Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 12
io8 trúar gaf mönnum sínum þessa skipun: „Látið hinn æruveröa föður fara óhindraðan hvert sem hann vill, því hann er heilagr maðr og vill oss ekkert illt.“ Hallæri geisaði um þessar mund- ir á Indlandi, og sá þá Schwartz daglega 800 manns fyrir lífs- viðrværi. Hann var sem engill líknarinnar á þeim dimmu dögum. Meðan Schwartz hafðist við í Tanjore ferðaðist hann iðu- lega til Madras, Cuddalore, Tranquebar og Trichinopoly og annarra staða lengra suðr. Söfnuðr hans í Tanjore taldi árið 1797 2,800 manns. Talið er, að hann hafi a.!ls snúið sex til sjc> þúsundum heiðingja til kristni. Seinna part ársins 1797 lagð- ist Schwarz sjúkr, lá lengi og andaðist 13. Teb. 1798. Hanrt tók út óumrœðilegar kvalir í legunni, en aldrei mælti hann ó- stillingar-orð, heldr lofaði guð. Hann dó í örmum tveggja Hindúa, er hann hafði snúið til Krists. Svo mikil var sorg al- þýðu yfir fráfalli Schwartz, að sálmasöngrinn heyrðist ekki við útför hans fyrir gráti og veini innbúanna. Samtímis Schwartz var á Indlandi annar mjög merkr lút- erskr trúboði, að nafni Christian Wilhelm Gericke. Hann starf- aði fyrst í Cuddalcre cg varð fyrir hörmungum miklum vegna stríðanna og hallæranna, sem um þær mundir gengu á Indlandi. Frá Cuddalore fór Gericke 1788 til Madras. Þar vann hann í fjögur ár. Hann viröist hafa verið sérstaklega ástúðlegr maðr og Ö1.1 börn sóttu til hans og unnu honum. Árið 1802 hóf Gericke missiónar-ferðir fram og aftr um landið. Honum var5 óvenjulega mikð ágengt. Honum var víðast vel fagnað, og pré- dikaði hann dag hvern og oft fram á nætr. Margir tóku trú. Á einu kvöldi skírði hann 203 heiðingja. í annað sinn skírðt hann 220 manns í einu, og oft svipaða hópa. Stundum snerust heil þorp í einu og hvert mannsbarn var skírt. En rétt eftir að Gericke kcm heim til Madras úr ferðalagi þessu, veiktist hann og dó. Hann var harmdauði öllum mönnum. Trúboðið á Indlandi, sem stóð i svona miklum blóma við byrjun 19. aldarinnar, varð eftir þetta fyrir miklum hnekkjum. Heima í kristnu löndunum dó út allr áhugi fyrir heiðingja- trúboði, þegar skynsemistrúin, sem þá, geisaði, var búin að ná sér niðri. Skynsemistrúin settist nú að völdum við konunglega háskólann i Kaupmannahöfn, og hinum lærðu prófessorum í Danmörku og Þýzkalandi var um aö kenna, hvernig trú og trú- boðsáhugi kulnaði út í kirkjunni. Háskólinn hætti að styrkja missíónirnar, söfnuðirnir á lndlandi urðu hirðislausir og skól- unum þar var lokað. — Siðan afhenti konunglegi háskólinn í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.