Fréttablaðið - 17.12.2010, Side 84

Fréttablaðið - 17.12.2010, Side 84
 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR60 sport@frettabladid.is 27 DAGAR ÁRIÐ 1946 var Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, stofnað. Á þeim tíma var útihandbolti mjög vinsæll og þá var leikið með ellefu menn í hvoru liði rétt eins og í knattspyrnu. Innihandbolti með sjö í liði var þá að vinna á og hafði að lokum betur. Í úrslitaleik HM utanhúss árið 1955 mættu 50 þúsund manns til að fylgjast með. IE-deild karla: Snæfell-KR 94-80 Stig Snæfells: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 28 (5 fráköst, 5 stoðsendingar), Sean Burton 21 (8 stoðsendingar), Ryan Amoroso 15 (11 fráköst), Emil Þór Jóhansson 13 (6 stoðsendingar), Jón Ólafur Jónsson 7 (6 fráköst, 5 stoðsendingar), Sveinn Arnar Davíðsson 5, Egill Egilsson 3, Atli Rafn Hreinsson 2. Stig KR: Hreggviður Magnússon 15 (5 stoðsend- ingar, 5 fráköst), Marcus Walker 14 ( 4 fráköst, 2 stoðsendingar), Brynjar Þór Björnsson 14, Pavel Ermolinskij 12 (11 fráköst, 9 stoðsendingar), Jón Orri Kristjánsson, Skarphéðinn Freyr Ingason 6, Fannar Ólafsson 5, Finnur Atli Magnússon 4, Ólafur Már Ægisson 3. Grindavík-Keflavík 79-75 Grindavík: Ármann Vilbergsson 15, Ryan Petti- nella 14/16 fráköst/3 varin skot, Ólafur Ólafsson 14/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Jeremy Kelly 8, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst/3 varin skot. Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 18, Lazar Trifunovic 16/9 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/4 fráköst, Valentino Maxwell 9/4 fráköst, Gunnar Einarsson 8, Sigurður Gunnar Þorsteins- son 8/8 fráköst, Almar Stefán Guðbrandsson 5/6 fráköst. Tindastóll-Njarðvík 78-65 Tindastóll: Hayward Fain 26/15 fráköst/5 stolnir, Friðrik Hreinsson 12, Dragoljub Kitanovic 11/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 9/6 fráköst, Sean Kingsley Cunningham 6/4 fráköst/7 stoðsend- ingar/3 varin skot, Svavar Atli Birgisson 5/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 5, Hreinn Gunnar Birgisson 3, Ingvi Rafn Ingvarsson 1. Njarðvík: Christopher Smith 17, Jóhann Árni Ólafsson 13/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 13, Magnús Þór Gunnarsson 8, Friðrik E. Stefánsson 7/5 fráköst, Egill Jónasson 4, Páll Kristinsson 2, Rúnar Ingi Erlingsson 1. ÍR-Fjölnir 107-99 ÍR: Kristinn Jónasson 22/9 fráköst, Kelly Biedler 20/6 fráköst/6 stolnir, Eiríkur Önundarson 16, Sveinbjörn Claesson 14, Hjalti Friðriksson 12/6 fráköst/6 stoðsendingar, Nemanja Sovic 11/7 fráköst, Níels Dungal 8, Matic Ribic 4. Fjölnir: Ben Stywall 24/14 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 20/6 fráköst/11 stoðsendingar, Jón Sverrisson 18/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 17, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 10/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Hjalti Vilhjálmsson 2, Sindri Kárason 2. Stjarnan-Hamar 83-62 Stjarnan: Justin Shouse 21/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 19/6 fráköst, Daníel G. Guð- mundsson 12, Jovan Zdravevski 10/7 fráköst/5 stolnir, Guðjón Lárusson 8/5 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 6, Ólafur Aron Ingvason 3, Fannar Freyr Helgason 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 2. Hamar: Ellert Arnarson 18/5 fráköst/5 stoðsend- ingar, Darri Hilmarsson 12/8 fráköst, Andre Dab- ney 11, Kjartan Kárason 10, Svavar Páll Pálsson 5/9 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 3, Bjarni Rúnar Lárusson 2, Bjartmar