Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 14
I IO skifti af Indlandi. Voru það einkum Portúgalsmenn, Hollend- ingar, Englendingar og Erakkar. Þegar Christopher Colum- bus lét í haf í landkönnunarferSina sína frægu 1492, ætlaði hann aS fara til Indlands. Sem kunnugt er hafa Englendingar nú lagt Indland undir sig. YfirráS þeirra byrjuSu meS því, aS áriS 1600 var stofnaS Austr-India-félagiS enska, sem lika sögu hefir átt á Indlandi eins og Hudsonsfióa-félagiS átti í NorSr-Ameríku. Tveir menn liafa átt mestan þátt í því aS fœra brezka ríkið út til Indlands, þeir Clive lávarSr og Warren Hastings. Eftir orrustuna viS Plassey 23. Júní 1757, þar sem Clive vann hinn mikla sigr, dró úr áhrifum Portúgalsmanna, Hollendinga og Frakka, og varð England þar aS mestu síSan eitt um hituna. AS eins einu sinni hafa Englendingar komizt í hann krappan þar eystra. ÞaS var í Hindúa-uppreistinni 1857. Fram aS þeim tíma hafði stjórnin öll veriS í höndum Austr-Indía-félagsins. En þá var félagið uppleyst cg landiS lagt beinlínis undir ensku stjórnina, og er nú konungr Englands keisari yfir Indlandi. Á síSustu öld urðu miklar umbreytingar á Indlandi. Um- bœtrnar þar eru bsinlínis aS þakka trúboSunum. En þar hafa lika veriS ýmsir ágætir kristnir landstjórar enskir, sem mörgu góðu hafa komiS til leiSar. Bentinck .lávarSr fékk því til leið- ar komiS, aS hætt var þar viS ekkjubrennumar, en þaS hafði veriS siSr frá ómuna-tíS að brenna ekkjuna lifandi á báli, þegar maSr hennar dó. Þó tíðkast þessi hryllilegi siSr enn allsstaðar á Indlandi, þar sem brezka stjórnin ekki nær til. Stjórnin enska hefir einnig til muna stemmt stigu fyrir barna útburði, sem þar er al'tiðr. Eru það einkum meybörn, sem deydd eru, og enda er það trúarbragðaleg athöfn að drekkja börnum í Ganges-fljótinu, því sú á er dýrkuS og talin guðleg. Trúarbrögð Indverja eru margvísleg. Elzt og veglegust eru trúarbrögð Hindúanna sjálfra. Er það Brahma-trú. Búddha-trú er nokkru yngri og virtist hún um stund ætla að burtrýma Brahma-trúnni, en varð síSar sjálf að lúta í lægra haldi fyrir árásnm Brahma-manna. Síðan kom Múhameðstrú í .landið cg játa hana um 50 milíónir. Brahma- og Búddha- trúarbrögS eru raunar fremr dulvísmdi en trú, og einkum er Búddha-trúin fólgin í siSfrœSi meir en trúfrœSi. — Öllu fólki á Indlandi er skift i stéttir (castesj og er Brahma-stéttin œSst. Milli stéttanna er djúp mikiS staðfest, og fá engir komizt úr einni stétt í aðra, og engin mök saman mega stéttirnar hafa. Er þetta einhver mesta bölvun þjóðlífsins.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.