19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 9

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 9
 mælum með | /\ • * sr 19. jum mælir með... Að frammistaða stúlkna í grunnskólum verði könnuð sérstaklega eins og frammistaða drengja. Bókum Kristínar Marju Baldursdóttur sem fjalla á sérstakan hátt um konur og viðtalsbók hennar við Vilborgu Dagbjartsdóttur er frábær, maður heyrir rödd Vilborgar við lesturinn ... ■ Bók Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar prófessors, Karlmennska og jafnréttisuppeldi (2004). í bókinni skoðar Ingólfur stöðu drengja í skólum en undanfarin misseri hefur þeirri skoðun vaxið fiskur um hrygg að drengir eigi þar undir högg að sækja. Ingólfur ræðir um goðsagnir og veruleika sem endur- speglast sitt á hvað í þessum umræðum. Runólfi Ágústssyni, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, fyrir að vekja athygli á launamun kynja meðal útskriftarnema. Forsætisráðherra Spánar, José Luis Rodríguez Zapatero, sem hefur skorið upp herör gegn heimilisofbeldi þar í landi. ■ Bókinni Hulduslóð eftir Lisu Marklund; skrifuð 1995 eftir frá- sögn Mariu Eriksson, en hún varð fyrir heimilisofbeldi og fór huldu höfði í 11 ár ásamt fjölskyldu sinni. Henni tókst að snúa vörn í sókn og lifir nú góðu lífi. ■ Nýjasta bókin frá RIKK: Kynjafræði og kortlagningar (2005). 81 Veröld sem ég vil - sögu Kvenréttindafélags íslands 1907-1992 eftir Sigríði Th. Erlendsson, einni skemmtilegustu fræðibókinni um íslenska kvenréttindabaráttu með frábærum myndum og fróðleik. Maritzu, hinni portúgölsku fado-söngkonu sem hélt tónleika á Listahátíð Reykjavíkur. Einu sinni var fado-söngur einungis sunginn af körlum og hún er ein af fáum konum sem hlotið hafa frægð og frama í fado-bransanum. fe * * H Að konur eigi að minnsta kosti eina rauða sokka í skúffunni... Leikritinu Mýrarljósi - ádeilu á hjónabandið og þá einu leið sem margar konur eiga til að hafa áhrif, þ.e. að ráða yfir til- finningum annarra og spila með tilfinningar. ■ Námskeiðinu hennar Amal Tamimi: Konur og íslam. Á námskeiðinu fjailar Amal, sem sjálf er frá Palestínu um hvaða áhrif íslam hefur á líf kvenna í löndum múslima. Hvað segir Kóraninn og hver er raunveruleikinn? Hægt að panta námskeið. Kvikmyndinni „At Five in the afternoon" eftir ungu írönsku leikstýruna Samiru Makhmalbaf um stöðu kvenna í Afganist- an ... hrein og falleg snilld sem fjallar meðal annars um lær- dómsþörf afganskra kvenna og baráttu þeirra við feðravaldið. Að allar konur tali opinskátt um launin sín og neiti að taka þátt í launaleynd sem gerir ekkert annað en að halda launum niðri. Cat’s Eye, bók eftir Margaret Atwood sem fjallar um vina- tengsl unglingsstúlkna og hvernig þær beita hver aðra níð- ingslegu valdi - án þess að hafa sjálfar sterka valdastöðu í samfélaginu sem þær hrærast í - en það byggist gjarnan á að níðast á tilfinningum og bregðast trausti. Að allir flykkist á leiki kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir HM 2007, næstu leikir hér heima verða 21. ágúst, 28. ágúst og 24. september. Bók Jóhönnu Kristjónsdóttur: Arabíukonur. Odd girl out - soldið amerískri, poppaðri fræðibók. Fjallar um samskipti og vinatengsl stúlkna - sem mótast oft af þeirri bælingu og óvirkni sem stelpum er oft færð í vöggugjöf og truflar leiðtogahegðun þeirra síðar meir. Bourdieu og Masculine domination (2001). Snýst um hugtakið vald og hvað það á sér margar og óvæntar hliðar. Að allir rifji upp sögu kvenréttinda á þessu afmælisári og lesi sér til um þær konur sem ruddu brautina. Sérstakt sumartilboð: 1.690 krónur Kver með 47 skáldsögulegum mataruppskriftum og einni prjónauppskrift fylgir. - forlag með sál Salka www.salkaforlag.is Rigning í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur segir frá óvæntu ferðalagi um skrýtið ísland. Bókin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda: „Frábærlega stíluð, stælalaus, seiðandi, spennandi, dularfull, öðruvísi, fyndin, áhrifamikil, erótísk, falleg, ögrandi... gerirmann hamingjusaman." „... einnathyglisverðastiíslenskihöfundursem ég heflesið lengi." (F.B. Mbl.) Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2004 Tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum í febrúar 2005 HEIT SUMARLESNING!

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.