19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 41

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 41
karlar og jafnrétti og jafnréttisumræðan Gísli Hrafn Atlason mann- fræðingur er einn þeirra karla sem taka opinberlega virkan þátt í jafnréttisum- ræðunni á hvers kyns vett- vangi. Hann hefur starfað með karlahóp Femínistafé- lags íslands um hríð, situr í stjórn Kynfræðifélags ís- lands og leggur nú loka- hönd á vinnu við rannsókn á fæðingarorlofstöku karla. Nýverið flutti Gísli Hrafn erindi um þátttöku karla í jafnréttisumræðunni °g því ekki úr vegi að spyrja hann hvernig hann skýri lítinn þátt karla í J afnréttisumræðunni „Það er reyndar enginn skortur á hörlum sem taka þátt í umræðunni um Jafnan rétt kynjanna. Aðaláhyggjuefni mitt snýr að aðkomu karla í þessari sömu umræðu því svo virðist vera sem ^nargir sem taka þátt í umræðunni ein- heiti sér að því að skjóta umræðuefnið 1 kaf, smætta umræðuna eða gera lítið Ul' baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. hfeð öðrum orðum, taka virkan þátt í nniræðunni með því að berjast gegn henni á einhvem hátt. Má þá minnast °fða Björns Bjarnasonar sem talaði að jafnréttislögin okkar væru barn sfris tíma, orða Geirs H. Haarde sem sagði að jöfn skipan í nefndir og ráð á vegum ríkisins væru gervimál eða þá þegar einhverjir blaðamenn og kverúl- atitar hafa skrifað gegn átaki karl- ahóps Femínistafélagsins gegn nauðg- Unum, til dæmis með þvi að segja að það eru jú allir á móti nauðgunum og það væri allt eins hægt að koma með atak fyrir því að fólk dragi andann, eins og einn skrifaði. í samfélaginu við- Sengst ákveðið virðingarleysi gagnvart störfum kvenna sem kemur m.a. fram í íaiklum launamun. Gjarnan er litið á Jafnréttismálin sem kvennamál og ég tel að allt of margir karlar horfi til Jafnréttismálanna með sama virðingar- ieysinu." Heldurðu að þátttökuleysi karla í Jafnréttisumræðunni hafi einhver áhrif og dragi jafnvel úr vægi um- rmðunnar? „Það er alveg ljóst að þegar karlar í ahrifamiklum stöðum skjóta umræð- Una í kaf með þeim hætti sem ég uefndi áðan þá eru þeir um leið að ^ainnka vægi umræðunnar og gera lítið Ur því ójafnrétti sem ríkir. Þögn ann- arra undirstrikar þetta svo, launamun- J11- kynjanna verður léttvægur, karlas- 'agsíðan í hinum ýmsu embættum, ráð- um og stjórnum verður léttvæg og ^aeira að segja er alvarleiki nauðgana dreginn í efa. Tek það þó fram að ég hef ekki heyrt í neinum sem segist yera fylgjandi nauðgunum eða á móti Jafnrétti kynjanna. Þrátt fyrir það er vel hægt að nota 30 ára gamlar ræður Urn jafnrétti kynjanna, þær eru jafn- Sildar í dag og fyrir 30 árum. Við Þokumst það hægt í átt að jafnrétti hynjanna.“ Nú eru flestir sammála um að bæta Payfí jafnrétti kynjanna og oft eru yf- ‘Gýsingar í þá átt notaðar í hátíðar- r®ðum, en þegar til kemur er eins og u*gan vilja vanti til að breyta hlutun- Ulu, af hveiju telur þú að þetta stafi? „Já, það er nokkuð vinsælt að tala allega um jafnréttismálin á tyllidögum eins og fyrir kosningar. Síðustu alþing- iskosningar eru til að mynda gott dæmi um þetta þar sem kosningarnar fóru skyndilega að snúast um jafnrétti kynjanna, nokkuð sem kom mörgum á óvart. Hins vegar virðist þetta bara hafa verið fallegt tal því að á þessum tveimur árum sem liðin eru hefur lítið gerst og það er eins og jafnréttispólit- íkin snúist um að „bíða og sjá“ í stað þess að vera virkir gerendur í að breyta og bæta. Eg hætti þó aldrei að vona innilega að við förum nú að byrja að byggja á öllum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið í stað þess að láta alltaf búa til nýjar og nýjar rann- sóknir til að mæla ójafnréttið. Við vit- um að það er til staðar og kominn tími til að fara að vinna úr því.