Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Miðvikudagur skoðun 32 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Spil veðrið í dag 22. desember 2010 300. tölublað 10. árgangur dagar til jóla Opið til 22 í kvöld 2 ÁFRAM KALT Í VEÐRI Í dag má búast við NA 8-13 m/s á Snæfellsnesi og Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar. NV- og V-til eru horfur á éljum eða lítilsháttar snjókomu. VEÐUR 4 -5 -6 -13 -11 -8 AÐDRÁTTARAFL TUNGLINS Á þriðja hundrað manns sendu tæplega sjö hundruð myndir í keppni Fréttablaðsins og Vísis um bestu ljósmyndina af tunglmyrkvanum í gærmorgun. Hér að ofan má sjá sigurmyndina, eftir Svein Bjarka Brynjarsson, sextán ára Árbæing. Myndina tók hann í garðinum heima hjá sér í Selási. Að eigin sögn þurfti hann marga tugi tilrauna til að ná almennilegri mynd, enda er myndin tekin á tíma og má sjá Svein sjálfan í forgrunni hægra megin. Aðrar úrvaldsmyndir má sjá inni í blaðinu í dag. Sjá síðu 26 MYND/SVEINN BJARKI BRYNJARSSON FÉLAGSMÁL Tryggingastofnun Rík- isins (TR) berast tilkynningar á hverjum degi um meint svik með- lagsþega, sem sagðir eru búa í óskráðri sambúð með meðlags- greiðandanum sem þó greiði ekk- ert aftur til Innheimtustofnunar sveitarfélaga. TR sér um að greiða einstæðum foreldrum meðlag en sendir það síðan í innheimtu til Innheimtu- stofnunar sveitarfélaga. Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfé- laga, segir að reglulega vakni grunur um að foreldrar séu rang- lega skráðir einstæðir og þiggi meðlag þegar hitt foreldrið búi í raun hjá þeim, stundi hugsanlega svarta vinnu og safni háum með- lagsskuldum hjá Innheimtustofn- uninni. Slíkum grun sé ýmist beint til TR eða Ríkisskattstjóra. „Það koma daglega ábending- ar um svona til okkar. Þær eru allar kannaðar og sumar reynast á rökum reistar en aðrar ekki,“ segir Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og kynningasviðs TR. Reynist vera rökstuddur grun- ur um að sambúðarskráningin sé röng er málið sent til Þjóðskrár, sem aftur sendir bréf á fólkið og gefur því tveggja vikna frest til að skýra mál sitt eða mótmæla álykt- uninni um ranga skráningu. Berist ekkert svar er lögheimil- ið einfaldlega flutt og TR breytir þá greiðslunum í samræmi við það. Ef fólkið þrætir fyrir ranga skrán- ingu er málið sent til lögreglu, sem grefst fyrir um búsetuhagina. Á meðan á þessu ferli stendur held- ur fólkið óbreyttum bótum. Greint hefur verið frá því að meðlagsgreiðendur skulda hinu opinbera nú um 20 milljarða króna. Jón Ingvar segir þessar tölur brenglaðar, í ljósi þess að Innheimtustofnunin haldi kröfum á menn lifandi allt fram að andláti þeirra. Til samanburðar afskrifi skatturinn skuldir eftir fjögur ár og bankar eftir fjögur til átta ár. Dæmi eru um að einstakling- ar skuldi upp undir 15 milljónir í meðlag. - sh / sjá síðu 6 Meint meðlagssvik tilkynnt dag hvern Stöðugt er tilkynnt um fólk sem sagt er búa saman, annað fái greitt meðlag frá Tryggingastofnun en hitt safni meðlagsskuldunum hjá Innheimtustofnun. Það koma daglega ábendingar um svona til okkar. Þær eru allar kann- aðar og sumar reynast á rökum reistar en aðrar ekki. ÞORGERÐUR RAGNARSDÓTTIR HJÁ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Gerpla sýnd í Noregi Gleði í Þjóðleikhúsinu eftir að Gerpla var valin á hátíð í Bergen á næsta ári. fólk 56 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Lestur jólakveðja á Rás 1 hefst á Þorláksmessu klukkan 9.03. Fresturinn til að hringja inn jólakveðju rennur út í dag klukkan 17. Verð fyrir hvert orð er 275 krónur. Y firleitt er ég upptekin á þessum degi en ákvað að taka hann nú frá til að eiga þátt í að búa til þessu fallegu stund,“ segir Antonía Hevesi píanóleikari, sem fær til liðs við sig ýmsa góða gesti úr íslenska söng-heiminum á opnu húsi í Íslensku óperunni annað kvöld. Tilganginn segir hún vera að skapa ró í öllu stressinu sem fylgir hinni erilsömu Þorláksmessu.„Tónleikarnir eru hugsaðir sem mótvægi við allt áreitið og líka þessa endalausu kröfu um að allir eigi að vera í stuði í desember,“ segir Antonía og kveðst upplifa mikinn mun á Antonía Hevesi píanóleikari fær til sín góða gesti í Íslensku óperunni annað kvöld.Jólaró á Þorláksmessu 2 DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát· Stórt op > auðvelt að hlaða· Sparneytin 12 kg Þvottavélog þurrkarispil MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 Fínt að vera matador Kaupmaðurinn Magni Magnússon rifjar upp hvaða spil nutu mestra vinsælda á meðal landsmanna hér á árum áður. SÍÐA 6 FÓLK Apparat Organ Quartet á bestu íslensku plötu þessa árs samkvæmt álitsgjöfum Frétta- blaðsins. Platan, Pólýfónía, skýtur Jónsa og Retro Stefson ref fyrir rass. Tvær barnaplötur komast á listann yfir tíu bestu plöturnar. Ohio-sveitin The National á bestu erlendu plötuna, High Violet. Skammt undan er þriðja plata The Arcade Fire. - hdm / sjá síður 64 og 66 Sérfræðingar Fréttablaðsins: Apparat á bestu plötu ársins Ómar Ómars komnir út Ómar Ragnarsson fagnar útgáfu þriggja hljómdiska með bestu lögunum hans. menning 44 Átti að fara fyrr út Hlynur Bæringsson hefur gert það gott í sænska körfuboltanum í vetur. sport 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.