Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 17. desember 2010 13 islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Eignastýring Íslandsbanka eignastyring 9 Helstu samstarfsaðilar Tækifæri í fjárfestingum erlendis Sterkir samstarfsaðilar Aðstoð við flutning eigna heim Aðstoð við flutning íslenskra króna heim Fáðu ráðgjöf DÓMSMÁL Tveir ungir menn hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra, meðal annars fyrir fíkniefnasölu. Alls eru fjórir ungir menn ákærðir í málinu. Einn þeirra ók um götur Akureyrar undir áhrif- um fíkniefna þar til lögreglan stöðvaði akstur hans. Hinir þrír voru í bílnum með honum, einn með lítilræði af marijúana en hinir tveir með mun meira magn af efninu, bæði í bílnum og heima hjá sér. Öðrum hinna síðastnefndu er gefið að sök að hafa nokkrum vikum áður keypt um 150 grömm af marijúana og selt hluta efnis- ins. Hinn aðstoðaði við söluna. - jss MARIJÚANA Mennirnir voru að selja marijúana. Fjórir ungir menn ákærðir: Tveir fíkniefna- salar fyrir dóm DÓMSMÁL Kona á þrítugsaldri hefur verið dæmd í átta mánaða fangelsi, þar af sex á skilorði, fyrir að kasta bjórglasi í höfuðið á lögreglukonu. Þá var hún dæmd til að greiða lögreglukonunni 100 þúsund krónur í miskabætur. Atvikið átti sér stað við veit- ingastaðinn 800 Bar í Árborg. Lögregla var þar við skyldustörf vegna æsts manns sem dyraverð- ir voru með þar í tökum. Hann var settur í lögreglubifreið. Þegar lögreglukonan hugðist fara inn á staðinn að ræða við dyraverði var konan þar fyrir og kastaði glasinu í hana. - jss LÖGREGLAN Lögreglukonan var við skyldustörf við skemmtistaðinn 800 Bar. Í átta mánaða fangelsi: Kastaði glasi í höfuð lögreglu SAMGÖNGUR Borgarráð hefur skorað á utanrík- isráðuneyti og flugmálayfirvöld að beita sér fyrir því að umferð herflugvéla um Reykja- víkurflugvöll verði stöðvuð. Áskorun þessi var samþykkt einróma á fundi ráðsins í gær. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að samkvæmt tölum Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla og lendingar- staða á Íslandi, hafi 37 skilgreindar herflug- vélar lent á Reykjavíkurflugvelli á árinu, en í fyrra voru þær 28 talsins. Þar á meðal eru til dæmis ferjuflug, þyrluflug og eftirlitsflug. Í tilkynningunni segir að flugmálayfirvöld hafi ekki heimildir til að afla upplýsinga um farm herflugvéla í styttri stoppum, þar á meðal hvort vélarnar beri hættuleg vopn, sprengiefni eða kjarnavopn. Þá er vísað til friðarhefðar Íslendinga og framlags Reykjavíkurborgar í baráttunni fyrir friði, meðal annars með uppsetningu friðarsúlu Yoko Ono og nýlegrar aðildar að samtökunum Mayors for Peace. Þá segir í tilkynningunni: „Friðsöm og ábyrg borgar- yfirvöld geta ekki unað við óbreytt ástand á Reykjavíkurflugvelli.“ - þj Borgarráð samþykkti áskorun til utanríkisráðuneytis og flugmálayfirvalda um flugumferð: Vilja allar herflugvélar burt af vellinum HERINN BURT Borgarráð hefur skorað á flugmálayfir- völd og utanríkisráðuneyti að stöðva umferð herflug- véla um Reykjavíkurflugvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn í þrjú íbúðarhús og stela þar munum að verðmæti um tvær milljónir króna. Hann er nú í gæsluvarðhaldi á Litla- Hrauni. Maðurinn sóttist einkum eftir flatskjám, tölvubúnaði og myndavélum auk skartgripa. Á einum staðnum stal hann að auki 980 evrum, 250 Bandaríkja- dölum og 260 sterlingspundum. Á öðrum stað greip hann svo með sér kuldagalla frá 66°Norður, auk annars þýfis. - jss Innbrotsþjófur ákærður: Stal góssi fyrir tvær milljónir Endurskinsmerkin nauðsyn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim vinsamlegu tilmælum til hlaupara að þeir noti endurskins- merki enda er þessi hópur oft á ferð í myrkri á eða við umferðargötur. Þá vill lögregla benda á mikilvægi þess að ljósabúnaður hjóla sé í lagi en á því er nokkur misbrestur. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.