Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 90
66 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR SUND Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, bætti eigið Íslandsmet í 100 metra skriðsundi á HM í sundi í 25 metra laug sem fer nú fram í Dubai. Hún komst þó ekki í undan- úrslit í greininni. Ragnheiður synti á 54,44 sek- úndum, varð í 21. sæti og var hálfri sekúndu frá því að kom- ast í undanúrslitin. Hún bætti Íslandsmetið sem hún setti á Íslandsmeistarmótinu í 25 m laug fyrir rúmum mánuði um 0,21 sekúndu. Ragnheiður og Hrafnhildur Lúthersdóttir kepptu svo báðar í 100 m fjórsundi og voru nálægt því að komast í undanúrslitin. Hrafnhildur varð í 21. sæti á 1:01,91 mínútu og Ragnheiður í 22. sæti, sjö hundraðshlutum úr sekúndu á eftir Hrafnhildi. Þær voru rúma hálfa sekúndu frá sæti í undanúrslitunum. Hrafnhildur bætti í gær met Erlu Daggar Haraldsdóttur í 50 m bringusundi en met Erlu Daggar í 100 m fjórsundi stóð í dag. Það munaði þó litlu en metið er 1:01,77 mínútur. - esá Ragnheiður og Hrafnhildur í eldlínunni á HM í sundi: Ragnheiður setti met RAGNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR Synti vel en komst samt ekki í undanúrslit. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Dregið verður í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar klukkan 11.00 í dag og verður drátturinn í beinni útsendingu á Vísi. Ekkert lið getur mætt liði úr sínum eigin riðli eða liði frá sama landi. Sigurvegarar riðlanna geta heldur ekki mæst. Hér fyrir neðan má sjá mögu- leikana hjá hverju félagi sem verður í pottinum í dag. Fyrri leikirnir fara fram 15./16. og 22./23. febrúar og seinni leikirnir fara fram 8./9. og 15./16. mars. - óój Meistaradeildin í fótbolta: Þessi lið geta dregist saman MEISTARAR 2010 Inter sló Chelsea út úr 16 liða úrslitunum í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Möguleikarnir í dag: Sigurvegarar riðlanna A-riðill: Tottenham Hotspur FC Getur mætt: Lyon, Valencia, FC Kaupmannahöfn, Roma, Marseille, AC Milan. Besti árangur: Undanúrslit. B-riðill: FC Schalke 04 Getur mætt: Inter, Valencia, FC Kaupmannahöfn, Roma, Marseille, AC Milan, Arsenal. Besti árangur: Átta liða úrslit. C-riðill: Manchester United FC Getur mætt: Inter, Lyon, FC Kaup- mannahöfn, Roma, Marseille, AC Milan. Besti árangur: Meistari þrisvar sinnum. D-riðill: FC Barcelona Getur mætt: Inter, Lyon, Roma, Marseille, AC Milan, Arsenal. Besti árangur: Meistari þrisvar sinnum. E-riðill: FC Bayern München Getur mætt: Inter, Lyon Valencia, FC Kaupmannahöfn, Marseille, AC Milan, Arsenal. Besti árangur: Meistari fjórum sinnum. F-riðill: Chelsea FC Getur mætt: Inter, Lyon, Valencia, FC Kaupmannahöfn, Roma, AC Milan. Besti árangur: 2. sæti. G-riðill: Real Madrid Getur mætt: Inter, Lyon, FC Kaup- mannahöfn, Roma, Marseille, Arsenal. Besti árangur: Meistari níu sinnum. H-riðill: FC Shakhtar Donetsk Getur mætt: Inter, Lyon, Valencia, FC Kaupmannahöfn, Roma, Marseille, AC Milan. Besti árangur: Riðlakeppni. Liðin sem lentu í 2. sæti A-riðill: FC Internazionale Milan Getur mætt: Schalke, Man United, Barcelona, Bayern, Chelsea, Real Madrid, Shakhtar. Besti árangur: Meistari þrisvar sinnum. B-riðill: Olympique Lyon Getur mætt: Tottenham, Man United, Barcelona, Bayern, Chelsea, Real Madrid, Shakhtar. Besti árangur: Undanúrslit. C-riðill: Valencia CF Getur mætt: Tottenham, Schalke, Bayern, Chelsea, Shakhtar. Besti árangur: 2. sæti. D-riðill: FC Kaupmannahöfn Getur mætt: Tottenham, Schalke, Man United, Bayern, Chelsea, Real Madrid, Shakhtar. Besti árangur: Riðlakeppnin. E-riðill: AS Roma Getur mætt: Tottenham, Schalke, Man United, Barcelona, Chelsea, Real Madrid, Shakhtar. Besti árangur: 2. sæti. F-riðill: Olympique de Marseille Getur mætt: Tottenham, Schalke, Man United, Barcelona, Bayern, Real Madrid, Shakhtar. Besti árangur: Meistari einu sinni. G-riðill: AC Milan Getur mætt: Tottenham, Schalke, Man United, Barcelona, Bayern, Chelsea, Shakhtar. Besti árangur í keppninni: Meistari sjö sinnum. H-riðill: Arsenal FC Getur mætt: Schalke, Barcelona, Bayern, Real Madrid Besti árangur í keppninni: 2. sæti. FÓTBOLTI Mikil spenna verður í loft- inu í Nyon í Sviss í dag þegar kemur í ljós hvaða lið mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Einn Íslendingur mun sitja sérstak- lega spenntur fyrir framan skjá- inn en það er Sölvi Geir Ottesen, sem hefur ásamt félögum sínum í danska liðinu FC Kaupmannahöfn náð besta árangri í sögu danska fót- boltans með því að komast alla leið í sextán liða úrslitin. „Menn