Halldórsson 1 KFÍ-Haukar 75-77 KFÍ: Nebojsa Knezevic 18, Edin Suljic 15/11 fráköst, Craig Schoen 13/8 fráköst, Darco Milosevic 12/5 fráköst, Ari Gylfason 7, Carl Josey 5/7 fráköst, Hugh Barnett 4/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 1. Haukar: Semaj Inge 34/8 fráköst, Gerald Robinson 17/20 fráköst, Emil Barja 8/7 fráköst, Örn Sigurðarson 4, Haukur Óskarsson 4, Davíð Páll Hermannsson 4, Sveinn Ómar Sveinsson 4, Óskar Ingi Magnússon 2, STAÐAN: Snæfell 11 10 1 1096-988 20 Grindavík 11 9 2 970-861 18 Keflavík 11 7 4 963-927 14 KR 11 7 4 1066-950 14 Stjarnan 11 6 5 963-946 12 Hamar 11 5 6 886-921 10 Haukar 11 5 6 934-979 10 Fjölnir 11 4 7 976-998 8 Njarðvík 11 4 7 853-919 8 Tindastóll 11 4 7 868-936 8 ÍR 11 3 8 976-1034 6 KFÍ 11 2 9 981-1085 4 ÚRSLIT FÓTBOLTI Spænska stórliðið Atlet- ico Madrid fór illa að ráði sínu í Evrópudeildinni í gær þegar það gerði jafntefli við Bayer Leverku- sen og komst þar með ekki áfram í keppninni. Á sama tíma lagði Aris Salon- ika lið Rosenborg og komst þar með upp fyrir Atletico. Man. City vann sinn riðil þótt það hefði aðeins gert jafntefli við Juventus í lokaumferðinni. Loka- tölur þar urðu 1-1 í leik sem skipti litlu máli þar sem Juve átti ekki möguleika á því að komast áfram fyrir leikinn. - hbg Evrópudeild UEFA: Atletico Madrid sat eftir KÖRFUBOLTI „Við erum með gott lið sem hefur sýnt að það getur ýmis- legt þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum frá því í fyrra,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálf- ari Íslandsmeistaraliðs Snæfells, eftir ótrúlegan 94-80 sigur liðsins gegn KR í Iceland Express-deild- inni í gærkvöldi. KR-ingar gerðu nánast allt rangt í fjórða leikhlutanum þar sem þeir töpuðu niður 10 stiga forskoti sínu og gott betur en staðan var 71- 61 fyrir KR eftir þrjá leikhluta. Lokakafli leiksins var ótrúlegur þar sem KR-liðið virtist ekki hafa nein svör í vörn eða sókn. Pálmi Freyr Sigurgeirsson fór á kostum í liði Snæfells og dró vagn- inn þegar mest á reyndi. Pálmi skoraði alls 7 þriggja stiga körfur og alls 28 stig í leiknum. Tvær þriggja stiga körfur frá Pálma um miðjan fjórða leikhluta hleyptu miklu lífi í lið Snæfells sem var á þeim tíma einu stigi undir, 78-77. „Það gekk flest upp hjá mér í sóknarleiknum en við náðum að koma okkur inn í leikinn aftur með frábærri svæðisvörn sem Ingi Þór þjálfari „kokkaði“ upp að mig minnir fyrir síðasta leikhlut- ann. Fram að því vorum við ekki að leika vel en það er mikið styrk- leikamerki á liðinu að ná að koma til baka með þessum hætti. Við ætlum okkur að vinna Íslandsmót- ið aftur og að mínu mati erum við með nógu gott lið til þess,“ bætti Pálmi við. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var frekar daufur í leikslok og sagði að KR-liðið þyrfti að fara í naflaskoðun á næstu dögum. „Ég er ekki undanskilinn í þeim efnum, ég stend og fell með þeim ákvörðunum sem ég tek. Liðið lék alls ekki nógu vel í fjórða leikhlut- anum og mér fannst of margir leik- menn vera langt frá sínu besta. Svæðisvörn Snæfells átti alls ekki að koma okkur á óvart, við höfum leikið gegn betri svæðis- vörn í vetur en við leystum þetta bara illa,“ sagði Hrafn en hann hefur oft verið hressari en eftir leikinn í gær. Pavel Ermolinskij, leikstjórn- andi KR, var nálægt því að ná þre- faldri tvennu en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoð- sendingar. Pavel hefur oft leikið betur en hann er meiddur á hægri hendi, eftir Stjörnuleikinn í Selja- skóla en þar skar hann sig illa á auglýsingaskilti. Stemningin í „Fjárhúsinu“ í Stykkishólmi hefur