Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 2
2 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR Baldur, verður maður ekki að vera hátt skrifaður til að gefa út bók um flugvélar? „Jú stundum, í það minnsta á rétt- um stöðum.“ Baldur Sveinsson gefur um þessar mundir út sína þriðju árbók um flugvélar, en hann hefur elst við þær og myndað í fjóra áratugi. VIÐSKIPTI Gengi krónunnar hefur veikst um tæp 1,7 prósent síðustu vikuna. Vísitala krónunnar stóð við lok dags í gær í 208,3 stigum og hefur hún ekki verið veikari frá byrjun september. Greining Íslands- banka telur að rekja megi veikinguna til útflæðis á vaxta- greiðslum til erlendra aðila. Þeir áttu 93 pró- sent í ríkisskuldabréfa- flokki sem var á gjald- daga á föstudag fyrir viku. Deildin telur vaxtagreiðsluna hafa numið tæpum tíu milljörð- um króna en hnýtir við að ólíklegt sé að erlendir aðilar fari með féð úr landi þótt þeir hafi heimild til þess. - jab Krónan veikist á einni viku: Ekki lægri síð- an í september FÓLK „Mér finnst að það sé verið að brjóta á mér. Ég hef ekkert til saka unnið og hef aldrei gerst sekur um ofbeldisbrot. Ég er saklaus,“ segir Bergur Hallgrímsson, en honum var neitað um endurnýjun á skot- vopnaleyfi í síðustu viku á þeim grundvelli að mál tengt honum væri í rannsókn hjá lögreglu. Bergur reiddist mikið á skrif- stofu umboðsmanns skuldara í október síðastliðnum, eins og fram kom í fjölmiðlum. Hann braut þar rúðu og skilrúm og kastaði tölvu í gólfið. Starfsfólki skrifstofunn- ar var boðið upp á áfallahjálp eftir atvikið og var vinnustaðn- um lokað það sem eftir var dags. Bergur segir þó að sátt hafi náðst í því máli, hann hafi beðist afsökun- ar og engin kæra lögð fram. Ekki hefur verið fram á að hann borgi skemmdirnar sem hann olli. „Það eru tveir mánuðir síðan þetta gerðist. Þegar ég sótti um endurnýjun og var synjað á þess- um grundvelli hélt ég fyrst að um mistök væri að ræða,“ segir Berg- ur. „Það virtist ekki nægja að ég kæmi með læknisvottorð og hreint sakarvottorð, heldur fór lögregl- an að kafa ofan í málaskrána sína, sem er alveg með ólíkindum. Þar eru atvik og skráningar sem eru beinlínis bara rangar.“ Á málaskrá Bergs hjá lögregl- unni eru skráð atvik sem ná allt að tíu ár aftur í tímann, þar á meðal eitt sem átti sér stað þegar hann vann sem dyravörður á Kofa Tóm- asar frænda, þar sem alþingismað- urinn Jón Gunnarsson kærði hann fyrir líkamsárás. „Ég þurfti að vísa félaga hans út vegna mikillar ölvunar og Jón reiddist ógurlega þannig að ég vísaði honum einnig út. Ég hafði ekkert heyrt af þessari kæru fyrr en lögreglan sagði mér frá henni í síðustu viku,“ segir Bergur. Að minnsta kosti þrjú önnur mál, misalvarleg, eru skráð á málaskrá lögreglunnar vegna Bergs, en ekkert þeirra eru kærur. „Ég er farinn að upplifa mig sem flótta- mann og glæpamann í þessu sam- félagi,“ segir hann. „Það eru grund- vallarmannréttindi að það sé komið fram við mann af virðingu þegar ég er saklaus af glæpum.“ Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir mál Bergs enn til skoðunar. „Ég get staðfest það að við erum að fara yfir umsókn hans um end- urnýjun skotvopnaleyfis og málið er til meðferðar hjá lögreglu,“ segir Stefán. sunna@frettabladid.is Fær ekki byssuleyfi eftir berserksgang Maður sem gekk berserksgang á skrifstofu umboðsmanns skuldara fyrir tveim mánuðum fékk ekki endurnýjað skotvopnaleyfi. Hann segist upplifa sig sem glæpamann en sé þó saklaus. Lögreglustjóri staðfestir að málið sé til skoðunar. DÓMSMÁL Einar Örn Arason, 19 ára, og Sólveig Svanhildur Jóns- dóttir, sem er tvítug, voru í hér- aðsdómi í Madríd á Spáni í gær dæmd í sex ára fangelsi fyrir smygl á fimmtán kílóum af kóka- íni. Parið var handtekið á Bara- jas-flugvellinum í Madríd fyrir ári á leið sinni frá Perú og fund- ust fíkniefnin falin í ferðatösk- um þeirra. Fréttablaðið greindi þá frá líkum á því að parið hafi verið burðardýr og hafi átt að flytja fíkniefnin hingað til lands. - jab Par dæmt í sex ára fangelsi: Reyndu að smygla kókaíni SAKAMÁL Undirréttur í Lúxemborg hefur úrskurðað að sérstakur saksóknari fái öll gögn sem emb- ættið aflaði í húsleit í Banque Havilland í febrúar. Bank- inn var áður í eigu Kaupþings. Hann var seldur í fyrrasumar. Núverandi eigendur bank- ans og forsvars- menn nítj- án félaga hafa kært úrskurð- inn. Fram kom á Vísi.is í gær að búist sé við að endanleg niður- staða fáist í málið í febrúar á næsta ári. Húsleitin fyrr á árinu var umfangsmikil og hald lagt á þús- undir skjala. Talið er að skjölin geti skipt sköpum fyrir rannsókn sérstaks saksóknara á Kaup- þingi. - jab Saksóknari fær gögn að utan: Eru mikilvæg í Kaupþingsmáli ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON NEYTENDUR Allt að 160 prósenta verðmunur er á nýjum jólabókum í verslunum. Þetta kemur fram í nýrri könnun ASÍ. Kannað var verð á 43 bókatitlum í 12 verslun- um víðsvegar um landið síðastlið- inn þriðjudag. Algengast var að 25 til 50 prósenta verðmunur væri á milli verslana. Mál og menning á Laugavegi og Penninn Eymundsson í Kringlunni voru oftast með hæsta verðið eða í 12 tilvikum, en Bóksala stúdenta var næstoftast með hæsta verðið eða í 10 tilvikum. Verð á bókum var oftast lægst í Bónus, 17 titlar, en einungis var einnar krónu verðmunur á Bónus og Krónunni á 9 af 10 bókatitlum sem til voru í báðum verslunum. Allir titlarnir sem skoðaðir voru í könnuninni voru fáanlegir í Mál og menningu, Pennanum-Eymunds- son og Griffli. 42 af 43 titlum feng- ust í Hagkaupum. Fæstir titlar voru fáanlegir í Krónunni á Reyðarfirði og Office 1 á Egilsstöðum. Mestur verðmunur reyndist vera á barnabókinni Skúli skelfir fer í frí sem var ódýrust í Nettó á 1.031 krónu en dýrust hjá Hagkaupum á 2.680 krónur, sem gerir 160 pró- senta verðmun. Minnsti verðmunur var á Furðuströndum eftir Arnald Indriðason, ódýrust í Nettó á 3.471 krónur en dýrust á 3.983 krónur í Bóksölu stúdenta. - sv Ný verðlagskönnun ASÍ sýnir Bónus oftast með lægsta verðið í jólabókaflóðinu: Mikill munur á verði bóka ÍRLAND, AP Stjórnarskrárbann við fóstureyð- ingum á Írlandi brýtur í bága við réttindi þungaðra kvenna. