Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 31
127 Helstíi o« besta ástæöan. (Þýtt.) Lítil stúlka var aö leika sér að brúSunni sinni. En mamma liennar var að skrifa. Eftir nokkra stund kallar móSirin á hana upp í fangiS á sér. Tátan litla segir þá: „Eg er svo glöð, mamma. Mig langaSi til aS elska þig mikið.“ „Jæja, ástin min!“—Og hún vafSi hana aS sér.—„Mér jþykir vænt um aS litla stúlkan mín elskar mig. En leiddist þér meSan eg var aS skrifa? Mér sýndist þiS, brúSan þín og þú, ima ykkur svo vel saman.“ „Já, viS gerSum þaS. En eg þreyttist á aS elska hana.“ „Því þá þaS?“ — 7E, af því hún elskar mig ekki aftur.“— „Nú, þess vegna elskar þú mig?“ — „Já, þaS er eina ástæSan, mamma mín. En þaS er helsta og besta ástœSan." „Hver er hún, góSa mín?“ „GeturSu ekki getiS upp á, mamma?“ Og bláu augun nrSu svo tindrandi björt og blíS.—„ÞaS er vegna þess aS þú elskaSir mig, þegar eg var of lítil til þess aS elska þig aftur. Þess vegna elska eg þig svo mikiS, mamma.“ Og hún þaut upp um hálsinn á mömmu sinni. Þetta svar litlu stúlkunnar minnir á inndælu orSin hjá postulanum Jóhannesi: „Elskum hann, því hann hefir elskað ass að fyrra bragði.“ (i. Jóh. 4, 19.) ---------o--------- Fyrsta lexían lians. Enski spekingurinn mikli John Ruskin, sem dó fyrir rúm- um sex árum, segir á þessa leiS frá fyrstu lexíunni, sem hann fékk í hlýSni:—„ÞaS var kvöld eitt. Eg sat á kjöltu fóstru minnar. Á stónni stóS sjóSandi te-kanna. Eg vildi ná í hana ■og sóttist eftir því meS miklum ákafa. MóSir mín skipaSi mér aS halda fingrunum á mér burtu frá könnunni. En eg heimt- aSi aS mega halda þeim aS henni. Fóstra mín hafSi tekiS mig burtu frá stónni. En móSir mín sagSi: „LofaSu honum aS taka á könnunni." — Eg gerSi þaS líka. Og var þaS fyrsta lexían, sem eg fékk í útskýringunni á orSinu frclsi. ÞaS var líka í fyrsta sinni aS eg fékk aS bragSa á frelsinu, og í siSasta sinni í langan tíma aS eg baS um aS fá aS bragSa á því.“ O

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.