Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 8
8 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Þingmenn Samfylk- ingarinnar og Vinstri grænna hafa náð samkomulagi um að leggja til veigamiklar breytingar á frum- varpi fjármálaráðherra um virðis- aukaskatt. Breytingarnar eru for- senda þess að gagnaver hér á landi verði samkeppnishæf við gagnaver í ríkjum Evrópusambandsins. „Þetta er mjög gott fyrir okkur, og gerir okkur kleift að halda áfram á þeirri braut sem við erum á,“ segir Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri gagnaversins Thor Data Center. „Ef Alþingi samþykkir þess- ar breytingar er það niðurstaða sem okkar kúnnar hafa beðið eftir lengi,“ segir Jón. Gagnaverin lögðu til þrenns konar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra um breytingu á lögum um virðisaukaskatt. Fjallað var um málið í efnahags- og skatta- nefnd í gær. Á fundi nefndarinnar var sam- þykkt að leggja til þá breytingu á frumvarpinu að erlendir við- skiptavinir gagnavera þurfi ekki að greiða virðisaukaskatt af tækja- búnaði til að nota í gagnaverum, segir Magnús Orri Schram, fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og skattanefnd. Sú breyting ein og sér hefði ekki dugað til að gera gagnaver hér á landi samkeppnishæf, segir Jón hjá Thor Data Center. Heimildir Fréttablaðsins herma að þingmenn Vinstri grænna í efnahags- og skattanefnd hafi verið andvígir því að leggja til frekari breytingar á frumvarpinu. Þing- menn annarra flokka vildu hins vegar ganga lengra. Á tíunda tímanum í gærkvöldi náðist að lokum samkomulag milli þingmanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Fulltrúar flokk- anna í efnahags- og skattanefnd hafa ákveðið að flytja tillögu þegar Alþingi fjallar um málið, sem verð- ur líklega í dag. Þeir munu leggja til að erlendir viðskiptavinir gagna- veranna þurfi ekki að greiða virð- isaukaskatt af þjónustu veranna. Verði það niðurstaða Alþingis er það í samræmi við lög ESB og myndi hafa mjög jákvæð áhrif á samkeppnisumhverfi gagnavera á Íslandi segir Jón. Samtök íslenskra gagnaverafyrirtækja töldu einnig nauðsynlegt að falla frá kröfu um að erlend fyrirtæki sem nýta sér þjónustu gagnavera hafi starfsstöð á Íslandi. Um það náðist ekki sam- staða í efnahags- og skattanefnd. Jón segir það miður og eflaust muni það stöðva einhverja við- skiptavini. Ekki sé útilokað að Alþingi geri frekari breytingar á frumvarpinu. brjann@frettabladid.is Yfir 20 ára starfsreynsla í verkun á skötu Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Súpuhumar 2.000 kr./kg. Stór Humar Innbakaður Humar Skelflettur Humar ÉG ELSKA AÐ SELJA FISK Opið alla helgina frá kl. 10–17 17 . d es . EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðuneyt- ið vísar á bug vangaveltum um að komið hafi til greina að semja um lausn Icesave með því að kröfuhaf- ar Landsbankans tækju við þrota- búi hans og greiddu Hollendingum og Bretum Icesave-skuldina. Morgunblaðið sagði frá því í gær að komið hefði til greina að leysa Icesave-málið með fyrrgreindum hætti. „Við blasir að óvarðir kröfu- hafar Landsbankans voru aldrei í neinni samningsaðstöðu,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, aðstoðarmaður Steingríms J. Sig- fússonar fjár- málaráðherra. Hún áréttar að ekkert hafi komið fra m sem styðji full- yrðingar um að breskum eða hollensk- um stjórnvöld- um hafi hugn- ast hugmyndir kröfuhafanna. „Í raun er þarna um að ræða hug- myndir alþjóðlegra fjármálastofn- ana sem sjá fram á að fá lítið sem ekkert í kröfur sínar. Þær hafa sumar verið með hótanir um mála- ferli á grundvelli þess að neyðarlög- in, sem hér voru sett til að vernda almenna innstæðueigendur og gerðu kröfur þeirra að forgangskröfum, hafi verið ólögleg.” Hún segir slíkar hótanir léttvæg- ari eftir ályktun ESA í vikunni um að lögin hafi verið á góðum grunni reist. Hún segir hins vegar rétt að stjórnvöld hafi fundað með full- trúum ákveðinna hópa kröfuhafa í þrotabú bankans og að hlustað hafi verið á hugmyndir þeirra. - óká RÓSA BJÖRK BRYNJÓLFSDÓTTIR Aldrei kom til greina að semja við kröfuhafa um aðkomu að lausn Icesave: Hlustuðu á óraunhæfar hugmyndir Gagnaverin samkeppnishæf Samfylkingin og Vinstri græn hafa náð saman um breytingar á skattlagningu á viðskiptavini gagnavera. Forsvarsmenn gagnavera telja breytingarnar forsendur þess að gagnaver geti keppt við ver í ríkjum ESB. UPPBYGGING Uppbygging gagnavers í Hafnarfirði getur haldið áfram ef Alþingi sam- þykkir breytingatillögur þingmannanna, segir framkvæmdastjóri Thor Data Center. