Fréttablaðið - 22.12.2010, Síða 2

Fréttablaðið - 22.12.2010, Síða 2
2 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR EFNAHAGSMÁL Erfðafjárskýrslum, til að hægt sé að greiða út arf fyrir fram, hefur fjölgað mikið undanfarnar vikur. Erfðafjár- skattur mun hækka úr fimm prósentum í tíu um áramótin. Sýslumanns embættin í Reykja- vík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri finna fyrir þessari aukningu. „Það er mikil aukning. Skattur- inn á að hækka um helming um áramót þess vegna er fólk að gera þetta núna,“ segir Guðgeir Eyj- ólfsson, sýslumaður í Kópavogi og Hafnarfirði. Hann segir að byrj- að hafi að fjölga í kringum þann tíma sem hugmyndir um hækk- un skattanna heyrðust. Engar tölur eru til um fjölgunina enn sem komið er, en sem dæmi voru fimmtán erfðafjárskýrslur lagðar fram í Kópavogi á mánudag. Það þykir mjög mikið. Guðgeir segist reikna með að áfram verði allt á fullu fram að áramótum. „Það er æskilegt að fólk komi sem fyrst með þetta til þess að það takist að afgreiða allt.“ Sömu sögu er að segja hjá sýslu- mannsembættinu í Reykjavík. Þar er mjög mikið um að fólk leggi fram erfðafjárskýrslur í þessum tilgangi nú, að sögn Þuríðar Árna- dóttur skrifstofustjóra. Fyrst og fremst hafi orðið vart við fjölgun mála í desember. „Við sjáum fram á að það verði áfram þessa daga fram að jólum og svo milli jóla og nýárs,“ segir hún. Reynt verði að fara yfir allar skýrslur sem ber- ist. „Við leggjum okkur öll fram við það og vonandi tekst það.“ Björn Jósef Arnviðarson, sýslu- maður á Akureyri, segir það til- finningu sína að heldur meira hafi verið um mál af þessu tagi upp á síðkastið. Að hans sögn er þó allt- af mikið að gera í erfðafjármál- um undir lok árs. Samkvæmt fjárlögum næsta árs mun erfðafjárskattur hækka úr fimm prósentum í tíu prósent um áramótin. Þegar um dánarbú er að ræða er ein milljón króna undanþegin skatti nú en sú upp- hæð hækkar í eina og hálfa millj- ón við breytingarnar. Áætlað er í fjárlögum að þessar breyting- ar muni skila ríkissjóði einum milljarði króna í viðbótartekjur á næsta ári. thorunn@frettabladid.is Ásókn í greiðslu arfs fyrir skattahækkun Sýslumannsembætti segja gerð erfðafjárskýrslna til þess að hægt sé að greiða út arf fyrirfram hafa færst í aukana undanfarnar vikur. Fjölgunin er rakin til þess að erfðafjárskattur hækkar úr fimm í tíu prósent um áramótin. SÝSLUMAÐURINN Í REYKJAVÍK Yfirleitt er það svo að mest er að gera í þessum málum rétt fyrir áramót en sýslumannsembættin sem Fréttablaðið ræddi við töldu mun meira að gera í ár en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUMÁL „Þetta var mjög óhugnanleg lífs- reynsla,“ segir leigubílstjóri sem Fréttablaðið ræddi við í gær. Hann varð fyrir því í fyrrinótt að farþegi ógnaði honum með sprautunál og rændi síðan. Bíl- stjórinn vill ekki koma fram undir nafni, þar sem það gæti valdið honum frekari óþægindum. Leigubílstjórinn skýrir svo frá að það hafi verið upp úr miðnætti í fyrrakvöld sem hann var með bíl- inn kyrrstæðan í nágrenni við 10-11 verslunina við Dalveg. „Ég sé að maður kemur labbandi og spyr mig hvort bíllinn sé laus. Ég jánkaði því og hann settist inn. Þegar ég sá framan í hann hugsaði ég með mér: „Hvað er ég búinn að taka upp í?“ því ég sá strax að hann var dópaður og ruglaður.“ Maðurinn sagðist hafa verið að vinna í næsta húsi og þyrfti að komast í Trönuhjalla. Leigubílstjórinn gerði sem hann var beðinn um. „Þegar við vorum komnir á áfangastað spurði hann mig hvort ég gæti skipt fimm þúsund kalli. Ég teygði mig í veskið sem var í hurðinni og þá notaði hann tækifærið, teygði sig í bíllykilinn og drap á bílnum. Ég sá þá að hann hélt á notaðri, ógeðslegri sprautu með nál í hendinni alveg við hliðina á mér.“ Maðurinn heimtaði peninga af leigubílstjóranum. Eitthvað hafði hann upp úr krafsinu, stökk út úr bíln- um, fleygði lyklunum frá sér og hvarf út í myrkrið. „Ég hringdi þegar í lögreglu, sem mætti á staðinn með það sama,“ segir bílstjórinn. „Mitt næsta verk verður að fá mér myndavél í bílinn.