Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 4
103 með einlægum samkomuhöldum, sem vitanlega sum eru lítils eSa einskis viröi í sjálfum sér. Með ]rví rnóti getr tekizt að ná í nokkra dollara frá utankirkjumönnum, sem annars myndi alls ekkert vilja leggja til kirkjulegra nauðsynja. En það er rangt og verðr eði.ilega til þess að ritgla kristindómshugmyndinni hjá almenningi. Kirkjan biðr allsstaðar, þar sem háttalag þetta viðgengzt, af því margvíslegt andlegt tjón. Og þótt menn á þennan hátt geti í bili nurlað saman talsverðu fé frá fólki, sem engan áhuga hefir á kristindómsmá.Ium og jafnvel í raun og veru er þeirn andstœtt, þá blessast sá gróði ekki. Og þegar tíl lengdar lætr, mun það ávallt reynast svo, að bein fjártillög til kirkjuiegra fyrirtœkja frá kristnum safnaðarlýð verða miklu drýgri en það, sem frá því sama fólki hefst sarnan með sam- komuhöldunum. Rétt og röng aðferð við að safna fé til kirkju- legra þarfa var eitt þeirra mála, sem á fyrri árum voru á dag- skrá kirkjuþinga vorra. Það mál þarf aftr að komast á dagskrá hjá oss. í fyrsta hefti „Skírnis“ fyrir þetta ár er rneðal annars rit- gjörð eftir hr. Helga Pétrsson með fvrirsögninni „tír trúarsögu Forn-íslendinga“. „Nýtt kirkjublað“ segir um það ritverk: „Þráðrinn í greininni er sá, að kristnitakan hafi orðið feðrum vorum til óhamingju, spillt drengskap þeirra og dáð, brjálað skynsemi þeirra cg leitt til hrunsins mikla, er landið hné ör- magna undir yfirdrottnan Norvegs-konungs.“ — „Óvildarhugr- inn k;mr fram í fyrstu orðum greinarinnar.“ Áðr var andatrúnni veitt crðið í „Skírni“ hinum nýja. Og nú eru ákveönu og opinberu kristindómshatri veitt þar sörnu réttindi. Á þan unimæli ,,ísafoldar“ bendir „Nýtt kirkjublað" og, að kirkjan, Heimska drottning og dóttir hennar Ragmennska standi nú á móti þe’rri „óviðráðanlegu sannfœring“, að æfintýri úr dularheimum geti enginn hugsað upp nema H. C. Andersen og engir fcert í snilldarbúninginn íslenzka aðrir en Jónas Hall- grímsson og Snorri Sturluson. Og er urn leið á það minnt, að „ísafo'd" hafi jafnan áðr talað ve.l og virðulega i garð kirkju og kristindóms. — Svo bregðast krosstré sem önnur tré. ----------o---------- John Urquhart, hinn frægi skozki fvrirlesari, er nú einn þeirra ágætismanna, sem samkvæmt samningum senda blaðinu Philadclphia Sunday School Times ritgjörðir. Hann ritar þar um ljós það, sem fallið hefir yfir ýmsa torskilda staði í gamla

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.