Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 10
io6 is að ástvinir minir hafi nú hlotið kórónuna.“ Alla fjölsky.ldu sína og samverkamann sinn Pressier missti Walther, og hvarf hann þá heim til Þýzkalands til að safna heilsu og kröftum. En meðan hann dvaldi þar kom dauðinn og sótti hann líka. í bana- legunni var honum mest huggun af að heyra hina dýrðlegtt sálma kirkju vorrar sungna. Var hann þá vanr að segja: „Slíka huggun hafa heiðingjarnir ekki“, og seinustu orð hans hér í lífi voru fyrirbœn fyrir trúboðinu á Indlandi. Sá er næstr verðr fyrir oss af helztu trúboðum Indlands er Johan Philip Fabricius. Hann var sendr árið 1740 til Ind- lands af Halle-trúboðinu þýzk-lúterska. Þessi ungi maðr vígði sig með lífi og sál til verksins. Hann var af sérlega guðhræddu fólki kominn. Þegar hann tilkynnti móður sinni bréflega þá fyrirætlan sina að gjörast trúboði meðal heiðingja, skrifaði hún honum á þessa leið: „Ástkæri sonr minn! Mér er það mikit gleði, að þú ert staðráöinn í að gjöra guðs vilja. Sá guð, sem þig hefir kallað til verksins, mun vissulega annast þig, og láta engla sína leiða þig heilan yfir hin œstu höf, og gefa þér þanrr hug og styrk, sem þú þarfnast. Sá guð, sem þig hefir skapað í sinni mynd, mun vera þér ástríkr faðir; sonr hans, sem þig hefir endrleyst með blóði sinu, mun vera bróðir þinn; heilaerr andi, sem þig hefir endrfœtt í heilagri skírn, nmn búa í hjarta þínu.“ Ein af systrum hans ritaði honum: „Ef það er guSs vilji, aö við aldrei sjáumst framar í þessu lífi, þá gefi guð, að vi5 finnumst í hinni endalausu og fullkomnu dýrð, sem bíðr guðs. barna.“ Það var eigi að furða, þótt ungr maðr frá slíku heimili reyndist vel, þegar út í striðið kom. Honum gekk fljótt að læra málið, er hann kom til Indlands, og eftir sex mánuði flutti hann þar fyrstu prédikan sína út af textanum: „Sjá það guðs lamb, sem ber heimsins synd.“ Sérstaklega var Fabricius vandr að uppfrœðslu heiðingj- anna áðr en þeir voru skírðir. Á hans dögum átti Indland í sí- felldum óeirðum við Frakka, og varð Fabricius og hinir trú- boðarnir að líða miklar hörmungar á stríðstímanum. Hann skrifaði til Halle: ,,Það er nú hlutskifti mitt að líða, en náð og fyrirheiti drottins eru styrkr hjarta míns“. — Á efri árum sínum átti Fabricius mjög bágt. Hann tók til láns penmga til að; styrkja bágstadda og gekk sjálfr í ábyrgð. En þeir, sem hann hjálpaði, borguðu aldrei peningana, svo hann gat ekki staðið í skilum við þá, sem hann hafði ábyrgzt skuldina. Var því hinn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.