Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 84
 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR60 sport@frettabladid.is 27 DAGAR ÁRIÐ 1946 var Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, stofnað. Á þeim tíma var útihandbolti mjög vinsæll og þá var leikið með ellefu menn í hvoru liði rétt eins og í knattspyrnu. Innihandbolti með sjö í liði var þá að vinna á og hafði að lokum betur. Í úrslitaleik HM utanhúss árið 1955 mættu 50 þúsund manns til að fylgjast með. IE-deild karla: Snæfell-KR 94-80 Stig Snæfells: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 28 (5 fráköst, 5 stoðsendingar), Sean Burton 21 (8 stoðsendingar), Ryan Amoroso 15 (11 fráköst), Emil Þór Jóhansson 13 (6 stoðsendingar), Jón Ólafur Jónsson 7 (6 fráköst, 5 stoðsendingar), Sveinn Arnar Davíðsson 5, Egill Egilsson 3, Atli Rafn Hreinsson 2. Stig KR: Hreggviður Magnússon 15 (5 stoðsend- ingar, 5 fráköst), Marcus Walker 14 ( 4 fráköst, 2 stoðsendingar), Brynjar Þór Björnsson 14, Pavel Ermolinskij 12 (11 fráköst, 9 stoðsendingar), Jón Orri Kristjánsson, Skarphéðinn Freyr Ingason 6, Fannar Ólafsson 5, Finnur Atli Magnússon 4, Ólafur Már Ægisson 3. Grindavík-Keflavík 79-75 Grindavík: Ármann Vilbergsson 15, Ryan Petti- nella 14/16 fráköst/3 varin skot, Ólafur Ólafsson 14/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Jeremy Kelly 8, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst/3 varin skot. Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 18, Lazar Trifunovic 16/9 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/4 fráköst, Valentino Maxwell 9/4 fráköst, Gunnar Einarsson 8, Sigurður Gunnar Þorsteins- son 8/8 fráköst, Almar Stefán Guðbrandsson 5/6 fráköst. Tindastóll-Njarðvík 78-65 Tindastóll: Hayward Fain 26/15 fráköst/5 stolnir, Friðrik Hreinsson 12, Dragoljub Kitanovic 11/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 9/6 fráköst, Sean Kingsley Cunningham 6/4 fráköst/7 stoðsend- ingar/3 varin skot, Svavar Atli Birgisson 5/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 5, Hreinn Gunnar Birgisson 3, Ingvi Rafn Ingvarsson 1. Njarðvík: Christopher Smith 17, Jóhann Árni Ólafsson 13/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 13, Magnús Þór Gunnarsson 8, Friðrik E. Stefánsson 7/5 fráköst, Egill Jónasson 4, Páll Kristinsson 2, Rúnar Ingi Erlingsson 1. ÍR-Fjölnir 107-99 ÍR: Kristinn Jónasson 22/9 fráköst, Kelly Biedler 20/6 fráköst/6 stolnir, Eiríkur Önundarson 16, Sveinbjörn Claesson 14, Hjalti Friðriksson 12/6 fráköst/6 stoðsendingar, Nemanja Sovic 11/7 fráköst, Níels Dungal 8, Matic Ribic 4. Fjölnir: Ben Stywall 24/14 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 20/6 fráköst/11 stoðsendingar, Jón Sverrisson 18/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 17, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 10/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Hjalti Vilhjálmsson 2, Sindri Kárason 2. Stjarnan-Hamar 83-62 Stjarnan: Justin Shouse 21/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 19/6 fráköst, Daníel G. Guð- mundsson 12, Jovan Zdravevski 10/7 fráköst/5 stolnir, Guðjón Lárusson 8/5 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 6, Ólafur Aron Ingvason 3, Fannar Freyr Helgason 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 2. Hamar: Ellert Arnarson 18/5 fráköst/5 stoðsend- ingar, Darri Hilmarsson 12/8 fráköst, Andre Dab- ney 11, Kjartan Kárason 10, Svavar Páll Pálsson 5/9 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 3, Bjarni Rúnar Lárusson 2, Bjartmar Halldórsson 1 