Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 23
Iiy Loftsson, Árni Árnason, Björn Jónsson, Björn Þorbergsson) fskrifari), Freysteinn Jónsson (forseti). Safnaöarmál og sunnudagsskóli í góðu horfi. Prestleg starf- semi minni en til var ætlazt í fyrra um þetta leyti; — prestrinn, sem söfnuðir þessir sendu köllunarbréfiö til íslands, gekk á til- boð sitt. Á tæpu ári hafa dáið í þessari sveit 15 íslendingar eða af- komendr íslendinga: 1. í fyrra sumar var Bjarni Eiríksson 16 ára, hugljúfinn. efnilegi, lostinn eldingu og dó samstundis. 2. Þá dó og Sigríðr Þorbergsdóttir, kona Þorleifs Jóns- sonar frá Reykjum á Reykjaströnd, háöldruð merkis- og gáfu- kona. 3. Síðastliðið haust dó Guðný kona Þorkels Laxdals, vel- fátin og siðvönd kona. 4. Hólmfríðr Sigrveig Gísladóttir, ung (31 árs) og mynd- arleg, kona Árna Jónssonar, dó af afleiðingum barnsburðar 25. Nóv., og var lík hennar flutt inn til Winnipeg til greftrunar þar.- í vetr hafa dáið 9 ungbörn: 5. Yngra barn þeirra Júlíusar Skaalerud og Rannveig- ar konu hans. 6. Cecilia 2 ára dóttir þeirra Ásgeirs og Sigríðar Johnson.. 7. Þórlaug dóttir Jóns og Snjólaugar Sigurðsson. 8. og 9. Jóhanna og Þorlákr, börn Magnúsar Þorlákssonar og Moniku Suðfords kcnu hans. 10. Yngsta barn Sveinbjarnar og Steinunnar Loftsson. 11., 12. og 13. Bjarni, Margrét og Eyjólfr, börn Konráðs Eyjólfssonar og Maríu konu hans. 14. Þann 12. Apríl þ. á. dó Helgi Helgason, kennari, 24 ára gamall, hœfileikamaðr og áhugamikill fyrir lúterskum kristin- dómi, eins cg foreldrar hans, Helgi Árnason og Guðrún Jóns- dóttir að Churchbridge, Sask. 15. Húsfrú Ingunn Pálmadöttir, 36 ára að aldri, kona Pétrs J. Normans, brann til bana á heimili sínu, Þingvöllum, Sask.,. þann 8. þ.m. (Maí). Eftir að slysið vildi til lifði hún að eins nokkrar klukkustundir, en þó með fullri rœnu, sem hún hag- nýtti til þess að kveðja eiginmann sinn og börnin 4, og fela önd sína frelsaranum. — Hún var gáfuð, kristin trúkona, .ljúflynd og innileg móðir, enda mœtti hún dauða sínum með glaðri rósemd. P. Hj. -------0------- Þorsteinn Guthnundsson, einn af frumbyggjunum íslenzkn hér vestra, andaðist í Winnipeg eftir langa legu 31. MaíJ

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.