Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 34
34 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR Sigmundur Guðbjarnason benti í pistli sínum í Fréttablaðinu mánudaginn 13.des. síðastliðinn á mikilvægi þess að efla nýsköp- un og færnina til að framkvæma hugmyndir sínar. Ég tek undir mat hans á mikilvægi „nýsköpunar og ræktunar frumkvöðla“ og læt í ljós þá ósk að sú hugsun verði útbreidd- ari og sýnilegri í verki. Ég var grunnskólakennari í næstum 30 ár og kenndi síðustu 10 árin námsgrein sem þá var köll- uð ´nýsköpun´ á stundaskránni. Þessi námsgrein eða viðfangsefni í skólastarfi sem hefur líka verið kölluð ´nýsköpunarmennt´ náði að virkja nánast alla nemendur sem ég kenndi, til að vera skapandi og virk- ir sem annars var mjög misjafnt eftir námsgreinum og nemendum. Opinber orðræða er mjög hliðholl nýsköpun og nú eftir að kreppan skall á hefur trúin á nýsköpun sem leið upp úr þeim öldudal færst enn í aukana og heyrist næstum sem töfraorð. Ég tek reyndar undir með þeim sem þannig tala þar sem ég veit að nýsköpun og skapandi hugsun og aðgerðir á flestum svið- um er vænleg til að leysa allskonar vandamál og þarfir og skapa lausn- ir og afurðir sem eru verðmætar og verða hluti af því skapandi ferli sem þarf til að flytja okkur í átt að ríkara samfélagi, bæði efnahags- lega og samfélagslega. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt Námsgreinin eða námssviðið sem hefur verið kölluð nýsköpunar- mennt eða nýsköpunar- og frum- kvöðlamennt kom fyrst inn í náms- krá grunnskóla 1999 og hefur verið í námskrá framhaldsskóla um nokkurn tíma. Þetta viðfangs- efni í menntun gengur út á að efla skapandi hugsun og færni með því að leita uppi og greina þarf- ir og þjálfast í að finna lausnir til að mæta þeim. Kennd eru vinnu- brögð og ræktaður hugsunarháttur sem hefur verið kenndur við vinnu- brögð og hugsunarhátt uppfinninga- manna. Einnig er mikil áhersla lögð á að nemendur fái tækifæri í námi til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og að efla tengsl við nærsamfélag, atvinnulíf og ýmsa aðila í samfélaginu utan skólans. Með öðrum orðum má segja að þar sé verið að „rækta nýsköpun og frumkvöðla“. Í nýsköpunarmennt eru nemend- ur að vinna með að bæta tilveruna á einhvern hátt, þjálfast í að lesa í umhverfi sitt, náttúrulegt og tækni- legt. Stundum þróa nemendur hug- myndir sínar yfir í afurðir sem verða söluvörur ýmist áþreifan- legar eða sem þjónusta. Þeir kynn- ast því hvernig hugmyndir verða að verðmætum ásamt því þjálfast í skipulagningu, stjórnun og sam- vinnu. Þróun nýsköpunarmenntar í grunnskólum átti sér stað fyrir til- stilli nokkurra öflugra einstaklinga og voru þau Paul Jóhannsson tækni- fræðingur og Guðrún Þórsdóttir þar fremst í flokki og var vagga hennar lengi vel í Foldaskóla í Reykjavík. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur stóð að því að koma Nýsköpunarkeppni grunnskólanna á laggirnar – en í nokkur ár hefur Menntamálaráðu- neytið séð um keppnina í samstarfi við menntastofnanir og ýmsa aðila í atvinnulífinu. Sú keppni er mjög jákvæð starfsemi og hefur hald- ið uppi merki nýsköpunarstarfs í grunnskólum en gefur þó ekki rétta mynd af því starfi sem fer fram í grunnskólunum á því sviði, sem er því miður mjög lítið og ómark- visst. Fáir grunnskólar á Íslandi bjóða formlega kennslu og þjálf- un í nýsköpunarmennt og virðist ýmislegt spila þar saman sem erf- itt er að festa hönd á. Þrátt fyrir að nýsköpunarmennt hafi komið inn í aðalnámskrá grunnskóla 1999 hefur hún lítið breiðst út sem form- legt viðfangsefni og sumir skóla- stjórnendur telja að hún hafi horfið að einhverju leyti í athyglinni sem tölvur og upplýsingatækni fengu og einnig virðist sú staðreynd að hún fékk ekki tímaúthlutun hafa haft eitthvað að segja sem og að engin sérstök kynning fór fram á þessum námsþætti/námsgrein. Á Íslandi er engin markviss menntun á þessu sviði í boði í kennaranámi eins og er. Ýmsir fleiri þættir spila þar inn í líka svo sem færni kennara og vilji til að taka þessa kennslu að sér, samstarf innan skóla og áhugi og virk þátttaka skólastjórnenda í að þróa námsgreinina. Ég tel að það þurfi að