Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 29
125 mig um að gera það. Eg veit, a5 það er best fyrir ykkur, börn- in góð. -------o------- Um svöriu frá börnumim. Seinast lofaðist eg til þess að gera grein fyrir svörunum. 'Tólf börn hafa sent mér svör. Og þakka eg þeim öllum fyrir. Raunar hafði eg búist við svörum frá fleiri bornum. En eg ’býst hálft í hvoru við, að til fyrirstöðu hafi verið, að þau hafi verið hrædd við að senda mér svar — ef ti.1 vill hrædd við prestinn. » Það kemur fyrir, að börn eru hrædd við presta, af því þau liafa verið hrædd á þeini. Presturinn hefur af sumum veriö liafður fyrir grýlu á börnin, þegar þau hafa verið vond. Og þá lialda þau, að presturinn sé einhver svartur, Ijótur karl með poka, cg komi út úr einhverju inyrkra-skoti og dyngi vondu börnunum o'ní pokann sinn. Barn spurði mig einu sinni aö því, hvar pokinn minn væri. Og furðaði sig augsýnilega á því, að það sá hvergi pokann. — Eða presturinn er hafður fyrir vönd á börnin. Og þá ltugsa þau sér, að hann sé böðull með vöndinn á lofti og láti hann dynja á þeirn, ef þau æmta eða 'skræmta. Ekki er það laust við, að þetta sé hálf-.leiðinlegt fyrir prest- inn. Og ekki er það sem allra best fyrir börnin. Raunar eng- inn ábati heldur fyrir foreldrana. — Prestunum öllum þykir vænt um ykkur, börn. Og þá langar til þess að gera ykkur alt hið besta. Svo þið þurfið alls ekki að vera hrædd við þá. En eg býst við, að það hafi ekki að eins verið þetta, sem hafi aftrað ykkur, heldur lika framtaksleysið. Ykkur lietur langaö til þess að svara. Og þið hafið ætlað að gera það; en framtaks- semina hefur vantað. Það hefur orðið að steini í veginum fyrir ykkur, sem þið hafið lá.tið leggja. Óhræsis framtaksleysið er slæmur „steinn“. Svo óttast eg eitt enn. Eg óttast, að sumum hafi fundist það vera of rnikil áreynsla fyrir sig að svara. Elafi með öðrum orðum alls ekki nent því. Hafi ekki viljað hafa fyrir því. Haldið líklega, að það borgcifii sig ckki. ,,Fjársjóðurinn“ undir „steininum“ mundi ekki vera þess virði, að lagt væri nokkuð á s'g til þess að ná í hann. Nú, „fjársjóöurinn“ var vitanlega ekki verðlaunin, sem heitin voru, heldur gctgnifi, gróðinn sá, sem hvert tarn gat haft af því aö eiga við spurningarnar og leggja jþað á sig að svara þeim. Þann gróða hafa öll þau börn farið á mis við, sem ekki hafa nent að eiga við spurningarnar. Eg tel sjálfsagt samt, að miklu fleiri hafi glímt við þær en

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.