Fréttablaðið - 22.12.2010, Síða 70

Fréttablaðið - 22.12.2010, Síða 70
54 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR KRISTEN STEWART Vampíruæðið kringum Twilight-seríuna ætlar engan endi að taka. Konur á öllum aldri flykkjast í kvikmyndahús til að horfa á þessar myndir og á meðan svo er verða Twilight-leikararnir fastir á svona listum. Stewart er hins vegar einnig farin að kíkja í kringum sig og lék bæði í The Runaways og Welcome to the Rileys. Næsta ár gæti orðið árið hennar Kirsten, ný Twilight- mynd og svo leikur hún Marylou í Á vegum úti sem byggð er á samnefndri bók Jacks Kerouac. Johnny Depp er maður ársins samkvæmt kvikmyndaveitunni imdb. com en vefurinn notfærir sér leitarniðurstöður hjá yfir hundrað milljónum notenda. Depp er sú kvikmyndastjarna sem flestir leituðu að á árinu og vildu skoða hvað ætlaði að gera næst en hann hafði sætaskipti við vampírustjörnuna Robert Pattinson. Kirsten Stewart varði annað sætið. Johnny Depp maður ársins á hvíta tjaldinu JOHNNY DEPP Sigur Depps þarf ekki að koma á óvart. Hann lék í tveimur kvikmyndum á árinu: hinni ofurvinsælu Lísu í Undralandi og The Tourist með Angelinu Jolie. Þótt seinni mynd- inni hafi ekki verið tekið fagnandi þarf Depp ekki að örvænta; hann er tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í báðum myndunum. Depp mun örugglega gera tilkall til efsta sætisins á næsta ári því þá verður fjórða sjóræningjamyndin um Jack Sparrow frumsýnd. ROBERT PATTINSON Kvikmyndastjarna ársins í fyrra verður að gera sér þriðja sætið að góðu þrátt fyrir vampíru- myndina Eclipse og áframhaldandi velgengni á því sviði. Hann, líkt og unnusta hans Kirsten, er einnig farinn að horfa í kringum sig og leita að bitastæðum hlutverkum sem eru eins fjarri Edward (það er vampíran í Twilight) og mögulegt er. Hugsanlega kemur tækifærið í kvikmyndinni Water for Elephants en þar leikur hann meðal annars á móti Óskarsverðlaunahöfunum Reese Witherspoon og Christoph Waltz. LEONARDO DICAPRIO DiCaprio hefur verið eftirsótt kvik- myndastjarna í tíu ár eða allt frá því að hann lék Jack Dawson í Titanic. DiCaprio er hins vegar bráðsnjall eins og samstarf hans við Mart- in Scorsese sýnir en kvikmyndin Shutter Island, sem var frum- sýnd á árinu, náði kannski aldrei Scorsese-hæðum. Það gerði hins vegar kvikmyndin Inception eftir Chris Nolan en henni er spáð mikilli velgengni á komandi Óskarsvertíð. BRAD PITT Þrátt fyrir að Brad Pitt hafi ekki leikið beint í neinni kvikmynd þá „leikur“ hann samt sem áður í teiknimyndinni Megamind. Brad hefur hins vegar í nægu að snúast, hann rekur ákaf- lega stórt heimili með Angelinu Jolie þar sem búa sex börn og ljós- myndarar elska hann meir en allt. Næsta ár gæti orðið árið hans Pitts, því þá verður Tree of Life frumsýnd eftir Terrence Malick og Moneyball með Jonah Hill. ROBERT DOWNEY JR. Kannski kemur það svo- lítið á óvart að Robert Downey skuli ekki vera ofar á þessum lista. Og þó. Hann klifraði upp um 25 sæti, var í því 31. á síðasta ári. Iron Man 2 fékk ekki glimrandi dóma en stóð sig vel í miðasölu og það gerði gamanmyndin Due Date einnig. Hún þénaði hátt í hundrað milljónir dollara. Sem þykir gott á gaman- myndasviðinu. 7. CHRISTIAN BALE Telja má nokkuð öruggt að Christian Bale muni gera atlögu að efstu sætunum þremur á næsta ári þegar síðasta Batman-myndin undir stjórn Chris Nolan verður frumsýnd. Bale getur hins vegar verið sáttur við sitt, honum er spáð tilnefningu til Óskars- verðlauna fyrir leik sinn í The Fighter. GERARD BUTLER Butlers virtist bíða stórkostlegur ferill eftir ævintýrið í kringum Sparta og 300. En nú situr hann fastur í kon- ungdæmi vondra mynda, nægir þar að nefna Bounty Hunter. Honum tókst hins vegar vel upp í How to Train Your Dragon. Ef fram heldur sem horfir verður Butler horfinn af topp tíu á næsta ári. MEGAN FOX Þvílíkt klúður. Megan Fox hefði bara þurft að halda munninum lokuðum og gera sér grein fyrir hæfileikum sínum. Í stað þess kaus hún að úthúða Michael Bay, missa hlutverkið sitt í Transformers og leika í hinni arfaslöku Jonah Hex. Fox, líkt og Butler, verður horfin af þess- um lista á næsta ári. ZOE ZALDANA Hástökkvari ársins enda komst hún ekki einu sinni á listann yfir hundrað stærstu kvikmyndastjörn- ur ársins í fyrra. Hún getur þakkað James Cameron fyrir hlutverkið í Avatar sem sló öll aðsóknarmet og bætti svo um betur með því að mæta í óað- finnanlegum kjól á Ósk- arinn. Hvað framtíðin ber í skaut sér verður erfitt að sjá, Zoe þarf hins vegar að gera eitthvað verulega gott til að haldast inni á þessum lista. 11. Angelina Jolie 12. Tom Cruise 13. Ryan Reynolds 14. Taylor Lautner 15. Zooey Deschanel 16. Matt Damon 17. Nicholas Cage 18. Dakota Fanning 19. Bruce Willis 20. Natalie Portman 21. Rachel McAdams 22. Mila Kunis 23. Sandra Bullock 24. Emma Stone 25. Scarlett Johannsson FIMMTÁN STJÖRNUR Á KANTINUM 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 www.ring.is / m.ring.is www.facebook.com/ringjarar Jólakaupauki Flottur hátalari fylgir GSM tilboði á meðan birgðir endast. Vertu með Foursquare í símanum Jólainneign 1.000 kr. á mánuði í 12 mánuði fylgir. Samsung Galaxy 5 0 kr. útborgun m.v. 12 mánaða greiðsludreifingu eða 12x3.325 kr.* *Dreifingargjald 250 kr. á mánuði. E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 7 8 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.