oft verið meiri – og alls ekki lík þeirri sem ger- ist í úrslitakeppninni. Áhorfend- ur vöknuðu þó aðeins til lífsins í fjórða leikhluta og í leiknum sjálf- um fengu þeir allavega að sjá nokkra „risaþrista“ frá Sean Burt- on sem lék vel í gær í liði Snæfells og skoraði 21 stig og gaf 8 stoð- sendingar. Ryan Amoroso, miðherji Snæ- fells, sýndi ýmsa takta í gær en hann skoraði 15 stig og tók 11 fráköst. Amoroso er reyndar eng- inn „Hlynur Bæringsson“. Hann er góð eftirherma og tók hann eina slíka á Jón Orra Kristjánsson, miðherja KR, og höfðu áhorfendur gaman af þeim tilþrifum. seth@frettabladid.is Ótrúlegur lokakafli hjá Snæfelli KR-ingar misstu niður tíu stiga forskot í fjórða leikhluta gegn Snæfelli í Fjárhúsinu í gær. Pálmi Freyr Sigur- geirsson kveikti neistann í Íslandsmeistaraliðinu í 94-80 sigri. KR gafst upp þegar mest á reyndi. Íslands- meistararnir eru því sem fyrr á toppi deildarinnar en KR heldur áfram að valda vonbrigðum. MAGNAÐUR Pálmi Freyr Sigurgeirsson fann sig vel gegn sínum gömlu félögum í gær sem réðu ekkert við hann. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI „Við vorum með ágæt tök á leiknum en hleyptum Kefl- víkingum inn í leikinn af góð- mennskunni einni,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grind- víkinga, eftir sigur liðsins, 79-75, í 11. umferð Iceland Express deild- ar karla í Röstinni í gærkvöldi. Grindvíkingar voru skrefi á undan nær allan leikinn og voru sérlega heitir fyrir utan þriggja stiga lín- una. Keflvíkingar virkuðu óörugg- ir í sóknarleik sínum voru eins og skugginn af sjálfum sér framan af leik. Það var allt sem stefndi í góðan sigur Grindvíkinga fyrir lokaleik- hlutann. Þeir gulklæddu leiddu með tólf stigum en mættu hrein- lega ekki til leiks fyrr en Keflvík- ingar höfðu gengið á lagið og raðað niður þristum. Keflvíkingar kom- ust yfir 71-72 þegar tvær mínút- ur voru eftir af leiknum. Gríðar- leg spenna var á lokamínútunum en þrátt fyrir fínan sprett tókst Keflvíkingum ekki að verða fyrst liða til að leggja Grindvíkinga í Röstinni á þessu tímabili. „Ég verð að hrósa Keflvíkingum fyrir mikinn karakter og að kom- ast aftur inn í leikinn. Það hefur loðað við okkur að þegar við náum góðri forystu gegn stóru liðunum, þá hleypum við liðunum aftur inn í leikinn, en sem betur fer féll sigur- inn réttu megin,“ sagði Helgi sem hrósaði Ármanni Vilbergssyni sér- staklega sem var sigahæstur í liði Grindavíkur með fimmtán stig og nýtti öll skot sín í leiknum. „Ármann á hrós skilið því ef hann hefði ekki átt svona góða inn- komu þá hefðum við líklega tapað þessum leik. Hann setur niður fimm þrista og býr til þetta forskot fyrir okkur. Það er margt mjög jákvætt í okkar leik og við höfum lagt mikla áherslu á að bæta varn- arleikinn. Í staðinn hefur sóknar- leikurinn kannski aðeins verið að hiksta. Stigaskorið í liðinu hefur verið að dreifast mjög jafnt á milli leikmanna og það sýnir að það er hver einasti leikmaður að leggja sitt á vogarskálarnar.“ Guðjón Skúlason, þjálfari Kefla- víkur, var að vonum ósáttur í leiks- lok og hefur áhyggjur af sóknar- leik liðsins. „Ég er ósáttur að hafa ekki klárað með sigri eftir að hafa spilað okkur inn í leikinn. Sókn- arleikurinn hjá okkur var allt- of þungur og það er áhyggjuefni. Við vorum óþolinmóðir og ekki að vinna nógu vel saman.“ - jjk Það var mikil spenna þegar Keflavík sótti Grindavík heim í Suðurnesjaslag: Grindvíkingar stálheppnir gegn grönnunum SEIGLA Grindavík lenti í vandræðum gegn Keflavík en hafði að lokum sigur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.