19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 29

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 29
kynbundíð ofbeldi þægju háar fjárhæðir frá glæpahringj- um fyrir að greiða leið erlendra stúlkna, sem seldar höfðu verið í vændi, inn í landið. Starfsmenn alþjóðastofnana og hjálparsamtaka sem vinna gegn man- sali hafi komist að því að til eru skipu- lagðir markaðir, meðal annars í nokkrum ríkjum Austur-Evrópu, þar sem stúlkur og drengir frá hinum ýmsu löndum eru boðin upp eins og hverjir aðrir kjötskrokkar. Þar eru þau strípuð fyrir framan hóp af hugsanleg- um kaupendum: vændishúsaeigendum eða öðrum kaupendum sem síðan selja þau áfram. Mansal til kynlífsþrælkunar er ekki nýtt af nálinni. Alþjóðastofnanir hafa barist gegn þessum viðskiptum í árar- aðir og þá aðallega með lagasetning- um. Árangurinn hefur þó ekki verið sem skyldi þar sem þeir sem stunda mansalsviðskipti finna iðulega nýjar og nýjar aðferðir til að snúa á lögin til að komast hjá því að upp um þá komist. Einnig eru þeir til sem telja að vinna þurfi gegn mansali með því að uppræta fátækt í heiminum og stuðla að aukn- um réttindum kvenna og auka þar af leiðandi áhrif þeirra í sínum samfélög- um. Mansal til kynlífsþrælkunnar er grimmdarlegur veruleiki sem þarf að vinna gegn. Hann er það grimmdarleg- ur að hörðustu lögreglumenn og starfs- menn hjálparstofnana, sem vinna gegn mansali, hafa hætt störfum vegna til- finningalegs álags. Eða eins og starfs- maður þekktrar alþjóðastofnunar orð- aði það: „Ég hætti, þetta er bara of niðurdrepandi heimur,“ og lögreglu- maður, sem starfað hefur gegn mansali á Balkanskaganum, sagði við mig: „Það þarf sterkan maga í þetta starf.“ eftir Hrafnhildi Sverrisdóttur 1 Meena Poudel and Ines Smith, „Reducing poverty and upholding human rights: a pragmatic approach" í Rachel Masika, „Gender, Trafficking, and Slavery, Oxfam Focus on Gender", UK, Oxford, 2002, bls. 81. 2 Ulrikke Moustgaard, „Bodies Across Borders“ in Nikk Magasin, „Bodies Across Borders - prostitution and trafficking in women“, Nordic Ins- titute for Women’s Studies and Gender Research, No. 1, 2002, p. 8. SKOÐUN 12 „Eg endaði á vændis- húsi. Ég var seld fyrir 700 dollara. Ég varð að þjóna fimm til átta við- skiptavinum á hverri nóttu en ég fékk engin laun - aðeins tvær mál- tíðir á dag. (...) Tuttugu stúlkur dvöldu í sama herbergi. Til hliðar voru herbergi þar sem við sinntum viðskiptavinum. Þegar ég var á blæðing- um dópaði eigandinn mig upp með því að sprauta mig í lærið áður en ég var send inn á herbergi með viðskipta- vini. Fyrst fékk ég berk- la en síðar greindist ég með HIV."1 ^annfjöldasjóður Sameinuðu þjóð- (UNFPA) telur að um það bil 700 . “sund til 2 milljónir manna séu seldar ^ytniskonar vinnuánauð landa á milli á Grju ári. Ef innanlandsmansal er l( eðtalið er talið að talan fari jafnvel (.Pp í 4 milljónir á ári. Þróunaráætlun ^tneinuðu þjóðanna (UNDP) telur að ^kJur af mansali nemi að minnsta °sti 7 milljörðum dollara árlega sem 8etur mansalsviðskipti í þriðja sæti í alh'- (í PJoða glæpageiranum á eftir fíkni- Pa- 0g vopnasölu. . aaði strákar og stúlkur, þá aðallega a fátækari ríkjum heimsins, eru seld í w: rælkun. Stúlkur eru þó í mikl- „Þrælasala nútímans a J* tUoirihluta. Flestar þeirra eru lokk- v ar t kynlífsánauð með loforðum um , borguð störf sem gengilbeinur, u rnapíur eða fyrirsætur í þekktum v- rgum hins vestræna heims. Sumar vg ftvers