Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 4
4 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR UTANRÍKISMÁL Leitar- og björgun- arsvæði Íslands á norðurslóðum hefur verið staðfest með sam- starfssamningi aðildarríkja Norð- urskautsráðsins. Í samningnum eru afmörkuð leitar- og björg- unarsvæði sem hvert ríkjanna átta ber ábyrgð á, en auk þess er kveðið á um skuldbindingar þeirra og sam- starf við leitar- og björgunarað- gerðir. Samningurinn verður undir- ritaður á ráðherrafundi Norður- skautsráðsins í Nuuk á Grænlandi í maí næstkomandi, en hann þykir marka tímamót að ýmsu leyti. Tómas H. Heiðar, þjóðréttar- fræðingur utanríkisráðuneytisins og formaður samninganefndar Íslands á fundinum, sagði í sam- tali við Fréttablaðið að viðræður hefðu gengið framar vonum þrátt fyrir að þetta væri í fyrsta skipti sem aðildarríkin átta gera með sér alþjóðasamning. „Með þessu erum við að styrkja Norðurskautsráðið og skapa mik- ilvægt fordæmi fyrir samnings- gerð á öðrum sviðum tengdum norðurslóðum og þegar er farið að ræða um önnur efni sem eru þar í deiglunni.“ Tómas segir að breytingar á veð- urfari í norðurhöfum hafi í raun kallað á samning sem þennan. „Breytingarnar kalla á aukna umferð í lofti og á hafi sem fylgir aukin slysahætta og þá við erfið- ar aðstæður. Ríkin eru með samn- ingnum að mæta aukinni þörf á leit og björgun.“ Hið víðfeðma svæði sem Ísland mun bera ábyrgð á samkvæmt samningnum hlýtur að kalla upp spurningar varðandi viðbragðs- getu Landhelgisgæslu Íslands og annarra viðbragðsaðila. Gæslan hefur yfir að ráða tveimur þyrlum, tveimur flugvélum og þremur varðskipum sem hafa vaktað lög- sögu Íslands. Tómas segir að vissulega sé svæði Íslands umsvifamikið, en samningurinn kveði einmitt á um nánara samstarf ríkjanna að þessu leyti. „Kjarni samningsins er aukið samstarf ríkjanna sem mun auð- velda Íslendingum mjög að ráða við ábyrgðina á leit og björgun á sínu svæði, því við getum leitað aðstoðar nágrannaríkja eftir því hvar slys á sér stað.“ thorgils@frettabladid.is Formaður stjórnar Viðskiptaráðs er Tómas Már Sigurðsson en ekki Úlfar Steindórsson eins og sagði í frétt blaðsins í gær af aðgerðum gegn skuldavanda fyrirtækja. Úlfar er stjórnarmaður í Viðskiptaráði og skrif- aði sem slíkur fyrir hönd stjórnarinnar undir samkomulag sem sagt var frá í fréttinni. LEIÐRÉTTINGAR Í frétt um Eurovision var Sigurjón Brink sagður semja lagið sitt með Ragnari Hermannssyni. Sigurjón á lagið og flytur en Þórunn Erna Clausen semur textann. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest sextán ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Ell- ert Sævarssyni fyrir morð. Ellert var ákærður fyrir að hafa veist að manni fyrir utan heimahús í Reykjanesbæ aðfara- nótt laugardagsins 8. maí 2010 og veitt honum mörg högg þar sem hann lá á gangstétt og kast- að þungum kantsteini í hnakka hans með þeim afleiðingum að hann lést skömmu eftir atlöguna. Þótti dóminum sannað að andlát mannsins hefði verið bein afleið- ing þeirra höfuðhögga sem Ellert játaði að hafa veitt honum. - jss Dæmdur í Hæstarétti: Sextán ár fyrir að myrða mann VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 0° -4° -2° -3° -3° -2° -2° 22° -2° 15° 3° 24° -4° -2° 12° 1°Á MORGUN 15-18 m/s V-til, annars yfi rleitt hægari. 18 SUNNUDAGUR Víða 8-15 m/s, hvassara SA-til. 15-4 -4 -4 0 0 -2 -3 -8 -2 -2 -3 15 18 15 16 17 18 20 11 23 0 1 -1 -1-2 -4 -4 -2 -2 -2 ÓVEÐUR VÍÐA Norðan hvass- viðri eða stormur ásamt talsverðri ofankomu sums staðar norðan til á landinu í dag og því lítið sem ekkert ferðaveður. Fer að draga úr vindi austan til undir kvöld en hins vegar verður veður verst á vesturhelmingi landsins í kvöld. