Fréttablaðið - 29.12.2010, Page 14

Fréttablaðið - 29.12.2010, Page 14
 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR14 Þegar stiklað er á stóru í myndasafninu sést að miklar náttúru hamfarir voru eitt af því sem einkenndi erlendar fréttir ársins sem er að líða. Fyrstu hamfarirnar riðu yfir strax 12. janúar þegar gríðarsterkur jarð- skjálfti skók Haíti, varð hundruðum þúsunda að bana og lagði eitt fátæk- asta ríki jarðar nánast í rúst. Einmuna sumarhitar skópu jarðveg fyrir mestu skógarelda sem sögur kunna frá að greina í Rússlandi. Óvenjumiklar monsúnrigningar leiddu til gríðarlegra flóða sem færðu heimili allt að tuttugu og einnar millj- ónar manna á kaf í Pakistan. Pólsku forsetahjónin voru meðal níutíu og sjö fórnarlamba flugslyss í Rússlandi. Við árslok hvíldu augu heimsins á Kóreuskaga. Þar vígbúast nú bræðra- þjóðirnar í Norðu- og Suður-Kóreu hvor gegn annarri. Hamfarir af völdum manna og náttúru HEIMTIR ÚR HELJU Eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir tókst um miðjan október að bjarga þrjátíu og þremur námamönnum í Chile sem setið höfðu fastir í náma- göngum á sex hundruð og þrjátíu metra dýpi í sextíu og níu daga. MYND/AFP-NORDICPHOTOS GRÍÐARLEGT UMHVERFISSLYS Ellefu manns létust í eldsvoða um borð í olíuborpalli á Mexíkóflóa í apríl. Í kjölfar eldsins streymdi olía úr borholum og olli miklu umhverfis- tjóni við strendur Bandaríkjanna. MYND/AFP-NORDICPHOTOS MILLJÓNIR HEIMILISLAUSAR Talið er að allt að tuttugu og ein milljón manna hafi misst heimili sín í kjölfar mikilla flóða sem urðu í Pakistan í kjölfar óvenjumikilla monsúnrigninga. Flóðin náðu yfir svæði sem svarar til fimmtungs af flatarmáli Pakist- ans. Meira en 1.700 manns týndu lífi. FORSETAHJÓNIN FÓRUST Lech Kaczynski, forseti Póllands, og María eiginkona hans voru meðal níutíu og sjö manna sem fórust í flugslysi við Smol- ensk í Rússlandi hinn 17. apríl. Flestir hinna látnu voru pólskir framámenn á leið til minningarathafnar um þær þúsundir Pólverja sem létust í fjölda- morðum Sovétmanna í Katyn-skógi árið 1940. MYND/AFP-NORDICPHOTOS SÝNINGARTÆKI, SKILAVARA OG ÚTLITSG KOMDU OG GERÐU GÓÐ KAUP – RÝMINGA AÐEINS Í DAG OG Á MORGU N ERLENDAR FRÉTTAMYNDIR ÁRSINS 2010

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.