítalanum í júní 1926 og tók hann til starfa 1930. Gamla landspítalabygging- in við Hringbraut er þannig minnis- varði um kosningarétt íslenskra kvenna. Auður Styrkársdóttir, doktor í sljórnmálafræði og forstöðukona Kvennasögusafns íslands, hefur skrif- að ótal rit um konur og stjórnmál. Hún skrifaði m.a. um Kvennafram- boðin 1908-1926. Hún var spurð að því hvernig stjórnmálaþátttöku kvenna var háttað fyrst um sinn eftir að þær fengu kosningarétt til Alþingis ? „Bríet Bjarnhéðinsdóttir var ein kvenna á framboðslista í fyrstu kosn- ingunum sem konur tóku þátt í til Ai- þingis, en hún var í 4. sæti á lista Heimastjórnarflokksins. Þetta var landskjör, en þá var landið allt eitt kjördæmi. Bríet náði ekki kjöri, og ég held að hvorki hún né aðrir hafi búist við því. Þátttaka kvenna í þessum fyrstu kosningum sem þær tóku þátt í var lítil eða rétt um 10 prósent. En ekki er þar með sagt að stjórnmálaá- hugi kvenna hafi verið lítill; réttara væri að segja að þær hafi fundið áhuga sínum annan farveg og þá helst í gegn- um afar blómlegt starf kvenfélaga um land allt. Öll sameinuðust þau í því verki að reisa kosningaréttinum minn- isvarða og gerðu það með því að safna fé til þess að byggja spítala handa öll- um landsmönnum. Sá spítali var opn- aður árið 1930 við Hringbraut í Reykjavík. Þetta var að sjálfstöðu póli- tískt starf og bar vott um mikla stjóm- málaþátttöku, þótt hún mældist ekki sem slík á venjulegum mælikvörðum vísindanna. Konur lögðu mikla áherslu á byggingu Landspítalans, meira að segja svo mikla að árið 1922 buðu kvenfélögin fram sérstakan kvenna- lista til þess að tryggja talsmann þess á Aiþingi. Leikar fóru svo að Ingibjörg H. Bjamason var kjörin af þeim lista og var hún fyrst íslenskra kvenna til að setjast á þing. Þar beitti hún sér ötul- lega fyrir Landspítalamálinu." Voru allar konur sammála um mál- efni sem leggja ætti áherslu á? „Ekki voru allar konur sammála því að konur einbeittu sér af slíkum krafti að líknar- málum. Bríet Bjamhéðinsdóttir og Laufey Valdimarsdóttir voru því t.d. mótfallnar, en unnu hins vegar af full- um heilindum þegar skoðanir þeirra urðu undir. Of langt mál yrði að telja hér upp hvaða málum Ingibjörg H. Bjarnason beitti sér fyrir á þingi, en hún sat til ársins 1930. Mér virðist þó að þær konur sem sátu á þingi fram til ársins 1983, er þeim fjölgaði skyndi- lega mjög mikið, sem er ánægjulegt en gerir um leið rannsóknir tímafrekari!, hafi fylgt þeirri stefnu að vinna náið með kvenfélögum landsins, heyra þeirra sjónarmið og fá fram hverju fé- lagskonur teldu að brýnt væri að berj- ast fyrir. Svo mikið er víst að nær öll réttindamál kvenna hafa konur á þingi lagt fram. Án þingkvenna hefði þessi réttindabarátta vafalaust tekið óral- angan tíma.“ 17

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.