Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 78
54 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR Nýráðinn ritstjóri rússnesku útgáfu tísku- ritsins Vogue ætlar að hefja ferilinn með stæl. Forsíðufyrirsæta fyrsta heftis ársins 2011 er Alina Kabajeva en hún er sögð ást- kona forsætisráðherra Rússlands, Vladi- mírs Pútín. Þegar forsíðan á janúarútgáfu rússneska Vogue lak á netið tóku Rússar andköf þegar þeir sáu hver var forsíðustúlka tískuritsins. Hin 27 ára gamla Alina Kabajeva er þekkt fimleikastjarna í Rússlandi en ein heitasta slúðursaga þar í landi er meint ást- arsamband hennar og Vladimírs Pútín forsætis- ráðherra. Einnig er talið að hann sé faðir tveggja ára gamals sonar hennar. Alina Kabajeva hefur verið sigursæl í fimleikum og á tvær medalíur frá Ólympíuleikunum, átján úr heimsmeistaramótum og 25 úr Evrópukeppnum. Það sem fyrst kveikti í slúðrinu var þegar Pútín bað um sérstakan einkafund með dömunni árið 2000 eftir að hún hafði misst fyrsta sætið á Ólympíuleikunum í Sidney úr höndum sér. Pútín vildi hughreysta hana. Nýr ritstjóri Vogue, Viktoría Davídova, ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur með val sitt á forsíðufyrirsætu en Pútín er ekki þekktur fyrir að hafa mikla þolinmæði gagnvart fréttaumfjöllun sem er ekki honum í hag. Fyrir tveimur árum birti slúðurblaðið Moskovsky Korrespondent forsíðu- frétt um að Pútín hygðist skilja við eiginkonu sína til 27 ára og ganga að eiga fimleikadrottninguna. Skemmst er frá því að segja að blaðið lagði upp laupana strax daginn eftir. Það er því mál manna í Rússlandi að ritsjóri Vogue eigi að stíga varlega til jarðar og að þessi ákvörðun gæti orðið henni að falli. Það verður fróðlegt að sjá hvað framtíð rúss- neska Vogue ber í skauti sér. alfrun@frettabladid.is Meint ástkona Pútíns verð- ur forsíðustúlka Vogue UMDEILD FORSÍÐA Forsíða janúarheftis rússneska Vogue er óneitanlega glæsileg en það er val blaðsins á forsíðufyrirsætu sem vekur einna mesta athygli. Á GÓÐRI STUNDU Vladimír Pútín sést hér heilsa fimleikastjörnunni og meintri ástkonu sinni, Alinu Kabajevu. Forsætisráðherrann hefur verið kvæntur í 27 ár eða jafnmörg ár og Kabajeva hefur lifað. NORDICPHOTOS/AFP Nicole Richie bauð fyrr- verandi bestu vinkonu sinni, glamúrdrottn- ingunni Paris Hilton, ekki í brúðkaup sitt og Joel Madden á laugardaginn. „Við vildum fagna áfang- anum með fólk- inu sem við elsk- um og þykjum vænt um,“ sagði Richie í viðtali við erlent slúðurtímarit. Stöllurnar kynnt- ust á leikskóla og voru óaðskiljan- legar um langt skeið. Þær léku í raunveruleika- þættinum The Simple Life, þar sem þær þurftu að segja skilið við glamúrlífið og flytja inn til venjulegra fjölskyldna og vinna við hversdagsleg störf. Nicole og Paris greindu aldrei almennilega frá því hvað hefði komið upp á milli þeirra og sögðu að þær hefðu einfaldlega hætt að vera vinkonur. Nicole bauð Paris ekki í brúðkaupið EKKI LENGUR BESTU VINKONUR Nicole Richie bauð Paris Hilton ekki í brúðkaup sitt á laugardaginn. Leikkonan Denise Richards hefur farið á nokkur stefnumót með bassaleikara hljómsveitarinnar Mötley Crue, Nikki Sixx. Richards var áður gift vandræðapésanum Charlie Sheen og á með honum tvær dætur, Sam og Lolu. Richards og Sixx hafa búið í sama hverfi í nokkur ár og þekkj- ast því ágætlega að sögn heim- ildarmanna. „Þau hafa þekkst í nokkurn tíma. Þau eiga margt sameiginlegt en ætla að taka þessu með ró og eru ekki að ana út í eitt eða