KFÍ-Haukar 75-77 KFÍ: Nebojsa Knezevic 18, Edin Suljic 15/11 fráköst, Craig Schoen 13/8 fráköst, Darco Milosevic 12/5 fráköst, Ari Gylfason 7, Carl Josey 5/7 fráköst, Hugh Barnett 4/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 1. Haukar: Semaj Inge 34/8 fráköst, Gerald Robinson 17/20 fráköst, Emil Barja 8/7 fráköst, Örn Sigurðarson 4, Haukur Óskarsson 4, Davíð Páll Hermannsson 4, Sveinn Ómar Sveinsson 4, Óskar Ingi Magnússon 2, STAÐAN: Snæfell 11 10 1 1096-988 20 Grindavík 11 9 2 970-861 18 Keflavík 11 7 4 963-927 14 KR 11 7 4 1066-950 14 Stjarnan 11 6 5 963-946 12 Hamar 11 5 6 886-921 10 Haukar 11 5 6 934-979 10 Fjölnir 11 4 7 976-998 8 Njarðvík 11 4 7 853-919 8 Tindastóll 11 4 7 868-936 8 ÍR 11 3 8 976-1034 6 KFÍ 11 2 9 981-1085 4 ÚRSLIT FÓTBOLTI Spænska stórliðið Atlet- ico Madrid fór illa að ráði sínu í Evrópudeildinni í gær þegar það gerði jafntefli við Bayer Leverku- sen og komst þar með ekki áfram í keppninni. Á sama tíma lagði Aris Salon- ika lið Rosenborg og komst þar með upp fyrir Atletico. Man. City vann sinn riðil þótt það hefði aðeins gert jafntefli við Juventus í lokaumferðinni. Loka- tölur þar urðu 1-1 í leik sem skipti litlu máli þar sem Juve átti ekki möguleika á því að komast áfram fyrir leikinn. - hbg Evrópudeild UEFA: Atletico Madrid sat eftir KÖRFUBOLTI „Við erum með gott lið sem hefur sýnt að það getur ýmis- legt þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum frá því í fyrra,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálf- ari Íslandsmeistaraliðs Snæfells, eftir ótrúlegan 94-80 sigur liðsins gegn KR í Iceland Express-deild- inni í gærkvöldi. KR-ingar gerðu nánast allt rangt í fjórða leikhlutanum þar sem þeir töpuðu niður 10 stiga forskoti sínu og gott betur en staðan var 71- 61 fyrir KR eftir þrjá leikhluta. Lokakafli leiksins var ótrúlegur þar sem KR-liðið virtist ekki hafa nein svör í vörn eða sókn. Pálmi Freyr Sigurgeirsson fór á kostum í liði Snæfells og dró vagn- inn þegar mest á reyndi. Pálmi skoraði alls 7 þriggja stiga körfur og alls 28 stig í leiknum. Tvær þriggja stiga körfur frá Pálma um miðjan fjórða leikhluta hleyptu miklu lífi í lið Snæfells sem var á þeim tíma einu stigi undir, 78-77. „Það gekk flest upp hjá mér í sóknarleiknum en við náðum að koma okkur inn í leikinn aftur með frábærri svæðisvörn sem Ingi Þór þjálfari „kokkaði“ upp að mig minnir fyrir síðasta leikhlut- ann. Fram að því vorum við ekki að leika vel en það er mikið styrk- leikamerki á liðinu að ná að koma til baka með þessum hætti. Við ætlum okkur að vinna Íslandsmót- ið aftur og að mínu mati erum við með nógu gott lið til þess,“ bætti Pálmi við. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var frekar daufur í leikslok og sagði að KR-liðið þyrfti að fara í naflaskoðun á næstu dögum. „Ég er ekki undanskilinn í þeim efnum, ég stend og fell með þeim ákvörðunum sem ég tek. Liðið lék alls ekki nógu vel í fjórða leikhlut- anum og mér fannst of margir leik- menn vera langt frá sínu besta. Svæðisvörn Snæfells átti alls ekki að koma okkur á óvart, við höfum leikið gegn betri svæðis- vörn í vetur en við leystum þetta bara illa,“ sagði Hrafn en hann hefur oft verið hressari en eftir leikinn í gær. Pavel Ermolinskij, leikstjórn- andi KR, var nálægt því að ná þre- faldri tvennu en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoð- sendingar. Pavel hefur oft leikið betur en hann er meiddur á hægri hendi, eftir Stjörnuleikinn í Selja- skóla en þar skar hann sig illa á auglýsingaskilti. Stemningin í „Fjárhúsinu“ í Stykkishólmi hefur oft