konar starf bíður þeh-ra en ^ ða fyrir vonbrigðum á leiðinni eða á l^gastað er þær komast að þeirri Stfn Sem l)ær þurfa að hfa við. Sumar fkur eru seldar af foreldrum sínum, þá aðallega í þeim héruðum heimsins þar sem stúlkur eru ekki metnar til jafns á við drengi. Aðrar halda af stað í rómantísk ferðalög með kærastanum sem á endanum reynist harðsvíraður sölumaður. Enn öðrum er hreinlega rænt. Stúlkurnar enda flestar á vændis- húsum í ókunnum borgum. Þar er þeim tilkynnt að þær þurfi að þjóna fjölda viðskiptavina á hverjum degi til að borga fölsuð vegabréf, ferðakostnað frá heimalandi sínu, ásamt fæði og hús- næði á meðan á dvöl þeirra stendur. Aðstæðum þeirra má helst líkja við þrælahald. Mörgum þeirra er haldið föngnum, þær fá engu ráðið um heilsu sína og velferð. Eiturlyf eru notuð í miklum mæli til að gera stúlkurnar samvinnuþýðari og meðfærilegri fyrir yfirmenn sína og viðskiptavini. Ef þær eru ósamvinnuþýðar sæta þær bar- smíðum, nauðgunum og jafnvel hótun- um um hefndir gegn fjölskyldum þeirra. Morð á stúlkum er notað sem agatæki á hinar sem eftir eru. Að sleppa lifandi úr slíkri prísund er enginn leikur þar sem eigendur vænd- ishúsanna halda í langflestum tilfellum vegabréfi, farmiðum og peningum starfsmanna sinna í sínum fórum. Oft gengur heldur ekki að leita hjálpar hjá yfirvöldum þar sem lögreglumenn eru oft reglulegir viðskiptavinir stúlknanna og því ekki líklegir til að veita þá að- stoð sem þörf er á þar sem væntanlega myndi komast upp um þá í leiðinni. Stúlkunum er skipt ört út af vændis- húsunum og seldar áfram. Starfsaldur hverrar stúlku er einnig mjög lágur vegna ofbeldis og kynsjúkdóma. Þar af leiðandi er gróðavænlegra fyrir sölu- menn að losa sig við veika og illa farna stúlku og bjóða upp á nýja og ferska. Þessi hraða skipting hvetur viðskipta- vininn til að koma aftur sem og tryggir það að stúlkurnar myndi ekki of sterk tilfinningasambönd við viðskiptavini sem gætu hugsanlega aðstoðað þær við að flýja. Til að viðhalda stöðugu streymi af nýjum stúlkum í bransann er mikil- vægt fyrir þá sem stunda mansal að viðhalda tengslum, til dæmis við þá foreldra sem þegar hafa selt dóttur í þeirri trú að hún væri á leið í góða vinnu. Þetta er gert með því að senda litlar peningaupphæðir til foreldranna af og til í þeirri von að vilji sé fyrir hendi að selja yngri dætur þegar þær komast á legg. Afleiðingar kynlífsþrælkunar á ein- stakling eru í flestum tilfellum skelfi- legar: sálrænir kvillar, ófrjósemi, og kynsjúkdómar, eins og HIV. Þær sem komast heim verða oft fyrir aðkasti í sínu bæjarfélagi vegna reynslu sinnar sem eykur líkurnar á því að þær lendi í sama farinu aftur. Mansal til vændissölu eru iðulega í höndum skipulagðra alþjóðlegra glæpahringja sem eiga rætur að rekja til vopna- og fíkniefnasölu, en hafa uppgötvað þann mikla gróða sem hægt er að hafa af mansalsviðskiptum. Að- ferðir þeirra eru þaulskipulagðar til að komast hjá því að upp um þá komist. Þeir hafa góð pólitísk viðskiptasam- bönd á öllum stigum söluferlisins sem gerir þeim auðvelt að útvega fölsuð vegabréf handa þeim stúlkum sem ver- ið er að selja.2 Peter Landesman skrif- aði gi’ein um rannsókn sína á mansali til vændissölu í The New York Times Magazine 25. janúar 2004 undir heitinu „The Girls Next Door“. Hann komst meðal annars að því að nokkrir yfir- menn á alþjóðaflugvellinum í Mexíkó 29

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.