neitt,“ sagði heimildarmaður í samtali við tímaritið US Weekly. Parið sást borða morgunverð saman á kaffihúsi í Kaliforníu og virtist fara mjög vel á með þeim. „Nikki sagði sögur og Denise hló mikið að því sem hann sagði,“ var haft eftir sjónarvotti. Richards virðist laðast að vandræðapés- um og rokkstjörnum því fyrrver- andi eiginmaður hennar, Sheen, hefur lengi glímt við fíkniefna- vanda og Sixx er fyrrverandi heróínfíkill og þekktur fyrir ýmis skammarstrik. Féll fyrir öðrum vandræðapésa ÁSTFANGIN Denise Richards sást snæða morgunmat með rokkaranum Nikki Sixx um daginn. NORDICPHOTOS/GETTY Bíó ★★★★ The Last Exorcism Leikstjóri: Daniel Stamm Aðalhlutverk: Patrick Fabian, Ashley Bell, Louis Herthum, Iris Bahr, Caleb Landry Jones. Cotton Marcus er prestur fyrir peninginn eingöngu. Í gamla daga var hann einlægur þjónn Drottins en í dag er hann kaldhæðinn og efins. The Last Exorcism er „fals- heimildarmynd“ (mockumentary) um þennan óvenjulega prest sem fær bón um að særa illan anda úr táningsstúlku. Hann tekur tveggja manna kvikmyndatökulið með sér sem mun fylgjast með því hvað raunverulega fer fram þegar illir andar eru reknir úr fólki. Það er gaman að geta sagt það um leikara í hrollvekju að þeir séu frábærir, því oftast eru þeir það ekki. Aðalleikarinn Patrick Fabi- an er sérstaklega góður og ég von- ast til þess að sjá meira af honum hið fyrsta. Hin unga Ashley Bell er einnig fantagóð, og aldrei er það alveg ljóst hvort stúlkan er andsetin eða veik á geði. Þessa óvissu skapar hún virkilega vel. Leikstjórinn Eli Roth er titlað- ur meðframleiðandi myndarinn- ar, en líkt og margir aðrir tengi ég nafn hans ævinlega við mik- inn óhugnað og ofbeldi. The Last Exorcism notar ofbeldið sparlega og er í raun ekki sú hrollvekja sem auglýsingaherferð myndar- innar gefur til kynna heldur nokk- uð lúmsk háðsádeila á bandaríska ofsakristni. Andsetnir unglingar eru nefnilega ekki nærri því jafn óhuggulegir og sértrúarsöfnuðir, og kvikmyndin spilar með þann ótta frekar en að fara offari í blóðsúthellingum. Ég var hæstánægður með myndina og tel hana eina af betri hrollvekjum ársins. Viljir þú öskra af hræðslu er The Last Exorcism samt líklega ekki fyrir þig. Hræðslumáttur hennar er annar og öðruvísi. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Flott og öðruvísi mynd fyrir þá sem nenna. Prestar og aðrir púkar Tónlistarmaðurinn Beck stjórnaði upptök- um á nýjustu sólóplötu Thurstons Moore, for- sprakka rokksveitar- innar Sonic Youth. Plat- an nefnist Benediction og kemur út á vegum Matador á næsta ári. Beck syngur einn- ig og spilar á plötunni auk þess sem fiðlu- og hörpuleikarar koma við sögu. Meðan á upptökunum stóð dvöldu Moore og hljóðfæraleikarar hans heima hjá Mike D úr rappsveitinni Beastie Boys. Beck og Moore hafa verið góðir vinir lengi og unnið saman að ýmsum verkefnum. Stutt er síðan Moore aðstoðaði Beck í útgáfu hans af lagi Yanni, Live at the Acropolis. Tveir góðir saman BECK Stjórnaði upptökum á nýjustu sólóplötu Thurstons Moore. 50% AFSLÁTTUR„Lipurlega skrifuð spennu- saga sem nýtir sér höfundar- verk Tolkiens á snjallan hátt. Góð persónusköpun og Íslandi eftir hrunið lýst með glöggu gestsauga.“ „Glæsilega gert, Michael Ridpath ... frábært sambland af morðgátu, goðsögn og nútímaglæpum.“ ALÞJÓÐLEG METSÖLUBÓK TILBOÐSVERÐ 2.850 kr. *Fyrra verð: 5.690 GILDIR AÐEINS Í DAG Á meðan birgðir endast Opið til 22:00 öll kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.