Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 30
30 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR AF NETINU Fáar stórar eða fleiri litlar? Í Danmörku og Noregi eru til reglur hvað varðar stærð verslunar- miðstöðva. Til skamms tíma var, og er kannski enn, stærð mat- vöruverslanna takmörkuð. Það var gert til þess að dreifing þeirra verði meiri. Það kann að vera hagur kaupmannsins að byggja eina 3000 fermetra verslun meðan að það eykur þjónustustigið og minnkar bifreiðaumferð að opna sex 500 fermetra verslanir í tengsl- um við íbúðahverfin í stað einnar risavaxinnar. blog.eyjan.is/arkitektur Hilmar Þór Björnsson Sólheimar ekki einsdæmi Ef allt væri með felldu væri ekki verið að fjalla um það örfáum dögum fyrir áramót að rekstur stofnunar eins og Sólheima verði tryggður. Mjög lengi hefur verið vitað að um þessi áramót yrði breyting á starfsumhverfi svona stofnana og því einkennilegt að svona mál sé á þessu stigi núna. En þetta er ekki einsdæmi í félagslega kerfinu heldur gerast svona hlutir og hafa gerst mjög oft. Oftast gerist þetta þannig að ýmist stefnir í fyrirsjáanlega breyt- ingu á rekstri eða að yfirvöld gefa í skyn að slík breyting sé yfirvofandi. Síðan líður og bíður og það mynd- ast óvissuástand líkt og í kjaradeilu þar sem samningar eru að renna út og lítið sem ekkert er að gerast. omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson Úrelt sjónarmið í umræðu um landbúnað Kristján E. Guðmundsson skrifar grein í blaðið þann 13. þ.m. sem hann nefnir „Offramleiðsla á lambakjöti“. Grein sína hefur Kristján á að rifja upp skemmtilega 50 ára gamla sögu frá uppvaxtarárum sínum á Snæfellsnesi. Því miður virðast sjónarmið hans byggð á upplýsingum sem eru álíka gamlar og löngu úreltar. Í fyrsta lagi þá er stuðningur við sauðfjárbændur ekki bein- tengdur framleiðslu og hefur ekki verið það síðan farið var að ákvarða hann í búvöru- samningum fyrir tæpum 20 árum. Í samningunum eru skilgreindar afmarkað- ar fjárhæðir til ákveðinna verkefna. Það þýðir að ef framleiðslan eykst, þá dreifast fjármunirnir einfaldlega meira og stuðningurinn lækkar á hvert framleitt kíló. Kristján er sennilega með þarna í huga gamla niðurgreiðslu kerfið þar sem tryggð var ákveðin nið- urgreiðsla á hvert framleitt kíló án tillits til framleiðslu- magns, en það er löngu aflagt. Þessa rangfærslu margítrekar Kristján í greininni. Til að koma í veg fyrir frek- ari misskilning vil ég einnig taka fram að engin opinber verðstýring er heldur á kinda- kjöti. Í öðru lagi þá er engin sér- stök niðurgreiðsla á útflutning. Útflutningsbætur voru aflagð- ar 1992. Eins og áður sagði þá er stuðningurinn ekki bundinn framleiðslumagni og því myndi engu breyta þó að ekki væri flutt út eitt einasta kíló af lambakjöti. Sumstaðar eru enn greiddar verulegar útflutnings- bætur á landbúnaðarvörur, eins og t.d. í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum og kannski hefur Kristján talið að þær væru hér enn við lýði. Í þriðja lagi er fjarri sanni að kerfið hvetji til aukinnar framleiðslu og ég skil ekki hvernig Kristjáni tekst að fá það út. Framleiðslan árið 2000 var 9.735 tonn en 8.841 tonn árið 2009 sem er um 9% minna. Árin þar á milli var hún að meðaltali 8.700 tonn. Sé framleiðslan borin saman við sölu árin 2000-2010 þá er framleiðsla umfram sölu 2,7%. Meginhluta þess má skrifa á frostrýrnun en þeir sem til þekkja vita að kjöt sem þarf að geyma lengi í frysti léttist vegna uppgufunar. Alltaf þarf að frysta meginhluta fram- leiðslunnar vegna þess að slátr- að er aðeins í rúma tvo mánuði á ári, en sala fer fram allt árið. Í fjórða lagi endurtekur Kristján gömlu söguna um haugakjötið og lætur það hljóma eins og það hafi við- gengist að kjöt hafi verið urðað í stórum stíl eftir að hafa verið úðað með eiturefnum. Sannleik- urinn er sá að í eitt skipti árið 1987 voru 170 tonn af tveggja ára gömlu 2. flokks kjöti (aðal- lega hrútakjöti) urðuð. Þetta var sem sagt gert einu sinni, en sumir muna það enn vegna þess að RÚV birti sjónvarps- frétt um málið. Enn fremur ákallar Kristján náttúrvernd- arsinna eins og sauðfjárfram- leiðslan sé enn að ofnýta landið. Um 90% framleiðslunnar eru innan gæðastýringar. Þar er m.a. kveðið á um að taka verði út allt land þátttakenda með tilliti til beitarþols. Bannað er að rýra landgæði og komi slíkt upp missir viðkomandi bóndi aðild að gæðastýring- unni. Fyrir liggur jafnframt að hundruð bænda vinna gríðar- legt starf við landgræðsluverk- efni og Samtök sauðfjárbænda undirrituðu fyrr á árinu sam- starfssamning við Landgræðsl- una um enn frekari verkefni. Á þeim áratug sem nú er að enda þá var það svo lengi framan af að lægra verð fékkst fyrir útflutt kjöt en það sem seldist innanlands. Þess gætti jafnframt í verðlagningu til bænda. Þess vegna var í gildi útflutningsskylda þar sem bændur skiptu á milli sín útflutningnum. Hún er nú aflögð og verð til bænda er það sama hvort sem kjötið er selt hérlendis eða erlendis. Fall krónunnar árið 2008 gerði verð á erlendum mörkuð- um hagstæðara og það er nú í sumum tilvikum betra en inn- anlandsverð. Síðustu misseri hefur eftirspurn jafnframt auk- ist og verð hækkað í erlendri mynt. Útlit er fyrir að útflutn- ingstekjur af sauðfjárafurðum verði tæpir 2,5 milljarðar á þessu ári. Við sauðfjárbænd- ur erum stoltir af okkar fram- leiðslu og þeim gjaldeyristekj- um sem greinin aflar íslenskri þjóð. Við vonumst til að sem flestir geti glaðst með okkur yfir því. Hvaða skoðun sem menn hafa á íslenskum landbúnaði og stuðningi við hann verður a.m.k. að byggja umræðuna á staðreyndum en ekki gömlum staðalímyndum. Landbúnaður Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda Útlit er fyrir að útflutningstekjur af sauðfjárafurðum verði tæpir 2,5 millj- arðar á þessu ári. Við sauðfjárbændur erum stoltir af okkar framleiðslu og þeim gjald- eyristekjum sem greinin aflar íslenskri þjóð. VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 LEYNIST H M Í HAND BOLTA Í JÓLAPAK KANUM Þ ÍNUM? Vinsælu gj afakortin f ást hjá Stöð 2 í S kaftahlíð o g í Kringlu nni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.