hafa alveg sínar skoðan- ir á því hverjum þeir vilja mæta en það væri fínt að mæta Schalke eða Shakhtar Donetsk. Þetta eru allt saman topplið en mestu möguleik- arnir fyrir okkur væru á móti þess- um tveimur liðum. Shakhtar er líka í fríi eins og við þegar sextán liða úrslitin eru spiluð,“ segir Sölvi en hann viðurkennir þó að það væri ekki leiðinlegt að mæta stórliðum eins og Manchester United, Chelsea eða Real Madrid. Stóðum okkur rosalega vel á móti Barcelona „Það væri líka gaman að lenda á móti þessum stóru liðum og fá tæki- færi á því að spila á móti þeim bestu. Við stóðum okkur líka rosalega vel á móti Barcelona. Við gerðum jafn- tefli hérna heima á móti þeim og við hefðum þess vegna getað stolið sigr- inum úr þeim leik. Það er gríðarlegt sjálfstraust í liðinu og við höfum trú á því að við getum gert góða hluti á móti þessum liðum,“ segir Sölvi en hann hefði þó sérstaklega gaman af að slá út eitt lið. „Mér er eiginlega alveg sama á móti hvaða liðum við lendum en eins og ég hef sagt áður væri ég alveg til í að slá út Manchester United þar sem ég er Liverpool-aðdáandi,“ segir Sölvi í léttum tón. Danir eru mjög ánægðir með árangur síns liðs og áhuginn á því er mikill þessa dagana. „Það er gríðarlegur áhugi á liðinu alls stað- ar í Danmörku. Við erum búnir að ná besta árangri dansks liðs frá upphafi, bæði í deildinni og í Meist- aradeildinni. Liðsandinn og allt í kringum þetta getur ekki verið mikið betri. Menn hafa gaman af þessu, skemmta sér vel á æfingum og það er mjög létt yfir þeim.“ segir Sölvi. Þurfa að spila marga æfingaleiki Danska deildin verður í vetrarfríi fram í mars og því þurfa leikmenn FC Kaupmannahöfn að halda lið- inu í leikformi fram að leikjunum í Meistaradeildinni. „Við munum spila fullt af æfinga- leikjum og fara í æfingaferðir þar sem við munum spila á móti hinum og þessum liðum. Við förum meðal annars til La Manga þar sem við spilum á mjög sterku móti. Þar verð- ur Rosenborg að spila og kannski einhver rússnesk lið. Liðið hefur farið í svona æfingaferðir áður og þarna eru alltaf mjög sterkir móth- erjar. Það væri betra að vera ennþá að spila í deildinni en veðrið býður bara ekki upp á það núna. Það er ekki hægt að gera þetta einhvern veginn öðruvísi,“ sagði Sölvi en mjög snjóþungt hefur verið í Dan- mörku síðustu vikur. Þeir vita alveg hvað ég get Sölvi Geir var fastamaður í danska liðinu þar til hann varð fyrir því að handleggsbrotna í leik á móti Bröndby. „Höndin er orðin góð en nú kemur frí og ég held að menn byrji bara á núlli aftur. Ég ætla að reyna að grípa tækifærið. Eftir að ég braut hendina héldu þeir áfram að standa sig rosalega vel og það var erfitt fyrir mig að koma aftur inn í liðið. Það má segja að maður hafi ekki gripið tækifærið þegar það gafst en það er bara eins og gengur og gerist í fótboltanum. Maður verður bara að vera tilbúinn núna þegar þetta byrjar aftur,“ segir Sölvi og bætir við: „Ég stóð mig mjög vel fram að handleggsbrotinu þannig að þjálfar- arnir vita alveg hvað ég get,“ segir íslenski miðvörðurinn. Nýorðinn pabbi Sölvi Geir segist njóta lífsins í Dan- mörku og ekki spillti fyrir að hann varð pabbi á dögunum. „Það er einn nýfæddur hjá okkur og það gengur allt rosalega vel. Það er bara ein- tóm gleði hérna í Danmörku,“ segir Sölvi. Leikmenn FC Kaupmannahafn- ar eru eins og áður sagði komnir í vetrarfrí og verða því ekki saman þegar dregið verður í dag. „Við höfum ekki verið að horfa á þetta saman enda eru menn í fríi út um allan heim og það yrði því erfitt að smala þeim saman á morgun. Ég geri samt fastlega ráð fyrir því að við fylgjumst allir spenntir með drættinum, hvar sem við erum,“ segir Sölvi að lokum. ooj@frettabladid.is Alveg til í að slá út Man. United Sölvi Geir Ottesen og félagar í FC Kaupmannahöfn verða í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Sjö lið eru hugsanlegir andstæðingar danska liðsins. Sölvi segir FCK eiga mestu möguleikana á móti þýska liðinu Schalke og úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk. Á FERÐINNI MEÐ FCK Sölvi Geir Ottesen hefur spilað sex leiki með FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni á þessu tímabili (með forkeppninni) og eina markið hans tryggði liðinu sæti í riðlakeppninni. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Mér er eiginlega alveg sama á móti hvaða liðum við lendum en eins og ég hef sagt áður þá væri ég alveg til í að slá út Manchest- er United þar sem ég er Liverpool-aðdáendi. SÖLVI GEIR OTTESEN UM ÓSKAMÓTHERJANN SINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.