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DANMÖRK Dönsk stjórnvöld hafa sett sér það takmark að fækka fátækum þar í landi um 22.000 á næsta áratug. Benedikte Kiær félagsmála- ráðherra tilkynnti þetta í gær, en þetta er framlag Danmerk- ur í átaki Evrópusambandsins til að fækka fátækum innan sinna landamæra um 20 milljónir. Þrátt fyrir að hafa sett sér þetta takmark er hins vegar hvorki búið að meta fjölda fátækra í Danmörku, né með hvaða hætti fátækt er metin. Séð út frá efnahag einum saman er hlutfall fátækra lægst í Danmörku af öllum þjóðum ESB. - þj Danir í átak gegn fátækt: Fátækum fækki um 22 þúsund FRÁ KAUPMANNAHÖFN Danir hyggjast fækka fátækum þar í landi. STJÓRNSÝSLA Vinnuhópi á vegum dómsmála- og mannréttindaráð- herra hefur verið falið að skoða hvort setja skuli á fót millidóms- tig sem taki bæði til sakamála og einkamála. Skal hann meta kosti og galla og meta hvernig slíku dómstigi væri best fyrir komið. Í vinnuhópnum sitja Sigurð- ur Tómas Magnússon prófessor, sem er formaður, Ása Ólafsdóttir, lektor við HÍ, Símon Sigvaldason, héraðsdómari og Benedikt Boga- son, héraðsdómari og ritari rétt- arfarsnefndar. - bþs Fyrirkomulag réttarkerfisins: Nefnd skoði millidómstig ALÞINGI Utanríkisráðuneytið gerir ýmsar athugasemdir við frumvarp fimmtán þingmanna um friðlýs- ingu Íslands fyrir kjarnorkuvopn- um og bann við umferð kjarnorku- knúinna farartækja. Árni Þór Sigurðsson VG er fyrsti flutningsmaður. Í umsögn ráðuneytisins segir að markmið frumvarpsins sé í megin- dráttum í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda en stangist á við skuldbindingar þeirra gagn- vart þjóðarétti. Gangi það meðal annars gegn EES-samningnum og aðildinni að NATO. Verði frumvarpið að lögum mætti ekki heimila skipi sem flyt- ur kjarnakleyf efni eða kjarnorku- úrgang í tengslum við friðsamlega nýtingu kjarnorku og óskar að leita vars, að koma inn fyrir tólf mílna mörkin og draga þar með úr líkum á að skip farist og mengunarslys hljótist af. Landhelgisgæslan er sömu skoð- unar. Í umsögn hennar segir að hættulegt væri ef skip með geisla- virkan úrgang fengi ekki að koma inn fyrir tólf mílurnar í neyð. „Það getur, svo dæmi sé nefnt, verið meiri hætta fólgin í því að vera með skip með geislavirkan úrgang rétt utan við tólf sjómílna mörkin þar sem hætta er á að gámar fari í sjóinn vegna slæms veðurs og sjó- lags heldur en að hleypa því inn fyrir tólf sjómílur til að komast í var,“ segir í umsögn Gæslunnar. Ísland sé alþjóðlega skuldbund- ið til að veita afdrep og skjól og tryggja öryggi mannslífa. - bþs Vara við að banna umferð skipa með kjarnorku: Bann gæti skapað hættu í höfunum ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON Það getur, svo dæmi sé nefnt, verið meiri hætta fólgin í því að vera með skip með geislavirkan úrgang rétt utan við tólf sjó- mílna mörkin... UMSÖGN LANDHELGISGÆSLUNNAR 1 Hvaða stjórnarliðar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlögin? 2 Hvaða landafræga söngkona ber nú tvíbura undir belti? 3 Hvað heitir kylfusveinn Tigers Woods? SVÖR 1. Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason. 2. Sigríður Beinteinsdóttir. 3. Steve Williams. Samtök gagnavera vildu að þrenns konar breytingar yrðu gerðar á frumvarpi fjármálaráðherra um virðisaukaskatt. Þingmenn ætla nú að gera tillögur um að tvær af þremur verði að veruleika. Ekki verði innheimtur virðis- aukaskattur af þjónustu við erlenda viðskiptavini. Ekki verði lagður virðis- aukaskattur á búnað sem viðskiptavinir flytja til landsins til að nota í gagnaverunum. Fallið verði frá kröfu um að viðskiptavinir gagnaveranna komi upp starfsstöð á Íslandi. Vilja breytingar VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.