Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 30
I2Ó börnin, sem skrifuöu mér. Aö þau hafi gefið sjálfum sér svar upp á þær, e5a foreldrunum sínum. En munið þið ]pá, hver svörin ykkar voru? Ekkert af svörunum, sem mér voru send, voru rétt svör upp á spurningarnar. Sum komu nær því rétta en sum. En öll báru þau vott um sann-kristilega hugsun. Þess vegna jþótti mér vænt um þau öll. Og þau sýndu mér líka kristindóm í hjörtum barna og foreldra. Guð blessi öll kristnu foreldrin hjá okkur, sem gróðursetja kristindóminn í hjörtum barnanna sinna og hugsa vel um að hlúa að honum! — Börnin hafa aðallega hugsað um fjársjóðinn á himnum, sæluna þar fyrir Jesúm Krist, verðlaun trúrra lærisveína hans.. Guð blessi ykkur þá hugsun, börnin min! Hann láti hana ætíS vera stærstu hugsunina ykkar. Og hann gefi ykkur kraft í Jesu nafni til þess að vinna sigur á „öllu J)ví, sem vill verða betrun ykkar til fyrirstöðu“, eins og eitt ykkar komst að orði — vinna sigur á öllum „syndunum, vondu girndunum og freistingunum“, sem þið kölluðuð „steina“ og í sannleika eru steinar. Glímið karlmannlega í Jesú nafni við alt ilt bæði hjá ykkur sjálfum og öðrum. Þið eignist þá dýrðleg sigur.laun. Eg er þegar búinn að gefa bending um réttu svörin. Eg gerði það áðan, þegar eg mintist á framtaksleysið og letimu En nú skal eg gera það betur. Takið þið þá eftir. „Steinarn- ir“, sem átt var við með spurningunni: „Hverjir eru svo stein- arnir?“—er ait paö, sem guð vill að þið eigið við, glímið við, stritið við, berjist við og sigrist á í lífinu, hvort heldur það er eitthvað í fari ykkar sjá.lfra, eitthvað ljótt, sem þið þurfið að sigra, eða það er eitthvað þungt í lífinu, sem þið þurfið að þola, eða það er eitthvert verk, sem þið eigið að vinna og reynir á krafta ykkar. „Fjársjóðtirinn andir liverjum steini“, sem átt er við, er blessunin öll, sem stríðið og stritið við „steinana" hefur í för með sér, og sjálísafneitunin því samfara og sigurvinningin. Alt gagnið, andlega og líkamlega, — aukinn vilji og aukinn þróttur og aukin ánægja — alt, sem leiðir af því, að við leggj- um á okkur guðs vegna. Gleymið nú ekki, börn mín, að ná í þennan „tjársjóð“, sem falinn er undir hverjum ,,steini“. Og látið hvorki leti, kæru- leysi né mannleysi stela frá ykkur „fjársjóðnum". -o-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.