Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 18
fundizt í fönninni nokkra faðma frá stóra húsinu, sem átti a$ verða hæli fyrir munaðarlausu börnin. * * * Hann lá nú á sjúkrahúsinu, þessi ungi maðr. Læknarnir sögöu hann kominn úr allri lífshættu. En hvað hann var bú- inn að taka út! Það haföi orðið að taka af hcnum báða fœtr og nokkuð af höndunum, en sárin voru nú sem óðast a$ gróa. Já — sýnilegu sárin greru dag frá degi; en hann hafðí fleiri sár, sem engir sáu ems vel og hann sjálfr. Hugsjónir hans um framtíðina voru honum þyngri byrði en hin stóru svíðandi sár líkamans. Hann var kominn til þessa stóra bœjar í þeim tilgangi að: verða að miklum manni. Hann hafði lagt af stað úr litla þorpinu, þar sem móöir hans hafði unnið fyrir honum og þrem öðrum systkinum hans, því faðir hans var fyrir löngu. dáinn. Nú var hún líka dáin fyrir rúmu ári. Piltr þessi var yngsta barnið hennar. Hún unni honum mjög heitt cg lét því ekkert ógjört til að búa hann sem bezt undir lífið. Síðustu orð hennar til hans voru á þessa leið: „Eg fæ ekki að lifa lengr hjá þér, sonr minn elskulegr. Hérna er litið hjartamjmdað hulstr. Eigðu það í minningu um ást mina til þín. Eg hefi látið í það nokkur frœkorn, sem eg bið þig að sá á. leiðið mitt, þegar vorið kemr. Hlúðu vel að þeim, og láttu blómin, sem upp af þeim spretta, vísa þér veginn. Eg vona, að þú gleymir því ekki. Eg hefi látið grafa á þetta hjarta orð skáldsins: „lát ei teygjast, svo losnir eigi frá lífs- þíns rót.“ Drengrinn tók við hjartanu, kyssti mömmu sina innilega síðasta kossinn og sagði: „Eg vil og skal geyma þetta, mamma min.“ * * * Hann hafði aldrei fundið, að hann stœði einn, fyrr en nm í huga hans vakti stöðug endrminning um aðhjúkrun móð- ur sinnar. Hve sárt hann þráði, að hún nú hefði mátt hlúa að honum! Hann hafði ekki hugsað, að hann, ungr og ve! hraustr, yrði svo brátt sviftr öllu sjálfstœði. Það hafði undar- lega fljótt kornizt inn hjá honum eftir að mamma hans dó, að hugsjónir hennar hjálpuðu honum lítið til að verða að miklum manni, en að verða mikils metinn þráði hann og áleit fremra öl!u öðru. Hann hafði svo oft heyrt drengina spyrja hann, hvort honum væri ekki leitt að sjá gömlu konuna í þvottaföt-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.