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þessari niðurstöðu í gær og gagnrýnir írsk stjórnvöld harðlega. Bann við fóstureyðingum er í stjórnar- skrá Írlands. Samkvæmt gömlum lögum frá árinu 1861 er hægt að lögsækja bæði lækni og sjúkling fyrir morð ef fóstureyðing reynist ekki hafa verið lífsnauðsynleg. Þó úrskurð- aði Hæstiréttur Írlands árið 1992 að konur í lífshættu ættu að fá að fara í fóstureyðingu á Írlandi í stað þess að þurfa að ferðast til Englands eða lengra. Lagadeilan hefur staðið yfir í átján ár og fjölmargar konur hafa þurft að ferðast milli landa vegna fóstureyðinga. Dómarar Mann- réttindadómstólsins sögðu rangt af Írum að viðhalda lagalegri óvissu. Málið sem nú var dæmt í hefur verið í vinnslu í fimm ár. Þrjár konur, sem þurftu að fara úr landinu til að fara í fóstureyðingar, kærðu írsk stjórnvöld. Ein kvennanna átti fjögur börn fyrir og öll voru þau í fóstri ann- ars staðar. Önnur vildi ekki verða einstæð móðir, og sú þriðja var frá Litháen en var stödd í Írlandi vegna sjaldgæfs krabbameins. Ekki þótti sýnt fram á nægjanlega hættu á heilsu fyrstu kvennanna tveggja. Sú þriðja var hins vegar í lífshættu og voru írsk stjórn- völd dæmd til að borga henni fimmtán þúsund evrur í skaðabætur. - þeb Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að fóstureyðingabann brjóti í bága við réttindi kvenna: Írar sæta harðri gagnrýni vegna fóstureyðinga MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL EVRÓPU Úrskurðaði í máli þriggja írskra kvenna sem vildu fóstureyðingu heimafyrir. Furðustrandir 3.890 3.983 3.699 3.471 3.571 3.698 Dýrin í Saigon 2.490 2.241 2.150 e e 1.995 Handritið að kvikmynd... 4.990 3.983 3.783 3.528 3.510 3.980 Svar við bréfi Helgu 5.280 3.960 3.590 e e 4.890 Mörg eru ljónsins eyru 4.990 3.983 3.829 3.699 e 4.995 Mér er skemmt 4.890 5.121 3.930 3.471 3.463 3.990 Önnur líf 4.999 5.112 3.979 3.976 3.935 e Pe nn inn Ey mu nd s- so n, Kri ng lun ni Bó ksa la stú de nta , Sæ mu nd arg ötu Ne ttó , M jód d Bó nu s, Í saf irð i Iða , L æk jar - gö tu 2a Gr iffi ll, S ke ifu nn i 11 d ódýrast dýrast e - ekki til í verslun Bóksölur með jólabækur Heimild: ASÍ Skotvopnalögin 13. grein: „Skilyrði fyrir veitingu skotvopnaleyfis eru: b. að hafa ekki gerst brotlegur við ákvæði almennra hegningarlaga, áfengislaga, laga um ávana- og fíkniefni, laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum [...]“ 34. grein: „Leyfi samkvæmt lögum þessum getur leyfisveitandi afturkallað hvenær sem er ef ekki teljast lengur vera fyrir hendi nauðsynleg skilyrði fyrir leyfinu, leyfishafi hefur ekki farið eftir settum fyrirmælum eða ætla má að leyfishafi muni fara óforsvaranlega með efni og tæki sem leyfið tekur til.“ nr. 16/1998 Ég er farinn að upplifa mig sem flóttamann og glæpamann í þessu sam- félagi. BERGUR HALLGRÍMSSON EFNAHAGSMÁL Viðskiptaráð Íslands hefur opnað upplýs- ingavefinn Beinu brautina með ýmsum upplýsingum um fjár- hagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Síðan var opnuð í beinu fram- haldi af víðtæku samkomulagi stjórnvalda og hagsmunasamtaka sem hraða á úrvinnslu skulda- mála lítilla og meðalstórra fyr- irtækja. Skrifað var undir sam- komulagið á miðvikudag og horft til þess að það sé forsenda nýrrar fjárfestingar og hagvaxtar. - jab VÍ hjálpar til úr skuldavanda: Opna vefsíðuna Beinu brautina BEINA BRAUTIN Skrifað var undir sam- komulag um úrlausn skuldavanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.