Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 6
102 og sdb.: Jón E. Thorlacíus: Stjörnutal, Akreyri (án titilbl .); Eandafr. Ingerslevs ísl. og aukin af H. Kr. Fr., R.vík 1854; Jón Þorkelsson Vídalín: Endrlausn Sions barna, R.vík 1884 (óbd.J ; J. Johnsen: Jaröatal á ísl., Kh. 1847; Þorkell Bjarna- son: Um siðabótina á ísl., R.vík i878(óbdj, Helgi Hálfdanarson- (og Jón HelgasonJ: Saga fornkirkjunnar (3 hefti), R.vík 1883—1896 (óbd.J; Jón Þorláksson: íslenzk ljóSabók, I og II, K.'höfn 1842 og 1843; Skýrslur um Jandshagi á ísl., fyrsta bindis síðasta hefti, Kh. 1858; G. Valentin: Det menneskelige Legemes Physiologie, Kh. 1857; C. R. Sundström: Naturhisto- risk Atlas, Stockholm 1878; Diætetik for Börn af Bednar, paa Dansk udg. af Thornam, Kh. 1857; H. A. Kofod: Historiens vigtigste Begivenheder, Kh.1808; D.S.Birch: Naturen, Menne- sket og Borgeren, Kh. 1839. Táknið. BlöSin frá íslandi hafa nú engar sérlegar nýjungar í frétt- um að fœra af andatrúnni þar. ÞaS virðist talsvert hafa dofn- að yfir þeirri einkennilegu lífshreyfing í landinu í aíSustu tíS eftir aö kynja-undrin, sem áör hefir veriS um getiS, brutust þar út í höfuðstaðnum. Hvort þetta stafar af því, aS fítonsandinn hefir oftekið sig i þeim hviSum, eSa til þess liggja aSrar orsakir, verðr aS svo stöddu ekki sagt neitt vist um. Ef til vill hefir háðið, sem sívaxanda dundi yfir andatrúarmenn út af afreks- verkum þeirra og opinberunum, orðið til þess aS dasa þá, því sumir þeirra virSast í því tilliti all-hörundsárir. Önnur tilgáta er þó sennilegri, sú, að þeir hafi sannfœrzt um þaS og þreifaS á þvi, aS þeir væri stórum að spilla fyrir stjórnimálaflokknum, sem þeir tilheyra, í augum almennings, meS öllum þessum fá- ránlegu tiltektum á svæSi hinna dularfullu visinda eSa hjátrúar- innar. ÞaS hefSi þeir nú átt aS sjá frá upphafi. En betra þó seint en aldrei. Verst virðast .leiStogar hinnar íslenzku andatrúar hafa fariS meS sig á ritverkunum nýju, sem þeir þykjast hafa leitt fram gegn um svo kallaöa ,,miSla“ sína,eftir Jónas heitinn Hallgríms- son og önnur fræg skáld og stórmenni, er fyrir löngu eru horfin inn í eilifðina. MeS því uppátœki hafa þeir augsýnilega hneykslaS skynsamt og gætiS fólk í nágrenni sínu jafnvel enn þá miklu meir en meS hinu yfirnáttúrlega lækninga-káki sinu. j

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.