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Leitar- og björgunarsvæði Íslands Náðu samkomulagi um leit og björgun Norðurskautsráðið hefur náð samkomulagi um leitar- og björgunarsvæði ríkja á norðurslóðum. Formaður samninganefndar segir um að ræða tímamót í sam- skiptum ríkjanna átta. Ísland gæti þurft aðstoð við að ráða við ábyrgð sína. ■ Aðildarríki Norðurskautsráðs eru Bandaríkin, Danmörk fyrir hönd Færeyja og Grænlands, Finn- land, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. ■ Unnið var að samningnum í eitt ár, en í tilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu segir að gerð samningsins falli vel að stefnu íslenskra stjórnvalda í norður- slóðamálum. Þau hafi lagt mikla áherslu á að efla Norðurskauts- ráðið sem meginsamstarfsvett- vang fyrir málefni norðurslóða. Norðurskautsráð TÓMAS H. HEIÐAR ALÞINGI Stefnur fyrir héraðsdómstólum og áfrýjanir til Hæstaréttar í málum er varða fjárhagslega hagsmuni verða dýrari en nú er, verði frumvarp fjármála ráðherra þar um að lögum. Gerir það ráð fyrir tveimur nýjum gjaldaþrepum dómsmálagjalda í samræmi við stefnu- eða áfrýjun- arfjárhæð. Samkvæmt mati fjárlagaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins munu dómsmálagjöld hækka úr sam- tals fimmtán milljónum á ári í 180 milljónir. Þess- ar auknu tekjur eiga að mæta kostnaði við fjölgun dómara við Hæstarétt og héraðsdómstólana. Eins og nú háttar kostar stefna fyrir héraðsdómi þar sem stefnufjárhæð er yfir 30 milljónum króna 90 þúsund krónur. Frumvarpið gerir ráð fyrir að stefna geti kostað allt að 250 þúsund krónur. Að sama skapi kostar áfrýjun til Hæstaréttar þar sem 30 milljónir eða meira eru í húfi 130 þúsund krónur. Samkvæmt frumvarpinu getur sú fjárhæð farið upp í allt að 300 þúsund krónur. - bþs Stefnu- og áfrýjunarfjárhæðir hækkaðar upp í 250 til 300 þúsund krónur: 165 milljónir í ný dómsmálagjöld WASHINGTON Aukinn kraftur í stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Afganistan hefur skilað sér í því að styrkur al Kaída er minni nú en nokkru sinni síðan stríðið hófst í árslok 2001. Þetta er meðal helstu niður- staðna matsskýrslu Bandaríkja- stjórnar sem kynnt var í gær. Þar kemur einnig fram að bandamönnum hafi orðið vel ágengt í baráttunni gegn tali- bönum, en sá ávinningur gæti horfið snögglega. Vonast er til þess að afganskar öryggissveitir nái 300.000 manns áður en Bandaríkjamenn hefja brottflutning herliðs árið 2014. - þj Stríðið í Afganistan: Staða al Kaída aldrei veikari AFGANISTAN Bandaríkjastjórn kynnti í gær skýrslu þar sem kemur fram að bandamönnum hafi orðið vel ágengt í baráttunni við talíbana. Gjöldin hækka um allt 178 prósent Stefnufjárhæð Nú Samkv. frumv. 30 millj. - 90 millj. 90 þús. 90 þús. 90 millj. - 150 millj. 90 þús. 150 þús. 150 millj. og meira 90 þús. 250 þús. Áfrýjunarfjárhæð 30 millj. - 90 millj. 130 þús. 130 þús. 90 millj. - 150 millj. 130 þús. 200 þús. 150 millj. og meira 130 þús. 300 þús. VIÐSKIPTI Jóhann Páll Símonarson og fimm aðrir sjóðsfélagar í líf- eyrissjóðnum Gildi hafa kært þá ákvörðun sett saksóknara efna- hagsbrota til ríkissaksóknara að hætta við rannsókn á háttsemi stjórnar og starfsmanna lífeyr- issjóðsins í aðdraganda banka- hrunsins. Lífeyrissjóðurinn tapaði sex- tíu milljörðum króna árið 2008 og var tryggingafræðileg staða hans neikvæð um 11,6 prósent. Jóhann Páll óskaði eftir því við saksóknara seint í september að starfsemi lífeyrissjóðsins yrði rannsökuð. „Ég var ekki að ásaka neinn heldur aðeins biðja um rannsókn,“ segir hann. - jab Starfsemi Gildis ekki skoðuð: Kærir málið til ríkissaksóknara Margir vilja vinna á Ströndum Tíu manns sóttu um nýja stöðu félagsmálastjóra á Ströndum og Reyk- hólahreppi og sex sóttu nýja stöðu tómstundafulltrúa Strandabyggðar. ATVINNUMÁL FÍLABEINSSTRÖNDIN Talið er að 20 manns hafi látist í erjum sem hófust milli stríðandi fylkinga á Fílabeinsströndinni í gær. Þar takast á liðsmenn Laurent Gbagos, sem var forseti landsins síðustu tíu ár, og Alassane Ouatt- ara sem sigraði nýverið í forseta- kosningum þar í landi. Gbago viðurkennir ekki ósigur þrátt fyrir að alþjóðasamfélag- ið styðji Ouattara, en margir ótt- ast að átökin muni stigmagnast á næstunni með skelfilegum afleið- ingum. - þj Átök á Fílabeinsströndinni: Ofbeldisalda eftir kosningar GENGIÐ 16.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,1869 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,10 116,66 181,12 182,00 153,63 154,49 20,617 20,737 19,444 19,558 16,951 17,051 1,3814 1,3894 178,07 179,13 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Ein af perlum heimsbókmenntanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.