rækta og viðhalda þessari tegund af skap- andi færni markvisst í gegnum allt grunnnám og ekki síst á grunn- og framhaldsskólastigi (þar er líka lítið framboð). Þannig held ég að það væru fleiri frjóir, skapandi og framtaksfúsir nemendur á háskóla- stigi en að ætlast skyndilega til þess að háskólanemar séu skapandi og að fara þá að þjálfa upp færnina til að greina þarfir og vandamál og finna lausnir – enda hafa margir háskóla- kennarar kvartað yfir að nemendur sem þeir fá vilji helst vera viðtak- endur en ekki virkir skapendur. Ég er hjartanlega sammála því sem Sigmundur Guðbjarnason sagði í pistil sínum að: „Þátttaka barna í slíku starfi hefur áhrif á hugsun- arhátt þeirra, eykur frumkvæði og útsjónarsemi þeirra og hvetur þau til að leita leiða til að leysa vand- ann hverju sinni.“ Það er þó lítið gert af því að nýta nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í grunnskól- um og framhaldsskólum og þarf að fá meiri stuðning ef það er raun- verulegur vilji fyrir að efla slíka menntun. Kynna þarf hvaða ávinn- ing slíkt starf hefur í för með sér, sannfæra stjórnendur og kennara um það, þjálfa kennara, þróa mats- aðferðir sem meta ferli og sköpun og síðast en ekki síst að sannfæra foreldra um að svona menntun sé gagnleg og sé áhrifaríkur grunnur að frekara námi og virkri þátttöku í þjóðfélaginu. Rannsókn mín á stöðu nýsköpunarmenntar í íslenskum grunnskólum hefur gefið vísbend- ingar um að skólafólk og almenn- ingur þar með taldir foreldrar hafi óljósar hugmyndir um hvað nýsköp- unarmennt felur í sér. Öflugt sam- starf skóla og samfélags bætir bæði skólastarfið og samfélagið og er einn af þeim þáttum sem getur haft afgerandi áhrif á nýsköpunar- mennt og hvort hún nær varanlegri fótfestu í skólastarfinu. Dæmi um nýsköpunarmennt Allnokkrir skólar afgreiða þenn- an námsþátt með því að fá einn nýsköpunarkennara í heimsókn í eitt eða tvö skipti til að þjálfa nem- endur í 40 mínútur í senn en það er fráleitt að ætlast til að nemendur tileinki sér vinnubrögð og hugsun- arhátt á einni til tveimur kennslu- stundum á ári. Nokkrir grunnskólar hafa þróað og bjóða nemendum sínum samfellt nám í nýsköpunarmennt. Folda- skóli í Reykjavík hefur í mörg ár boðið nemendum sínum nýsköpun- armennt og Þjórsárskóli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Ingunnar- skóli í Reykjavík hafa verið að þróa þessa námsgrein og bjóða mörgum árgöngum. Einn skóla enn má nefna sem hefur byggt upp nýsköpunar- og frumkvöðlamennt með góðum stíganda og samfellu en það er Grunnskólinn austan Vatna (á Hofs- ósi, Hólum og Sólgörðum í Fljótum). Grunnskólinn austan Vatna býður yngri nemendum grunnþjálfun í vinnubrögðum nýsköpunarmenntar og eldri nemendur taka þátt í frum- kvöðlaverkefnum svo sem Reyk- laus, rekstur kaffihúss og Verð- mætasköpun í héraði. Fleiri skóla mætti nefna sem eru að gera góða hluti á þessu sviði (þó þeir séu allt- of fáir) og gaman væri ef nemend- ur, kennarar og stjórnendur segðu meira opinberlega frá sínu starfi í nýsköpunarmennt. Heilu skólasamfélögin hafa sjald- an tekið sig til við að móta stefnu og starf á sviði nýsköpunarmennt- ar en þó má nefna að Fljótsdalshér- að hefur nýlega haft frumkvæði að því að bjóða öllum skólum á öllum skólastigum á Héraði þjálf- un í nýsköpunar- og frumkvöðla- mennt og hafa þau unnið sameign- lega stefnu og skólanámskrár um slíka menntun og sköpun nýsköp- unarmenningar í héraðinu. Einnig er athyglisvert samstarf Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Iðnaðarráðuneytis sem nú er hafin við að þróa áfanga fyrir framhalds- skólastigið um nýsköpunarmennt. Nýsköpunarmennt í skólum landsins Ég tel að það þurfi að rækta og viðhalda þessari tegund af skapandi færni mark- visst í gegnum allt grunnnám og ekki síst á grunn- og framhaldsskólastigi. AF NETINU Sömu eigendurnir? Ég hef fengið svar við fyrirspurn til ráðherra um eignir Íslendinga í erlendum sjávarútvegi. Þær nema 873 milljörðum! – segir Seðlabankinn, en má ekki vegna þagnarskyldu gefa upp hverjir eiga þetta fé. Þess skal getið að skuld- setning í íslenskum sjávarútvegi er nú talið eitt af helsti vandamál- um þjóðarinnar. Þær skuldir