Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2010, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 22.12.2010, Qupperneq 72
 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Við afborgunarverð á farsímum bætist 250 kr. greiðslugjald á mánuði. vodafone.is Meiri jól, meiri jól, meiri jól Þunnur og léttur sími með bæði hefðbundnu lyklaborði og snertiskjá. Farsíminn er með 5 megapixla mynda- vél, styður WiFi og honum fylgja auðveld forrit fyrir Facebook og MSN. Nokia X3 0 kr. útborgun og 2.499 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 29.990 kr. Partý Alias spilið fylgir á meðan birgðir endast „Það var svo mikið óveður að trukkurinn komst ekki til Tékk- lands,“ segir Höskuldur Höskulds- son hjá Senu. Ófærðin í Evrópu að undan- förnu varð til þess að 1.500 ein- tök af safnkassa með heildarút- gáfu Spilverks þjóðanna komust ekki frá Tékklandi, þar sem kass- inn var framleiddur, hingað til lands. Aðeins náðist að senda eitt hundrað eintök til landsins með DHL fyrir helgi og eru þau upp- seld. Allt upplagið er væntanlegt í verslanir seinni partinn í dag og því geta aðdáendur Spilverksins loksins hugsað sér gott til glóðar- innar. Þessi veglegi safnkassi, sem hefur að geyma sjö plötur með Spilverkinu, átti upphaflega að koma út 1. desember. Óveðrið og önnur vandkvæði töfðu útgáfuna. „Þessi útgáfa var ákveðin í sept- ember. Þetta tekur miklu meiri tíma en maður heldur og svona kassi er í framleiðslu í á fjórðu viku. Við ætluðum að vera aðeins fyrr með þetta en svo klikkar þetta eins og með flutninginn. Það er ekkert sem við getum gert en líftíminn á þessu er langur,“ segir Höskuldur. „Það var alltaf planið að koma þessu út fyrr, en þetta er ekkert sem við ráðum við.“ Þrjár aðrar plötur frá Senu hafa tafist erlendis vegna ófærðarinn- ar, frá Baggalúti, Ellý Vilhjálms og Sigurði Guðmundssyni, en þær hafa allar selst eins og heitar lummur síðustu daga. - fb Spilverkið tefst vegna ófærðar SPILVERK ÞJÓÐANNA Safnkassi með heildarútgáfu Spilverks þjóðanna er loksins að koma til landins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leikritinu Gerplu hefur verið boðið á alþjóðlega listahátíð í Noregi og held- ur leikhópurinn út í lok maí. Mikill heiður fyrir Þjóðleikhúsið segir Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleik- hússtjóri en aðalleikari sýn- ingarinnar, Björn Thors, er á leiðinni til Noregs í fyrsta sinn. „Þetta er mjög spennandi þar sem ég hef aldrei komið til Bergen, eða réttara sagt þá er ég að koma í fyrsta sinn til Noregs. Þetta er því eins konar jómfrúarferð fyrir mig líka,“ segir Björn Thors leikari um uppsetningu leikritsins Gerplu, í leikstjórn Baltasars Kormáks, á leiklistarhátíðinni Nordiske Impul- ser sem haldin er árlega í Bergen. Sýndar verða þrjár sýningar af verkinu dagana 26.-28. maí næst- komandi og er allur leikhópurinn á leið út. „Það er alltaf frábært þegar sýningum er sýndur áhugi erlend- is og það liggur nú beinast við að útrás Gerplu byrji í Noregi enda er Noregskonungur í lykilhlutverki og bútur af sýningunni fer fram á norsku,“ segir Björn og bætir við að eflaust þurfi þeir sem með þann bút fari að slípa hreiminn áður en verkið er flutt fyrir Norðmenn. Björn vill meina að Gerpla sé tilvalin sýning til útrásar enda sameini verkið merkustu þætti menningararfs Íslendinga í formi Íslendingasagna og skáldsagna Halldórs Laxness. Sýningin verður flutt á íslensku og þýddum texta varpað á skjá við hliðina, en slíkt fyrirkomulag er algengt á alþjóðlegum listahátíð- um. „Ég hef séð nokkrar sýningar á tungumáli sem ég skil ekki og það er áhugavert enda túlkar maður sýninguna öðruvísi. Ég efast ekki um að Norðmenn eigi eftir að hafa gaman af þessu. Þeir eru eins og við, vanir að horfa á bíómyndir og lesa textann um leið,“ segir Björn, og Tinna Gunnlaugsdóttir þjóð- leikhússtjóri tekur í sama streng. „Sýningin er flutt á okkar gamla samnorræna tungumáli og text- inn verður áhorfendum til halds og trausts,“ segir Tinna. Hún bætir við að boðið sé óvenju rausnarlegt en hátíðin stendur straum af öllum kostnaði í tengslum við ferð leik- hópsins út. En hvernig kom þetta allt saman til? „Ég hitti listrænan stjórnanda hátíðarinnar í Berlín fyrir ári og þar kom þessi hugmynd upp. Hann hafði heyrt um sýninguna og líka séð sýninguna Pétur Gaut eftir Baltasar Kormák þegar hún var sett upp á Ibsen-hátíðinni í norska þjóðleikhúsinu í Ósló árið 2006 og var mjög hrifinn af því,“ svarar Tinna. Norðmenn eru greinilega hrifnir af Baltasar, en hann var á dögun- um ráðinn til að setja upp Villiönd Ibsens í norska þjóðleikhúsinu árið 2012. „Það er mikill heiður fyrir Þjóð- leikhúsið, listræna stjórnendur og allan leikhópinn að sýningunni skuli hafa verið boðið út og það verður spennandi að sjá hvernig viðtökurnar verða,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir að lokum. Þess má geta að Gerpla fer aftur á fjal- irnar í janúar og gefst Íslending- um því tækifæri til að berja sýn- inguna augum áður en hún heldur yfir hafið. alfrun@frettabladid.is Útrás Gerplu byrjar í Bergen MIKILL HEIÐUR Björn Thors og Tinna Gunnlaugsdóttir eru bæði ánægð með áhuga á Gerplu utan landsteinanna og hlakka til að sýna hana Norðmönnum með vorinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GERPLA Björn Thors og Jóhannes Hauk- ur Jóhannesson halda til Noregs með fóstbræðurna Þormóð Kolbrúnarskáld Bessason og Þorgeir Hávarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.