19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 36

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 36
stjórnmálakonur og fjölmiðlar Stjórnmálakonur hafa oft þurft að glíma við ósanngjarnari umfjöllun fjölmlðla en karlar í stjórnmálum. Oftar en ekki ein- blína fjölmiðlar meira á útlit þeirra og framkomu en hjá körlum. Ekki er langt síðan sérstök nefnd var kom- ið á fót hér á landi sem kannaði sérstak- lega hlut stjórnmálakvenna í fjölmiðlum. Konur virðast vera að hasla sér völl sem leiðtogar stjórnarandstöðuflokka í löndun- um í kringum okkur. Fjölmiðlar eru tvíeggjað vopn í höndum stjórnmálakvenna. Þær þurfa á þeim að halda en geta ekki stjórnað því, frekar en karlar, hvernig er fjallað um þá í miðlunum. Þær Steingerður Ólafsdóttir, blaðakona í Gautaborg og Sigríður Hagalín, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn fylgjast vel með fjölmiðlaumfjölluninni í Svíþjóð og Danmörku. Þær segja hér frá því hvernig fjölmiðlar hafa farið höndum um tvær þar- lendar stjórnmálakonur. Stjómmálalelðtogar stærstu ríkjanna og aðelns eln kvenkynslelðtogl... Kvenskörungurinn Gudrun Schyman hefur verið eftirlæti sænskra fjölmiðia um árabil. Hún var formaður sænska Vinstriflokksins í áratug en áberandi í fjölmiðlum umfram þá stöðu sína og alltaf síðan. Það sópar að Schyman og hún vekur athygli hvar sem hún kemur fram fyrir mælsku sína og festu. Schyman var virk í sænska Vinstriflokknum þar til hún sagði sig úr flokknum á síðasta ári og einbeitir sér nú að baráttumálum kvenna. Hún varð formaður flokksins árið 1993 og gegndi þeirri stöðu þar til hún sagði af sér í janúar 2003 í kjölfar umræðna um vafasamt skattframtal hennar. Gudrun Schyman og sænska pressan Það kemur ekki á óvart að Gudrun Schyman sé eftirlæti fjölmiðlanna þeg- ar maður sér hana í eigin persónu. Hún er hærri vexti en maður heldur og nær strax athygli viðstaddra með mælsku og útgeislun. Ekki að undra að hún hafl mikið persónufylgi því hún er á stöðugum ferðalögum um alla Svíþjóð til að breiða út boðskap sinn sem nú er femínismi en var áður sósíalismi. „Eg nota munn við munn aðferðina í jafn- réttisbaráttunni," segir hún og bendir á að til að ljúka upp augum fólks, þurfi að tala við það persónulega. Fjölmiðlarnir hafa bæði verið upp- áþrengjandi og kærkomnir fyrir Gu- drunu Schyman. Hún hefur þurft að þola að þeir þefuðu uppi ýmislegt úr einkalífi hennar, eins og alkóhólisma. Fjölmiðlaathyglin vegna áfengissýk- innar var þó óvenjumikil og sátu blaða- menn um heimili hennar og fyrir utan meðferðarstöð meðan á því máli gekk á árunum 1996 og 1997. I aðdraganda afsagnar hennar 2003 hundeltu fjölmiðlar hana með spum- ingum um fjármál hennar og skatt- 36 framtal. Ýmsir hafa bent á hliðstæður í málum Gudrunar Schyman og Monu Sahlin sem var á leið í formannsstól sænskra jafnaðarmanna þegar hún þurfti að segja af sér ráðherradómi fyrir að nota embættiskreditkort í einkaerindum. Spurt er hvort það gæti verið að þær hefðu ekki orðið fyrir jafnmiklum þrýstingi ef þær hefðu ver- ið hluti af karlahópnum? Báðar hafa þær þó risið upp aftur. Hins vegar hafa fjölmiðlarnir einnig virkað sem gjallarhom Gudrunar Schyman, ekki síst á síðustu mánuðum þegar hún hefur breitt út boðskap fem- ínismans í blöðum og á öldum ljós- vakans. Fjölmiðlarnir höfðu uppi get- gátur um stofnun sænsks femínista- flokks löngu áður en tilkynnt var um stofnun Feministisk initiativ (Fi) fyrr á þessu ári og ófáir umræðuþættir og dálksentimetrar vom lagðir undir þær vangaveltur, sem kemur sér jú vel fyr- ir jafnréttisbaráttuna. Öll sú fjölmið- laumfjöllun hefur verið þökkuð Schym- an. Fi er þó ekki orðinn eiginlegur stjómmálaflokkur enn og þar er inni- stæða fyrir enn frekari fjölmiðlaum- fjöllun. Hvort hún verður á jákvæðum eða neikvæðum nótum á eftir að koma í Ijós en það er ljóst að Gudmn Schyman hefur ekki fjölmiðlana í hendi sér þótt hún sé eftirlæti þeirra. í umfjölluninni um femínistaflokkim1 sagðist hún vera orðin þreytt á þessunj endalausu pælingum fjölmiðla en þa<; væri nú svo sem engin ágengni a einkalíf hennar. Hins vegar lýsir hun því í sjálfsævisögunni sinni frá 19“® hvernig blaðamenn sátu um hana 1 kringum það þegar hún kom fram sagðist eiga við áfengisvandamál a" stríða, þeir reyndu að laumast inn 1 portið hennar og sóttu á nágrannana, sátu alla nóttina utan við húsið hennai ef því var að skipta. í bókinni segir hun líka að sér fínnist best að segja hlutina eins og þeir eru, hún er hreinskilin kemur til dyranna eins og hún eI klædd. Hún höfðaði mál á hendur EX' pressen fyrir forsíðu sem birtist í blað' inu 2001 vegna fyrirsagnar um hana og fyrrv. manninn hennar sem er kvik' myndagerðarmaður en þær hljómuð eitthvað á þá leið að hún væri að fara til Brasilíu að gera erótíska mynd me honum. Málinu lauk 2003 með þvl 3 hún vann málið. eftir Steingerðl Ólafsdðttuf

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.