eru yfirleitt metnar 5–600 milljarðar króna. Þessar skuldir væri allar hægt að borga upp, og meira til, með eignunum erlendis. Og þá er það spurningin sem ekki fæst svar- að: Eru íslenskir eigendur erlendra sjávarútvegsfyrirtækja nokkuð sömu Íslendingarnir og þeir sem eiga hin skuldsettu íslensku sjávar- útvegsfyrirtæki? blog.eyjan.is/mordur Mörður Árnason Dómur sögunnar Sagan mun líka dæma þá ákvörð- un vel að ríkið skyldi ekki dæla inn þúsund milljörðum í bankana í október 2008. Þá stóð til að setja um 500 milljarða af erlendum eignum lífeyrissjóðana með. Auk þess var kvartað yfir því að lánalínur Seðlabankans væru ekki nýttar í sama tilgangi sem skyldi. Það má þakka Geir Haarde forsætisráðherra og bankastjórn Seðlabankans undir stjórn Davíðs Oddssonar að ekki fór verr. ea.blog.is Eyþór Arnalds Metnaðarleysi KSÍ Forystumenn Knattspyrnusam- bandsins verða að skammast sín og bregðast við þeirri niður- lægingu sem þeir hafa kallað yfir okkur Íslendinga: „Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu heldur áfram að falla niður á FIFA-listanum en á þeim nýjasta sem birtur var í dag er Ísland í 112.-113 sæti af 207 þjóðum,“ segir í fréttum. Fólk er hætt að koma á völlinn, áhuginn er enginn og þess vegna er álitamál hvort rétt sé að landsliðið sé Íslands. Best er að skilgreina það sem úrvalslið KSÍ. Metnaðarleysið er algjört. Miðjan.is Sigurjón M. Egilsson Það kemur fyrir að ég skamm-ast mín meira fyrir íslenska fjölmiðla en útrásarvíkinga. Þeir níddust þó að minnsta kosti á fólki í tiltölulegum friði frá kastljós- inu þannig að börn þurftu ekki að hlusta á foreldra sína úthrópaða hjá alþjóð fyrir það eitt að þekkja ekki muninn á kredit og debet. Ég er sem sagt ekki glöð með frétt 15. desember um konu með þrjú börn á framfæri sínu og of háar tekjur að mati fréttamanns til að þiggja mataraðstoð, fréttin er til þess gerð að virka eins og slúður- púðurtunna. Fjölmiðlar, ábyrgð takk. Í stað þess að nánast hlakka yfir þessu „skúbbi“, hvernig væri þá að hjálpa fólki? Vekja athygli á vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum með að halda reiðu á heimilisbókhaldinu án ráðgjafar – og leggja sitt af mörk- um til að sú aðstoð sé veitt í sam- félaginu? Fjalla um SMS-lánin, sem hafa sett marga unglinga og fatlaða á hausinn? Segja frá ýmsum mögu- leikum fyrir fólk með athyglisbrest og aðrar raskanir til að skipuleggja og halda utan um fjármál sín? En nei – köstum endilega fyrsta stein- inum. Fréttina vann fjölmiðlakona sem ég hef trú á en þarna fór eitt- hvað úrskeiðis. Önnur fjölmiðlakona sem er í miklum metum hjá mér, að minnsta kosti fram að þessu, rekur svo naglann alveg inn þegar hún skrifar 16. desember í grein sinni „Kreppan og heimskan“ um sömu konu og sagt var frá í fréttinni: „Einstæð móðir þriggja barna sem hefur tæpar fjögur hundruð þúsund í ráðstöfunartekjur, ef lagðar eru saman örorkubótagreiðslur, með- lög og barnabætur segir við Vísi að hún þurfi að sækja mataraðstoð til Fjölskylduhjálparinnar af því hún sé búin með alla peningana. Finnst henni virkilega viðeigandi að rekja þessar búmannsraunir sínar undir nafni og mynd. Hvað með þá sem líða raunverulegan skort?“ Stöldrum aðeins við náungakærleikann hérna. Börn þessarar konu, sem vel að merkja er með athyglisbrest og tilheyr- andi skipulagsörðugleika, fá ekki að borða um jólin, sé ekkert að gert. Er þá óviðeig- andi að mamma þeirra nái í mat fyrir þau? Eiga þau ekki að borða af því að mamma þeirra fór illa með fé af fákunnáttu sinni? Er skortur þeirra ekki jafnraunverulegur og barna sem eiga skynsama fátæka foreldra? Sum fátæk börn betri en önnur Fátækt Kristín Elfa Guðnadóttir útgáfustjóri KÍ Stöldrum aðeins við ná- ungakærleik- ann hérna. Nýsköpun Svanborg R. Jónsdóttir grunnskólakennari og doktorsnemi Mikið úrval af kuldafatnaði á börn ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 52 23 6 11 /1 0 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS 12.990kr.Verð frá Kuldagallar 6.990kr.Verð frá Kuldabuxur 9.990kr.Verð frá stærðir: 80 -120Úlpur stærðir: 128 -174Úlpur 11.990kr.Verð frá JÓLAGJÖFIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.