Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 7
103 Og „Isafold" kórónar hneykslið meö því aö geta ekki á sér setiö ■að fara að gefa þennan skáldskap úr dánarheimi út á prent og halda þeim samsetningi út ti.l sölu í sérstökum bœklingi. Sem von er verðr þetta allt of magnað fyrir „Nýtt kirkjublað" þrátt fyrir allt þess frjálslyndi; því ofbýðr, að svona langt skuli farið í þeirri átt, og sama b.lað heíir það eftir hr. Páli Melsteð, hin- nm háttvirta öldungi og frœðimanni, sem á yngri árum var svo nákunnugr og handgenginn. Jónasi Hallgrímssyni, að honum sé „ami að því, að Jónas, slíkr maðr, skuli vera bendlaðr við þann hégóma“ — sögurnar þessar nýju, sem andatrúin íslenzka liefir nú leitt fram undir hans nafni. Engin ósköp standa lengi. Það hlýtr að fara að fjara í út- hafi hinnar íslenzku andatrúar-vitleysu eftir að þar er orðið annað eins stór-straumsflóð. En þessi andlegi vatnagangr hefir þegar gjört all-mikið illt í þjóðlífi í&lands, og hætt er við, að sumir að öðru leyti nýtir landar vorir, sem mest hafa verið við cersl þessi riðnir, bíði þess aldrei bœtr. En í heild sinni eiga íslendingar vissulega óbeinlínis að grœða á uppþoti þessu og œðisgangi. Þ að kemr hér fram skýr og liá-alvarleg bending til þjóðar vorrar frá honum, sem vakir yfir mannkynssögunni og hefir þar œðstu yfirráðin,— bending til lærdóms og varúðar að því er sérstaklega snertir ástand hins íslenzka menntalífs nú, hina öfugu stefnu þess og sjúkleik þann, er það hefir til brunns að bera. Aldrei áðr hefir hin íslenzka þjóð fundið eins mikið til sin út af hœfileikum sínum og menn- ingar-framförum eins og nú í síðustu tíð. Aldrei önnur eins menntunar-drýgindi hjá þjóðarleiðtogunum; aldrei önnur eins tröllatrú á vísindunum og stórvirkjum þeim, sem megi gjöra og sé verið að gjöra á íslandi með þeirra hjálp. Fyrir þessari menntalífsöldu hefir kirkjan og kristindómrinn meir og meir orðið að þoka á íslandi í seinni tíð, því líka svo eða svo margir af hinum kirkjulegu kennimönnum hafa látið stinga sér þeirri fiugu í munn, að vísindin ætti að ákveða og afmarka sannindi trúarinnar, stýra trúarmeðvitund kristins fólks. En þegar þessi andlega alda er risin eins hátt á íslandi og vér höfum allir séð hin síðustu ár, þá kemr þetta fyrir, að merkilega stórt brot hins menntaða fólks þar lendir í þessum andatrúar-œrslum, kastar sér út í enn þá meira hyldýpi hjátrúarinnar en það, er þjóðin lá í niðrsokkin á 17. öld, þegar sem mest bar á göldrum og gjörn- ingum. Hér er allt vort fólk svo átakanlega sem mest getr hugsazt minnt á það, er ritað stendr í 2. Davíðs sálmi: „Sá, sem býr í himninum, hlær; drottinn gjörir að þeim gys.“ Með „fyrirbrigðunum" öllum, sem þennan seinasta vetr hafa birzt á

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.