“ Ræninginn var ófundinn síðdegis í gær, en lög- regla leitaði hans. - jss LEIGUBÍLAR Leigubílstjórinn sem Fréttablaðið ræddi við segir 99 prósent farþega í góðu lagi. Ræningi ógnaði leigubílstjóra með sprautunál og hafði af honum peninga: Þetta var óhugnanleg lífsreynsla Skatturinn á að hækka um helming um áramót þess vegna er fólk að gera þetta núna. GUÐGEIR EYJÓLFSSON SÝSLUMAÐUR DÝRAVERND Kisurnar níu sem fundust í kart- öflupoka í Heiðmörk á fimmtudaginn eru nú allar í umsjón dýravinanna í Kattholti. Dýrin voru svo illa haldin eftir meðferð fyrri eig- anda að þau eru enn þá hvekkt og bregðast illa við þegar reynt er að láta vel að þeim. „Tvær eru þó byrjaðar að mala hjá mér,“ segir Elín G. Folha, starfsmaður í Kattholti, og segir það gott batamerki. Fréttablaðið greindi frá því á laugardaginn að maður sem var á gangi með hundinn sinn í Heiðmörk gekk fram á poka sem í reyndust vera níu kettir. Þeir voru frá þriggja mánaða til eins árs gamlir. Hann ætlaði sér að reyna að finna eigendur fyrir fjóra af þessum níu en það bar ekki árangur. Hann kom köttun- um þess vegna til starfsfólksins í Kattholti í gær. „Núna eru þeir allir hérna vesalingarnir litlu,“ segir Elín. Hún segir engar tilraunir hafa verið gerðar til að finna þeim ný heim- ili þar sem þeir séu ekki tilbúnir undir slík vistaskipti. Elín vill halda þeim í Kattholti fyrst um sinn en veit ekki hversu lengi. Það gætu þó verið mánuðir þangað til úr rætist. Í Kattholti eru þessa dagana um hundrað heimilislausir kettir en þeir hafa flestir verið á milli 150 og 200. „Þeir eldri dvelja oft lengi hérna hjá okkur því það eru kettlingarnir sem fólk vill,“ segir Elín. Hún segir að það algjöra þrautalendingu að láta svæfa dýrin, en stundum verði það ekki umflúið. - shá Um 100 heimilislausir kettir gista í Kattholti og bíða nýrra eigenda: Kartöflupokakisurnar eru ennþá í Kattholti Í GÓÐUM HÖNDUM Tvær af kisunum eru byrjaðar að mala, sem er gott batamerki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Fjórir karlmenn á þrí- tugsaldri hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að ræna manni af heimili hans í Hafnarfirði í júlí 2008, misþyrma honum og skilja hann eftir í Heið- mörk. Mennirnir bönkuðu þá upp á hjá fórnarlambinu og byrjuðu strax að misþyrma honum. Þeir þving- uðu hann inn í bifreið þar sem þeir héldu áfram að berja hann og óku með hann í Heiðmörk. Þar skildu þeir manninn lemstrað- an eftir. Mennirnir fjórir hlutu dóma frá þremur mánuðum upp í fimmtán mánaða fangelsi. Þrír dómarnir voru að hluta á skilorði, en sá fjórði skilorðsbundinn. - jss Heiðmerkurdólgar dæmdir: Börðu mann og stungu af BRETLAND, AP Siim Kallas, sam- göngustjóri Evrópusambands- ins, gagnrýnir rekstur flugvalla í Bretlandi og víðar fyrir að hafa ekki nægan viðbúnað þegar snjóar mikið, eins og gerst hefur í Evr- ópulöndum undanfarna daga. Farþegar eru margir hverjir furðu lostnir yfir töfum sem orðið hafa á flugi. David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, tekur undir gagnrýnina og bauð fram aðstoð breska hersins við að ryðja snjó af Heathrow-flugvellinum í London. - gb ESB gagnrýnir flugvelli: Vanbúnir þegar snjóar mikið Á HEATHROW Erfiðlega gekk að koma flugvélum í loftið. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Vinir Þórsmerkur hafa að undanförnu skoðað þá hugmynd að byggð verði göngu- brú yfir Markarfljót, að því er segir í erindi hópsins til sveitar- stjórnar Rangárþings eystra. „Um er að ræða um það bil 140 metra brú yfir Markarfljót milli Húsadals og Fljótshlíðar. Áætlað er að þessi framkvæmd verði unnin í nokkrum þrepum á næstu þremur árum,“ segja Vinir Þórsmerkur sem hafa óskað eftir fjármagni frá Alþingi og aðstoð frá Ferðamálastofu vegna brúar- byggingarinnar. - gar Framkvæmdir í Þórsmörk: 140 metra brú yfir Markarfljót HÚSADALUR Í ÞÓRSMÖRK Áhugamenn vilja göngubrú úr Fljótshlíð í Húsadal. LÖGREGLUMÁL Ökumaður á tvítugs- aldri sem lenti í umferðaróhappi skammt sunnan við Blönduós í fyrrakvöld reyndist vera með 300 grömm af kannabisefnum falin í bíl sínum. Ýmislegt í fari ökumanns hafði vakið grunsemdir lögreglunnar. Var hann færður á lögreglustöð- ina á Blönduósi þar sem hann gaf sýni sem sýndi að hann hafði ekið undir áhrifum fíkniefna. Hann sagðist þó ekki hafa nein slík með- ferðis. Fíkniefnahundurinn Freyja var þá látin kanna bílinn og fann hún fíkniefnin falin í innréttingu hans. Þau voru ætluð til sölu á Akureyrarsvæðinu. - jss Fíkniefnahundur skilaði sínu: Freyja fann kannabisefni Eiríkur, á ekki bara að fá gaur- inn í bandið? „Nei. Strákurinn hefur talent, en ég held að hann myndi bara skyggja of mikið á okkur.“ Gossip Girl-stirnið Ed Westwick tók lagið með trúbadornum Eiríki Hafdal og bróður hans Magnúsi á English Pub um helgina. SPURNING DAGSINS Gleðileg jól!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.