“ Hvernig viðbrögð færð þú sjálfur meðal karla þegar þú vekur máls á jafnréttismálum? „Ég hef reyndar ekkert fengið nein sérstök viðbrögð, í það minnsta ekki hörð viðbrögð nema þá kannski helst á einhveijum spjallkerfum. Margir taka vel í þetta og vilja spjalla. Stundum er þó gert góðlátlegt grín að mér með svona hefðbundnum „HOHOHO-húm- or“ í hópi karla og ég hef til að mynda verið spurður hvar kjóllinn sé eða eitt- hvað þvíumlíkt. Þá eru ýmsir sem eru eitthvað að rugla saman kynhneigð og jafnréttismálum með fordómum í garð hvors tveggja. Þó að viðbrögðin séu á þennan hátt léttvæg má um leið segja að undir liggi ákveðið virðingarleysi gagnvart jafnréttismálunum, mörgum finnst þau einhvern veginn ekki vera alvörumál. Færðu öðruvísi viðbrögð hjá kon- um? „Ég fæ líka misjöfn viðbrögð hjá konum en mér finnst það gerast allt of oft að ég fái ofurjákvæð viðbrögð hjá konum og nánast fyrir það eitt að vera karl sem tekur þátt í jafnréttisbarátt- unni. Um leið eru ekki gerðar sömu kröfur til karla og kvenna, það þykir sjálfsagt að konur taki þátt í jafnréttis- baráttunni og karlar sem gera það verða stundum að einhvers konar karl- hetjum rétt eins og þegar karl í jóla- boði fer með diskinn sinn í uppþvotta- vélina. Hann er voða duglegur! En þetta er sosum alltaf að gerast, karlar eru metnir vegna kyns síns en ekki vegna eigin verðleika." Nú taka bæði kynin meiri sameigin- lega ábyrgð á uppeldi barna en áður, til að mynda með auknum rétti karla til fæðingarorlofstöku. Þrátt fyrir það virðist samfélagið og þá oft vinnustað- ir ekki alltaf gera ráð fyrir þátttöku karla í uppeldi, af hveiju heldur þú að þetta stafi? „Ætli þetta snúist ekki fyrst og fremst um arfleifð gamalla tíma, við virðumst hafa byggt upp samfélag sem snýst um það að karlar færi björg í bú á meðan konur bjarga búinu, í það minnsta hugmynd um að svo eigi að vera þrátt fyrir margar undantekning- ar í gegnum söguna. Ég held að við sé- um hreinlega að eiga við þessar hug: myndir en þær eru okkur til trafala. I samfélagi þar sem atvinnuþátttaka kvenna þykir eðlileg og sjálfsögð ætti rík þátttaka karla í heimilishaldi og uppeldi að vera jafn sjálfsögð. Það þykir hins vegar ekki jafn sjálfsagður hlutur, og eins og ég nefndi áðan þá hrósum við um of körlum sem það gera. Með öðrum orðum eiga kröfurn- ar til karla að vera meiri og um leið ættu karlar að setja minni kröfur á sjálfa sig hvað varðar vinnu, þeir eru ekki ómissandi í vinnu og mikilvægt að karlar átti sig á því. Fyrirtækið starfar áfram þótt einhverjir hverfi frá störf- um en hins vegar mega börnin ekki missa af foreldrum sínum. Ég vona að sú staðreynd að langflestir karlar taka fæðingarorlof eigi eftir að hjálpa til við að breyta þessum hugmyndum og að þeir taki ríkari og sjálfsagða ábyrgð á heimilishaldi í kjölfarið.“ Eru karlar ekki nógu duglegir að taka þátt í umræðu um fjölskylduna sem þó snertir þá sjálfa? „Nei, ég tel að karlar séu ekki nógu duglegir að taka þátt í umræðu um fjölskylduna. Og þegar þeir taka hana til umfjöllunar má umræðan ekki snú- ast um það að „fjölskyldan sé í upp- lausn“ eins og nýjustu dæmin sýna. Slíkt gerir fátt annað en að gauka sam- viskubiti að konum fyrir að vera ekki „nógu duglegar11 við að sinna bömum og heimili. Ég hef sjálfur ósköp ein- falda pólitík í þessum efnum og vildi helst sjá miklu fleiri karla fjalla um fjölskyldumál og miklu fleiri konur fjalla um vegagerð eða fiskigengd." Hveijar eru lausnirnar að þínu mati til að fá fleiri karla til þátttöku í jafnréttismálum kynjanna? „Við verðum í fyrsta lagi að hætta að fjalla um jafnréttismál sem kvennamál enda eru jafnréttismálin málefni allra. Ég tel að umræðan um jafnrétti kynj- anna sé miðlæg og nauðsynleg í allri þjóðfélagsumræðu okkar og það er því mikilvægt að sjónarhornin séu mörg. Ef karlar taka ekki þátt í þessari um- ræðu vantar ansi mörg sjónarhorn og það er hætta á því að umræðan staðni eða haldi áfram að byggjast á mýtum og getgátum. Hér skiptir engu máli hvort við teljum að það sé grundvallar- munur á kynjunum eða hvort við leggj- um áherslu á margbreytileika og tök- um eftir því að karlar eru ólíkir inn- byrðis og konur ólíkar innbyrðis, sjón- arhornin eru nauðsynleg. Alveg eins og mikilvægt er að það ríki jöfn skipting í nefndum og ráðum, á Alþingi og í stjórnum fyrirtækja, við höfum hrein- lega ekki efni á því að fara á mis við hæfileika helmings þjóðarinnar.“ eftir Rósu Björk Brynjólfsdótuir 41

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.