verið meiri – og alls ekki lík þeirri sem ger- ist í úrslitakeppninni. Áhorfend- ur vöknuðu þó aðeins til lífsins í fjórða leikhluta og í leiknum sjálf- um fengu þeir allavega að sjá nokkra „risaþrista“ frá Sean Burt- on sem lék vel í gær í liði Snæfells og skoraði 21 stig og gaf 8 stoð- sendingar. Ryan Amoroso, miðherji Snæ- fells, sýndi ýmsa takta í gær en hann skoraði 15 stig og tók 11 fráköst. Amoroso er reyndar eng- inn „Hlynur Bæringsson“. Hann er góð eftirherma og tók hann eina slíka á Jón Orra Kristjánsson, miðherja KR, og höfðu áhorfendur gaman af þeim tilþrifum. seth@frettabladid.is Ótrúlegur lokakafli hjá Snæfelli KR-ingar misstu niður tíu stiga forskot í fjórða leikhluta gegn Snæfelli í Fjárhúsinu í gær. Pálmi Freyr Sigur- geirsson kveikti neistann í Íslandsmeistaraliðinu í 94-80 sigri. KR gafst upp þegar mest á reyndi. Íslands- meistararnir eru því sem fyrr á toppi deildarinnar en KR heldur áfram að valda vonbrigðum. MAGNAÐUR Pálmi Freyr Sigurgeirsson fann sig vel gegn sínum gömlu félögum í gær sem réðu ekkert við hann. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI „Við vorum með ágæt tök á leiknum en hleyptum Kefl- víkingum inn í leikinn af góð- mennskunni einni,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grind- víkinga, eftir sigur liðsins, 79-75, í 11. umferð Iceland Express deild- ar karla í Röstinni í gærkvöldi. Grindvíkingar voru skrefi á undan nær allan leikinn og voru sérlega heitir fyrir utan þriggja stiga lín- una. Keflvíkingar virkuðu óörugg- ir í sóknarleik sínum voru eins og skugginn af sjálfum sér framan af leik. Það var allt sem stefndi í góðan sigur Grindvíkinga fyrir lokaleik- hlutann. Þeir gulklæddu leiddu með tólf stigum en mættu hrein- lega ekki til leiks fyrr en Keflvík- ingar höfðu gengið á lagið og raðað niður þristum. Keflvíkingar kom- ust yfir 71-72 þegar tvær mínút- ur voru eftir af leiknum. Gríðar- leg spenna var á lokamínútunum en þrátt fyrir fínan sprett tókst Keflvíkingum ekki að verða fyrst liða til að leggja Grindvíkinga í Röstinni á þessu tímabili. „Ég verð að hrósa Keflvíkingum fyrir mikinn karakter og að kom- ast aftur inn í leikinn. Það hefur loðað við okkur að þegar við náum góðri forystu gegn stóru liðunum, þá hleypum við liðunum aftur inn í leikinn, en sem betur fer féll sigur- inn réttu megin,“ sagði Helgi sem hrósaði Ármanni Vilbergssyni sér- staklega sem var sigahæstur í liði Grindavíkur með fimmtán stig og nýtti öll skot sín í leiknum. „Ármann á hrós skilið því ef hann hefði ekki átt svona góða inn- komu þá hefðum við líklega tapað þessum leik. Hann setur niður fimm þrista og býr til þetta forskot fyrir okkur. Það er margt mjög jákvætt í okkar leik og við höfum lagt mikla áherslu á að bæta varn- arleikinn. Í staðinn hefur sóknar- leikurinn kannski aðeins verið að hiksta. Stigaskorið í liðinu hefur verið að dreifast mjög jafnt á milli leikmanna og það sýnir að það er hver einasti leikmaður að leggja sitt á vogarskálarnar.“ Guðjón Skúlason, þjálfari Kefla- víkur, var að vonum ósáttur í leiks- lok og hefur áhyggjur af sóknar- leik liðsins. „Ég er ósáttur að hafa ekki klárað með sigri eftir að hafa spilað okkur inn í leikinn. Sókn- arleikurinn hjá okkur var allt- of þungur og það er áhyggjuefni. Við vorum óþolinmóðir og ekki að vinna nógu vel saman.“ - jjk Það var mikil spenna þegar Keflavík sótti Grindavík heim í Suðurnesjaslag: Grindvíkingar stálheppnir gegn grönnunum SEIGLA Grindavík lenti í vandræðum gegn Keflavík en hafði að lokum sigur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.